Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2024 07:26 Israel Katz er utanríkisráðherra Ísraels. Hann segir Ísraela ekki munu bregðast við tíðindum morgunsins þegjandi og hljóðalaust. EPA Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. AFP greinir frá þessu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide tilkynntu á fréttamannafundi sínum í morgun að Noregur muni formlega viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki frá 28. maí. Sagði Støre þetta nauðsynlegt skref til að hægt sé að skapa frið í heimshlutanum og að svokölluð tveggja ríkja lausn væri besta leiðin til að ná fram friði. Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, greindu sömuleiðis frá því í morgun að Írlandi og Spánn muni bæði viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu frá 28. maí. Friður, réttlæti og stöðugleiki Sanchez tilkynnti um ákvörðunina í ræðu á spænska þinginu í morgun. Hann sagði ýmsar ástæður liggja að baki henni en að hægt væri að taka hana saman í þremur orðum - friður, réttlæti og stöðugleiki. „Við verðum að tryggja að tveggja ríkja lausn sé virt og það verða að koma til gagnkvæm öryggisábyrgð. Það er nauðsynlegt að aðilarnir tveir ræði saman um frið og af þeirri ástæðu viðurkennum við Palestínu,“ sagði Sanchez. Hann segir ákvörðunina ekki vera til stuðnings Hamas, heldur í friði og friðsamlegri sambúð. Harris sagðist í ræðu sinni sannfærður um að fleiri ríki komi til með að fylgja Írum, Norðmönnum og Spánverjum að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði ennfrefur að íbúar á Gasa þurfi nú að þola miklar þjáningar, harðræði og hungur. Skilaboð um að hryðjuverk borgi sig Eftir að tíðindin bárust í morgun sagðist Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, senda Írum og Norðmönnum skýr skilaboð. „Ísrael mun ekki bregðast við þessu þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú beðið ísraelsku sendiherrana í Noregi og Írlandi um að að koma heim til skrafs og ráðagerða,“ segir Katz. I have instructed the immediate recall of Israel’s ambassadors to Ireland and Norway for consultations in light of these countries' decisions to recognize a Palestinian state.I’m sending a clear and unequivocal message to Ireland and Norway: Israel will not remain silent in the…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 22, 2024 Þá segir hann ákvörðunina um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu senda Palestínumönnum skýr skilaboð um að hryðjuverk borgi sig. Í heildina hafa nú um 145 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ísland viðurkenndi sjálfstætt ríki Palestínu árið 2011 þar sem Palestína er viðurkennt sem fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Noregur Írland Spánn Tengdar fréttir Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
AFP greinir frá þessu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide tilkynntu á fréttamannafundi sínum í morgun að Noregur muni formlega viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki frá 28. maí. Sagði Støre þetta nauðsynlegt skref til að hægt sé að skapa frið í heimshlutanum og að svokölluð tveggja ríkja lausn væri besta leiðin til að ná fram friði. Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, greindu sömuleiðis frá því í morgun að Írlandi og Spánn muni bæði viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu frá 28. maí. Friður, réttlæti og stöðugleiki Sanchez tilkynnti um ákvörðunina í ræðu á spænska þinginu í morgun. Hann sagði ýmsar ástæður liggja að baki henni en að hægt væri að taka hana saman í þremur orðum - friður, réttlæti og stöðugleiki. „Við verðum að tryggja að tveggja ríkja lausn sé virt og það verða að koma til gagnkvæm öryggisábyrgð. Það er nauðsynlegt að aðilarnir tveir ræði saman um frið og af þeirri ástæðu viðurkennum við Palestínu,“ sagði Sanchez. Hann segir ákvörðunina ekki vera til stuðnings Hamas, heldur í friði og friðsamlegri sambúð. Harris sagðist í ræðu sinni sannfærður um að fleiri ríki komi til með að fylgja Írum, Norðmönnum og Spánverjum að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði ennfrefur að íbúar á Gasa þurfi nú að þola miklar þjáningar, harðræði og hungur. Skilaboð um að hryðjuverk borgi sig Eftir að tíðindin bárust í morgun sagðist Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, senda Írum og Norðmönnum skýr skilaboð. „Ísrael mun ekki bregðast við þessu þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú beðið ísraelsku sendiherrana í Noregi og Írlandi um að að koma heim til skrafs og ráðagerða,“ segir Katz. I have instructed the immediate recall of Israel’s ambassadors to Ireland and Norway for consultations in light of these countries' decisions to recognize a Palestinian state.I’m sending a clear and unequivocal message to Ireland and Norway: Israel will not remain silent in the…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 22, 2024 Þá segir hann ákvörðunina um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu senda Palestínumönnum skýr skilaboð um að hryðjuverk borgi sig. Í heildina hafa nú um 145 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ísland viðurkenndi sjálfstætt ríki Palestínu árið 2011 þar sem Palestína er viðurkennt sem fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Noregur Írland Spánn Tengdar fréttir Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13