Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 17:50 Mikill skortur á kjörgögnum kom í ljós þegar mætt var að kjósa. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrátt fyrir að til hafi staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla til forseta Íslands færi fram milli ellefu og eitt að staðartíma í gær á Tenerife hafi margir þurft frá að hverfa sökum skorts á kjörseðlum. Að sögn utanríkisráðuneytisins sé lagt mat á hversu margra kjörseðla sé þörf í aðdraganda hverra kosninga sem byggir meðal annars á fjölda kjósenda í fyrri kosningum. Þó virðist sem fjöldi Íslendinga sem dvelur nú á Spáni hafi verið vanmetinn. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu sem var birt á heimasíðu þess í dag að það hafi þegar sent viðbótarkjörseðla í forgangi til hlutaðeigandi kjörræðismanna á Spáni. Einnig er starfsmaður ráðuneytisins á leiðinni til Kanaríeyja til að aðstoða við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. Ræðismenn Íslands á Spáni hafa, í samráði við ráðuneytið, ákveðið að bjóða upp á sérstaka kjörfundi á suðurhluta Gran Canaría milli klukkan tíu og tvö á morgun og á suðurhluta Tenerife á fimmtudag, föstudag og laugardag milli klukkan tíu og tvö að staðartíma. Nánari staðsetningum kjörfundanna verði komið á framfæri á Facebook innan tíðar. Auk þess verði áfram hægt að greiða utankjörfundaratkvæði á ræðisskrifstofum Íslands á Spáni á hefðbundnum opnunartíma. Forsetakosningar 2024 Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrátt fyrir að til hafi staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla til forseta Íslands færi fram milli ellefu og eitt að staðartíma í gær á Tenerife hafi margir þurft frá að hverfa sökum skorts á kjörseðlum. Að sögn utanríkisráðuneytisins sé lagt mat á hversu margra kjörseðla sé þörf í aðdraganda hverra kosninga sem byggir meðal annars á fjölda kjósenda í fyrri kosningum. Þó virðist sem fjöldi Íslendinga sem dvelur nú á Spáni hafi verið vanmetinn. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu sem var birt á heimasíðu þess í dag að það hafi þegar sent viðbótarkjörseðla í forgangi til hlutaðeigandi kjörræðismanna á Spáni. Einnig er starfsmaður ráðuneytisins á leiðinni til Kanaríeyja til að aðstoða við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. Ræðismenn Íslands á Spáni hafa, í samráði við ráðuneytið, ákveðið að bjóða upp á sérstaka kjörfundi á suðurhluta Gran Canaría milli klukkan tíu og tvö á morgun og á suðurhluta Tenerife á fimmtudag, föstudag og laugardag milli klukkan tíu og tvö að staðartíma. Nánari staðsetningum kjörfundanna verði komið á framfæri á Facebook innan tíðar. Auk þess verði áfram hægt að greiða utankjörfundaratkvæði á ræðisskrifstofum Íslands á Spáni á hefðbundnum opnunartíma.
Forsetakosningar 2024 Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira