Boðar til kosninga í Bretlandi í sumar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2024 16:07 Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. EPA-EFE/NEIL HALL Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 4. júlí næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans fyrir utan Downing stræti nú á fjórða tímanum. Fyrr í dag mættu ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hver og einn í Downing stræti. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að Sunak hafi þar látið þá vita að hann hygðist boða til kosninga strax í upphafi júlí. Síðast var kosið til þings í Bretlandi í desember 2019 og því stutt eftir af kjörtímabilinu, sem er fimm ár þar í landi. Þetta þýðir að breska þingið mun því gera hlé á störfum sínum strax í næstu viku. Hefst kosningabaráttan þá með formlegum hætti en Íhaldsflokkur Sunak hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarnar vikur og mánuði og Verkamannaflokkurinn ítrekað mælst með meira fylgi. Fram kom á blaðamannafundi Sunak að nú sé réttur tímapunktur fyrir Breta til þess að velja sér nýja stjórn. Hann segist hafa farið á fund Karls Bretakonungs og beðist lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnar sinnar í löngu máli og sagði Verkamannaflokkinn ekki eiga neinar konkret áætlanir fyrir landið. Hægt er að fylgjast með umfjöllun bresku Sky fréttastöðvarinnar um málið hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Fyrr í dag mættu ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hver og einn í Downing stræti. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að Sunak hafi þar látið þá vita að hann hygðist boða til kosninga strax í upphafi júlí. Síðast var kosið til þings í Bretlandi í desember 2019 og því stutt eftir af kjörtímabilinu, sem er fimm ár þar í landi. Þetta þýðir að breska þingið mun því gera hlé á störfum sínum strax í næstu viku. Hefst kosningabaráttan þá með formlegum hætti en Íhaldsflokkur Sunak hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarnar vikur og mánuði og Verkamannaflokkurinn ítrekað mælst með meira fylgi. Fram kom á blaðamannafundi Sunak að nú sé réttur tímapunktur fyrir Breta til þess að velja sér nýja stjórn. Hann segist hafa farið á fund Karls Bretakonungs og beðist lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnar sinnar í löngu máli og sagði Verkamannaflokkinn ekki eiga neinar konkret áætlanir fyrir landið. Hægt er að fylgjast með umfjöllun bresku Sky fréttastöðvarinnar um málið hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira