„Forsetaframbjóðandi er á villigötum“ Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2024 12:51 Róbert Spanó segir viðbrögð Arnars Þórs við skopmynd Halldórs áhyggjuefni. vísir/vilhelm/mannréttindadómsstóll evrópu Mál Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðanda á hendur Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara og Vísis varðar tjáningarfrelsið og því ekki úr vegi að kalla til Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrum forseta Mannréttindadómsstóls Evrópu til að á lögfræðilegt álit á málinu. Listræn tjáning nýtur ríkar mannréttindaverndar Róbert féllst á það. „Í mínum huga er forsetaframbjóðandinn á villigötum í gagnrýni sinni,“ segir Róbert og hefur engar vöflur á. „Satíra í formi skopmynda sem beinist að opinberum persónum nýtur ríkrar verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Að sögn Róberts eru gerðar mjög ríkar kröfur til þess að heimilt sé að takmarka slíka tjáningu, þótt tjáningarfrelsið sé ekki án takmarkana. „Meta verður skopmynd eins og þessa heildstætt og í samhengi við atburði líðandi stundar, að hverjum hún beinist og framsetningu hennar að öðru leyti. Opinberar persónur eins og frambjóðandinn verða að þola slíka framsetningu með ríkari hætti en aðrir.“ Þá segir Róbert að skopmynd sem beinist að opinberum persónum telst lögfræðilega til listrænnar tjáningar sem nýtur ríkar mannréttindaverndar. Umrædd skopmynd Halldórs sem birtist á Vísi á laugardag.Vísir/Halldór „Það kemur því ekki á óvart að oft er hart tekið á slíkri tjáningu af ráðamönnum í alræðisríkjum, eins og fjölmargir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu bera vitni um. Þó ber að taka fram að skopmynd getur í algjörum undantekningartilvikum gengið of langt ef eina markmiðið með henni er auðmýkja eða niðurlægja þann sem í hlut á.“ Áhyggjuefni að Arnar skuli bregðast svona við Líklega er það skilningur Arnars Þórs en honum yfirsést ef til vill hið tvíræða eðli skopmyndarinnar? „Í mínum huga er umrædd skopmynd Halldórs augljóslega varin af tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Virt heildstætt og í samhengi beinist hún, svo ekki verður um villst, að öllum forsetaframbjóðendunum og er ætlað að varpa ljósi á hve illskeytt umræða um þá getur orðið þar sem skoðanir þeirra og persónur eru oft mistúlkaðar eða ýktar.“ Róbert er að endingu spurður hvort það sé sérstakt áhyggjuefni að löglærður maður, fyrrverandi dómari, fari með þessum hætti í skopmyndateiknarann? „Það er áhyggjuefni að löglærður forsetaframbjóðandi, sem segist annt um tjáningafrelsið, skuli bregðast svona við þessari umræðu.“ Tjáningarfrelsi Dómstólar Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Listræn tjáning nýtur ríkar mannréttindaverndar Róbert féllst á það. „Í mínum huga er forsetaframbjóðandinn á villigötum í gagnrýni sinni,“ segir Róbert og hefur engar vöflur á. „Satíra í formi skopmynda sem beinist að opinberum persónum nýtur ríkrar verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Að sögn Róberts eru gerðar mjög ríkar kröfur til þess að heimilt sé að takmarka slíka tjáningu, þótt tjáningarfrelsið sé ekki án takmarkana. „Meta verður skopmynd eins og þessa heildstætt og í samhengi við atburði líðandi stundar, að hverjum hún beinist og framsetningu hennar að öðru leyti. Opinberar persónur eins og frambjóðandinn verða að þola slíka framsetningu með ríkari hætti en aðrir.“ Þá segir Róbert að skopmynd sem beinist að opinberum persónum telst lögfræðilega til listrænnar tjáningar sem nýtur ríkar mannréttindaverndar. Umrædd skopmynd Halldórs sem birtist á Vísi á laugardag.Vísir/Halldór „Það kemur því ekki á óvart að oft er hart tekið á slíkri tjáningu af ráðamönnum í alræðisríkjum, eins og fjölmargir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu bera vitni um. Þó ber að taka fram að skopmynd getur í algjörum undantekningartilvikum gengið of langt ef eina markmiðið með henni er auðmýkja eða niðurlægja þann sem í hlut á.“ Áhyggjuefni að Arnar skuli bregðast svona við Líklega er það skilningur Arnars Þórs en honum yfirsést ef til vill hið tvíræða eðli skopmyndarinnar? „Í mínum huga er umrædd skopmynd Halldórs augljóslega varin af tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Virt heildstætt og í samhengi beinist hún, svo ekki verður um villst, að öllum forsetaframbjóðendunum og er ætlað að varpa ljósi á hve illskeytt umræða um þá getur orðið þar sem skoðanir þeirra og persónur eru oft mistúlkaðar eða ýktar.“ Róbert er að endingu spurður hvort það sé sérstakt áhyggjuefni að löglærður maður, fyrrverandi dómari, fari með þessum hætti í skopmyndateiknarann? „Það er áhyggjuefni að löglærður forsetaframbjóðandi, sem segist annt um tjáningafrelsið, skuli bregðast svona við þessari umræðu.“
Tjáningarfrelsi Dómstólar Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00
Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01