Afhentu ráðherra 46 þúsund undirskriftir á eldislöxum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2024 21:00 Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. Vísir/Sigurjón Matvælaráðherra var í dag afhentar 46 þúsund undirskriftir gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Ráðherra vonast til þess að tekið verði tillit til undirskriftanna hjá atvinnuveganefnd. Afhendingin átti sér stað á Austurvelli og tóku Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, við undirskriftunum. Söfnunin hófst síðasta haust og á endanum bárust 46 þúsund undirskriftir frá bæði innlendum og erlendum einstaklingum. Þær voru prentaðar á pappamyndir af eldislaxi sem veiddist í á hér á landi í fyrra. Kafarar með tvo af fiskunum sem undirskriftirnar voru prentaðar á.Vísir/Sigurjón Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, vill að ráðherra virði vilja fólksins. „Það er í meðferð þetta umdeilda lagafrumvarp sem mun ákveða framtíð þessa iðnaðar. Það styttist í þinglok og ekki enn þá komin niðurstaða í málið þannig við vildum minna þau á hvað virkilega skiptir máli í þessu,“ segir Elvar. Taki skref í rétta átt Allur heimurinn sé að fylgjast með gangi mála hér á landi. „Spurningin er, ætlar Ísland að taka rétta ákvörðun í þessu og taka skref í rétta átt eða ætlum við að gera sömu mistök og aðrar þjóðir hafa gert,“ segir Elvar. Þingið og nefndin skoði málið Bjarkey segir sjókvíaeldisfrumvarpið nú á borði atvinnuveganefndar sem hún vonar til þess að líti til undirskriftanna þegar ákvörðun er tekin. „Ég hef bara fulla trú á nefndinni og að hún klári þetta mál vel núna fyrir vorið,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók nýlega við embætti matvælaráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Þetta eru ansi margar undirskriftir, 46 þúsund, hafa þær einhver áhrif? „Nú er það þingsins að segja til um. Nú er matvælaráðherra ekki lengur með þetta mál þannig nú er það nefndarinnar að fjalla um það.“ Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykjavík Fiskeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Afhendingin átti sér stað á Austurvelli og tóku Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, við undirskriftunum. Söfnunin hófst síðasta haust og á endanum bárust 46 þúsund undirskriftir frá bæði innlendum og erlendum einstaklingum. Þær voru prentaðar á pappamyndir af eldislaxi sem veiddist í á hér á landi í fyrra. Kafarar með tvo af fiskunum sem undirskriftirnar voru prentaðar á.Vísir/Sigurjón Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, vill að ráðherra virði vilja fólksins. „Það er í meðferð þetta umdeilda lagafrumvarp sem mun ákveða framtíð þessa iðnaðar. Það styttist í þinglok og ekki enn þá komin niðurstaða í málið þannig við vildum minna þau á hvað virkilega skiptir máli í þessu,“ segir Elvar. Taki skref í rétta átt Allur heimurinn sé að fylgjast með gangi mála hér á landi. „Spurningin er, ætlar Ísland að taka rétta ákvörðun í þessu og taka skref í rétta átt eða ætlum við að gera sömu mistök og aðrar þjóðir hafa gert,“ segir Elvar. Þingið og nefndin skoði málið Bjarkey segir sjókvíaeldisfrumvarpið nú á borði atvinnuveganefndar sem hún vonar til þess að líti til undirskriftanna þegar ákvörðun er tekin. „Ég hef bara fulla trú á nefndinni og að hún klári þetta mál vel núna fyrir vorið,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók nýlega við embætti matvælaráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Þetta eru ansi margar undirskriftir, 46 þúsund, hafa þær einhver áhrif? „Nú er það þingsins að segja til um. Nú er matvælaráðherra ekki lengur með þetta mál þannig nú er það nefndarinnar að fjalla um það.“
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykjavík Fiskeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira