Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2024 21:55 Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja og formaður Þjóðveldis, í viðtali við Stöð 2 framan við hús Lögþingsins. Egill Aðalsteinsson Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um jarðgangamál Færeyinga, sem á undanförnum árum hafa lokið við hvert stórvirkið af öðru. Einna stoltastir eru þeir af hinum 11,2 kílómetra löngu Austureyjargöngum, með hringtorgi sem skreytt er með listaverki. „Með hringtorgi niðri á hafsbotni. Þetta er eina hringtorgið sem er á hafsbotni í öllum heiminum,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Heðin Mortensen er borgarstjóri Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Núna er verið að grafa sex ný jarðgöng sem bætast við á þriðja tug jarðganga sem fyrir eru í Færeyjum. Nýjustu neðansjávargöngin eru þau sem liggja milli Straumeyjar og Sandeyjar. Þau eru 10,8 kílómetra löng og voru opnuð skömmu fyrir síðustu jól. Sandeyjargöngin eru björt og víðfeðm og þar má sjá listaverk á veggjum í innskotum. Úr Sandeyjargöngum. Þau voru opnuð skömmu fyrir síðustu jól.Egill Aðalsteinsson Þegar Íslendingar spyrja hvernig hægt sé að grafa öll þessi göng í Færeyjum heyrist stundum sú skýring að það hljóti að vera Danir sem borgi. En er það svo? „Danir borga ekki einn eyri í göngum okkar né vegakerfi,” svarar Heðin Mortensen, sem kemur úr Javnaðarflokknum, forystuflokki landsstjórnarinnar. „Nei, það eru ekki danskir peningar,” svarar Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra og formaður Þjóðveldis. „Það er þannig að við erum nánast laus við danska peninga núna. Við höfum minnkað stuðning Dana niður í nánast ekki neitt. Eftir að við gerðum það höfum við byggt upp landið með okkar eigin fjármunum,” segir Høgni. Vegtollar eru aðeins í neðansjávargöngum Færeyja. Jarðgöng á landi eru gjaldfrjáls.Egill Aðalsteinsson En hvernig fara Færeyingar þá að? Høgni segir lykilinn vera algjöra samstöðu um þá forgangsröðun að tengja byggðirnar með jarðgöngum. „Það eina sem við erum sammála um í færeyskum stjórnmálum. Við erum ósammála um allt. Um fullveldið og hægri og vinstri. En við erum sammála um að það verði að tengja landið saman. Hver einasta landsbyggð, hver einasta eyja verði að tengjast svo Færeyjar geti vaxið og orðið nútímasamfélag. Það eru allir stjórnmálaflokkar sammála um þetta,” segir Høgni. Fern neðansjávargöng eru núna í Færeyjum. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.grafík/hjalti Og það er ekki svo að rukkað sé í öll göng. Vegtollur er eingöngu í neðansjávargöngum, sem núna eru fern talsins, en Færeyingar hófu ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir sáu Íslendinga gera það. „Þarna kom innblásturinn frá Íslandi eins og svo oft áður. Hann kom frá Hvalfjarðargöngum. Það var þegar Færeyingar fóru í heimsókn til Íslands og sáu þau, neðansjávargöngin. Þá fórum við að grafa þau fyrstu og síðan hafa þau komið koll af kolli og núna vilja allir fá þau,” segir Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Samgöngur Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um jarðgangamál Færeyinga, sem á undanförnum árum hafa lokið við hvert stórvirkið af öðru. Einna stoltastir eru þeir af hinum 11,2 kílómetra löngu Austureyjargöngum, með hringtorgi sem skreytt er með listaverki. „Með hringtorgi niðri á hafsbotni. Þetta er eina hringtorgið sem er á hafsbotni í öllum heiminum,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Heðin Mortensen er borgarstjóri Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Núna er verið að grafa sex ný jarðgöng sem bætast við á þriðja tug jarðganga sem fyrir eru í Færeyjum. Nýjustu neðansjávargöngin eru þau sem liggja milli Straumeyjar og Sandeyjar. Þau eru 10,8 kílómetra löng og voru opnuð skömmu fyrir síðustu jól. Sandeyjargöngin eru björt og víðfeðm og þar má sjá listaverk á veggjum í innskotum. Úr Sandeyjargöngum. Þau voru opnuð skömmu fyrir síðustu jól.Egill Aðalsteinsson Þegar Íslendingar spyrja hvernig hægt sé að grafa öll þessi göng í Færeyjum heyrist stundum sú skýring að það hljóti að vera Danir sem borgi. En er það svo? „Danir borga ekki einn eyri í göngum okkar né vegakerfi,” svarar Heðin Mortensen, sem kemur úr Javnaðarflokknum, forystuflokki landsstjórnarinnar. „Nei, það eru ekki danskir peningar,” svarar Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra og formaður Þjóðveldis. „Það er þannig að við erum nánast laus við danska peninga núna. Við höfum minnkað stuðning Dana niður í nánast ekki neitt. Eftir að við gerðum það höfum við byggt upp landið með okkar eigin fjármunum,” segir Høgni. Vegtollar eru aðeins í neðansjávargöngum Færeyja. Jarðgöng á landi eru gjaldfrjáls.Egill Aðalsteinsson En hvernig fara Færeyingar þá að? Høgni segir lykilinn vera algjöra samstöðu um þá forgangsröðun að tengja byggðirnar með jarðgöngum. „Það eina sem við erum sammála um í færeyskum stjórnmálum. Við erum ósammála um allt. Um fullveldið og hægri og vinstri. En við erum sammála um að það verði að tengja landið saman. Hver einasta landsbyggð, hver einasta eyja verði að tengjast svo Færeyjar geti vaxið og orðið nútímasamfélag. Það eru allir stjórnmálaflokkar sammála um þetta,” segir Høgni. Fern neðansjávargöng eru núna í Færeyjum. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.grafík/hjalti Og það er ekki svo að rukkað sé í öll göng. Vegtollur er eingöngu í neðansjávargöngum, sem núna eru fern talsins, en Færeyingar hófu ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir sáu Íslendinga gera það. „Þarna kom innblásturinn frá Íslandi eins og svo oft áður. Hann kom frá Hvalfjarðargöngum. Það var þegar Færeyingar fóru í heimsókn til Íslands og sáu þau, neðansjávargöngin. Þá fórum við að grafa þau fyrstu og síðan hafa þau komið koll af kolli og núna vilja allir fá þau,” segir Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Samgöngur Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14