Glæsihús Gerðar í Blush aftur á sölu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 13:18 Engin kynlífstæki virðast í fljótu bragði vera falin á fasteignaauglýsingu Gerðar í þetta sinn. Hún var sektuð um 200 þúsund krónur á síðasta ári fyrir duldar auglýsingar. Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærastinn hennar Jakob Fannar Hansen hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Kópavogi á sölu. Húsið var einnig á sölu fyrir tveimur árum en á þeim tíma hefur fasteignaverð þess hækkað um tæpar sjötíu milljónir. Einbýlishúsið, sem er staðsett í Þrymsölum í Kópavogi, er tveggja hæða og skráð 404,3 fermetrar. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir og telur samtals sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Ásett verð er 249,9 milljónir. Vísir fjallaði um það árið 2022 þegar húsið fór á sölu. Þá var óskað eftir tilboði í eignina en fasteignamatið var 161,6 milljónir. Húsið er í dag metið á 227,2 milljónir. Gerður og Jakob eru að byggja sér draumahúsið sitt í Hveragerði. Í samtali við Vísi á sínum tíma greindi Gerður frá því að þar ættu þau fjölskyldu og vini sem þau hlökkuðu mikið til að vera nær. Jakob bjó allt sitt líf þar og flutti bara í bæinn þegar við byrjuðum að búa saman. Hún sagði að það yrði erfitt að kveðja húsið í Kópavogi en foreldrar hennar byggðu það. Húsið er staðsett nálægt golfvellinum GKG með stórbrotnu útsýni. Sektuð vegna dulinna auglýsinga Á síðasta ári var Blush gert að greiða 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona, vakti mikla athygli þegar hún birti myndband á samfélagsmiðlinum Tiktok þar sem hún sýndi frá fasteignaauglýsingu Gerðar. Þar benti hún á að hinum ýmsu kynlífstækjum hafði verið dreift um húsið. Neytendastofa tók málið til rannsóknar með tilliti til þess hvort um dulda auglýsingu væri að ræða og úrskurðaði síðar að svo væri. Í fljótu bragði virðast ekki vera nein kynlífstæki falin á fasteignamyndunum í þetta sinn. Nánari upplýsingar um eignina má finna á Fasteignavef Vísis. Glæsilegt útsýni er úr stofunni yfir golfvöll GKG. Húsið er afar smekklega innréttað. Baðherbergið er sérlega glæsilegt. Ljós frá Tom Dixon setja svip sinn á rýmið. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir. Fasteignamarkaður Hús og heimili Kópavogur Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Einbýlishúsið, sem er staðsett í Þrymsölum í Kópavogi, er tveggja hæða og skráð 404,3 fermetrar. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir og telur samtals sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Ásett verð er 249,9 milljónir. Vísir fjallaði um það árið 2022 þegar húsið fór á sölu. Þá var óskað eftir tilboði í eignina en fasteignamatið var 161,6 milljónir. Húsið er í dag metið á 227,2 milljónir. Gerður og Jakob eru að byggja sér draumahúsið sitt í Hveragerði. Í samtali við Vísi á sínum tíma greindi Gerður frá því að þar ættu þau fjölskyldu og vini sem þau hlökkuðu mikið til að vera nær. Jakob bjó allt sitt líf þar og flutti bara í bæinn þegar við byrjuðum að búa saman. Hún sagði að það yrði erfitt að kveðja húsið í Kópavogi en foreldrar hennar byggðu það. Húsið er staðsett nálægt golfvellinum GKG með stórbrotnu útsýni. Sektuð vegna dulinna auglýsinga Á síðasta ári var Blush gert að greiða 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona, vakti mikla athygli þegar hún birti myndband á samfélagsmiðlinum Tiktok þar sem hún sýndi frá fasteignaauglýsingu Gerðar. Þar benti hún á að hinum ýmsu kynlífstækjum hafði verið dreift um húsið. Neytendastofa tók málið til rannsóknar með tilliti til þess hvort um dulda auglýsingu væri að ræða og úrskurðaði síðar að svo væri. Í fljótu bragði virðast ekki vera nein kynlífstæki falin á fasteignamyndunum í þetta sinn. Nánari upplýsingar um eignina má finna á Fasteignavef Vísis. Glæsilegt útsýni er úr stofunni yfir golfvöll GKG. Húsið er afar smekklega innréttað. Baðherbergið er sérlega glæsilegt. Ljós frá Tom Dixon setja svip sinn á rýmið. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Kópavogur Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira