Íslenski hornamaðurinn lét að sér kveða í kvöld og skoraði fjögur mörk. Má þar með segja að hann hafi spilað risastóra rullu í því að Kolstad sé komið 1-0 yfir í einvíginu þar sem leiknum lauk með tveggja marka sigri liðsins, lokatölur 30-28.
Aðeins þarf að vinna tvo leiki í úrslitaeinvíginu og því er Kolstad komið með aðra hönd á norska meistaratitilinn. Næsti leikur liðanna fer fram á heimavelli Elverum eftir þrjá daga.