Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2024 11:40 Ólafur Þ. Harðarson fer yfir niðurstöður könnunar Maskínu hinn 8. apríl þegar staðan var töluvert önnur en hún er samkvæmt nýjustu könnunum. Stöð 2/Arnar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. Átján kannanir hafa verið birtar frá 8. apríl um fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Prósent birti þá nýjustu fyrir Morgunblaðið í gær þar sem Katrín Jakobsdóttir mælist í fyrsta sinn með mesta fylgið í könnunum fyrirtækisins, með 22,1 prósent. Kannanir hafa sýnt að framistaða frambjóðenda í kapparæðum geta haft töluverð áhrif á fylgi þeirra frá degi til dags. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir er ekki langt undan með 19,7 prósent en tapar 6,3 prósentustigum frá síðustu könnun Prósents. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósent, Halla Tómasdóttir með 16,2, Jón Gnarr 13,4 prósent og Arnar Þór Jónsson með sex prósent. Aðrir eru með um eða undir einu prósenti. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgið greinilega enn á mikilli hreyfingu. Búast megi við hreyfingum alveg fram á kjördag. „Það er auðvitað athylivert að Katrín er efst í fyrsta skipti hjá Prósent. En það sem vekur þó mesta athygli er hversu jafnt fylgið dreifist milli efstu frambjóðendanna. Þrír efstu frambjóðendurnir eru allir með í kringum tuttugu present,“ segir Ólafur. Ekki væri marktækur munur á Katrínu, Höllu Hrund og Baldri og Halla Tómasdóttir væri ekki langt undan. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir útlit fyrir að næsti forseti verði kjörinn með sögulega litlu fylgi.Stöð 2/Einar „Þannig að ef þessi könnun gengi eftir myndi það gerast í fyrsta skipti að forseti Íslands yrði kjörinn með innan við tuttugu og fimm prósent atkvæða,” segir Ólafur sem farið hefur fyrir kosningarannsóknum á Íslandi í áratugi. Vigdís Finnbogadóttir hefði í hennar fyrstu kosningum náð kjöri með 33 prósentum, Ólafur Ragnar Grímsson með 41 prósenti og Guðni Th. Jóhannesson með 39 prósentum. Ólafur segir greinilegt á könnunum að kjósendum lítist vel á þrjá til fjóra efstu frambjóðendur. Margir hefðu hins vegar hefðu átt von á að Katrín fengi meira fylgi. „Og mér sýnist öll gögn benda til þess að ástæðan fyrir því að hún er ekki hærri einfaldlega vera að margir kjósendur, einkanlega á vinstri vængnum, vilja ekki að hún verði forseti. Vegna þess að þeim líkar illa hennar þátttaka í stjórnmálum síðustu átta árin og núverandi ríkisstjórnarsamstarf,“ segir háskólaprófessorinn fyrrverandi. Þótt aðeins um tíu prósent væru óákveðnir í könnunum væri ekki hægt að túlka kannanir þannig að 90 prósent væru búin að ákveða sig endanlega. Fólk væri einungis að nefna þann sem því þætti líklegastur á því augnabliki sem spurt væri. „En við vitum frá eldri könnunum og kosningum að mjög margir þeirra munu skipta um skoðun fram á kjördag.“ Þannig að miðað við það erum við að fara að horfa upp á mjög spennandi kosningakvöld? „Miðað við þetta verður feiki spennandi kosningakvöld og úrslitin enn þá algerlega óráðin,” segir Ólafur Þ. Harðarson. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. 17. maí 2024 19:27 Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. 17. maí 2024 08:26 Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Átján kannanir hafa verið birtar frá 8. apríl um fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Prósent birti þá nýjustu fyrir Morgunblaðið í gær þar sem Katrín Jakobsdóttir mælist í fyrsta sinn með mesta fylgið í könnunum fyrirtækisins, með 22,1 prósent. Kannanir hafa sýnt að framistaða frambjóðenda í kapparæðum geta haft töluverð áhrif á fylgi þeirra frá degi til dags. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir er ekki langt undan með 19,7 prósent en tapar 6,3 prósentustigum frá síðustu könnun Prósents. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósent, Halla Tómasdóttir með 16,2, Jón Gnarr 13,4 prósent og Arnar Þór Jónsson með sex prósent. Aðrir eru með um eða undir einu prósenti. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgið greinilega enn á mikilli hreyfingu. Búast megi við hreyfingum alveg fram á kjördag. „Það er auðvitað athylivert að Katrín er efst í fyrsta skipti hjá Prósent. En það sem vekur þó mesta athygli er hversu jafnt fylgið dreifist milli efstu frambjóðendanna. Þrír efstu frambjóðendurnir eru allir með í kringum tuttugu present,“ segir Ólafur. Ekki væri marktækur munur á Katrínu, Höllu Hrund og Baldri og Halla Tómasdóttir væri ekki langt undan. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir útlit fyrir að næsti forseti verði kjörinn með sögulega litlu fylgi.Stöð 2/Einar „Þannig að ef þessi könnun gengi eftir myndi það gerast í fyrsta skipti að forseti Íslands yrði kjörinn með innan við tuttugu og fimm prósent atkvæða,” segir Ólafur sem farið hefur fyrir kosningarannsóknum á Íslandi í áratugi. Vigdís Finnbogadóttir hefði í hennar fyrstu kosningum náð kjöri með 33 prósentum, Ólafur Ragnar Grímsson með 41 prósenti og Guðni Th. Jóhannesson með 39 prósentum. Ólafur segir greinilegt á könnunum að kjósendum lítist vel á þrjá til fjóra efstu frambjóðendur. Margir hefðu hins vegar hefðu átt von á að Katrín fengi meira fylgi. „Og mér sýnist öll gögn benda til þess að ástæðan fyrir því að hún er ekki hærri einfaldlega vera að margir kjósendur, einkanlega á vinstri vængnum, vilja ekki að hún verði forseti. Vegna þess að þeim líkar illa hennar þátttaka í stjórnmálum síðustu átta árin og núverandi ríkisstjórnarsamstarf,“ segir háskólaprófessorinn fyrrverandi. Þótt aðeins um tíu prósent væru óákveðnir í könnunum væri ekki hægt að túlka kannanir þannig að 90 prósent væru búin að ákveða sig endanlega. Fólk væri einungis að nefna þann sem því þætti líklegastur á því augnabliki sem spurt væri. „En við vitum frá eldri könnunum og kosningum að mjög margir þeirra munu skipta um skoðun fram á kjördag.“ Þannig að miðað við það erum við að fara að horfa upp á mjög spennandi kosningakvöld? „Miðað við þetta verður feiki spennandi kosningakvöld og úrslitin enn þá algerlega óráðin,” segir Ólafur Þ. Harðarson.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. 17. maí 2024 19:27 Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. 17. maí 2024 08:26 Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. 17. maí 2024 19:27
Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. 17. maí 2024 08:26
Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?