„Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2024 21:01 Kristinn Hrafnsson var viðstaddur réttarhöldin í dag og lýsti andrúmsloftinu í salnum sem rafmögnuðu. Chris J Ratcliffe/Getty Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks Áfrýjunarbeiðni Assange var síðasti möguleiki hans til að stöðva framsal sitt til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru í sautján liðum og 175 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. „Þetta hefði getað endað í dag og hann framseldur. Þess í stað þá ákvað dómurinn að gefa honum leyfi til áfrýjunar á ákaflega mikilvægum forsendum, það er að segja á þeim forsendum og hætta sé á því að Julian fái ekki að njóta verndar eins og aðrir blaðamenn á grundvelli fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem er nokkurs konar verndarskjöldur blaðamanna,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Ákvörðunin hafi markað kaflaskil enda í fyrsta sinn sem tekist er á um efnisatriði málsins. „Þau féllu honum í vil og í þessu felst viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda og þar með er verið að ákæra einhvern fyrir að stunda blaðamennsku.“ Kristinn var staddur í réttarsalnum og segir að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað. Þegar kom að því að lesa upp úrskurðarorðin hafi dómari áréttað að engin frammíköll yrðu leyfð og hélt Kristinn þá að málið hefði farið á versta veg. „En hið þveröfuga varð ofan á, þannig þetta var sigur.“ Lokaður inni í fimm ár Assange var ekki viðstaddur réttarhöldin enda hefur heilsu hans hrakað. „Skal svo sem engan undra eftir að hafa verið lokaður inni í varðhaldi í fimm ár í mesta öryggisfangelsi Bretlands. Það er ekki nokkurt fordæmi fyrir því að einhver hafi setið í varðhaldi við slíkar aðstæður svona lengi hér í Bretlandi.“ Assange hafi sagt niðurstöðuna mikinn létti þegar Stella eiginkona hans færði honum fréttirnar í dag. „Við vonum núna að þegar hann er kominn með þetta áfrýjunarleyfi að það verði loksins liðkað til og hann fái að ganga laus á meðan hann undirbýr þessi réttarhöld, í farbanni eða undir einhvers konar eftirliti.“ Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Erlend sakamál Tengdar fréttir Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Áfrýjunarbeiðni Assange var síðasti möguleiki hans til að stöðva framsal sitt til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru í sautján liðum og 175 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. „Þetta hefði getað endað í dag og hann framseldur. Þess í stað þá ákvað dómurinn að gefa honum leyfi til áfrýjunar á ákaflega mikilvægum forsendum, það er að segja á þeim forsendum og hætta sé á því að Julian fái ekki að njóta verndar eins og aðrir blaðamenn á grundvelli fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem er nokkurs konar verndarskjöldur blaðamanna,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Ákvörðunin hafi markað kaflaskil enda í fyrsta sinn sem tekist er á um efnisatriði málsins. „Þau féllu honum í vil og í þessu felst viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda og þar með er verið að ákæra einhvern fyrir að stunda blaðamennsku.“ Kristinn var staddur í réttarsalnum og segir að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað. Þegar kom að því að lesa upp úrskurðarorðin hafi dómari áréttað að engin frammíköll yrðu leyfð og hélt Kristinn þá að málið hefði farið á versta veg. „En hið þveröfuga varð ofan á, þannig þetta var sigur.“ Lokaður inni í fimm ár Assange var ekki viðstaddur réttarhöldin enda hefur heilsu hans hrakað. „Skal svo sem engan undra eftir að hafa verið lokaður inni í varðhaldi í fimm ár í mesta öryggisfangelsi Bretlands. Það er ekki nokkurt fordæmi fyrir því að einhver hafi setið í varðhaldi við slíkar aðstæður svona lengi hér í Bretlandi.“ Assange hafi sagt niðurstöðuna mikinn létti þegar Stella eiginkona hans færði honum fréttirnar í dag. „Við vonum núna að þegar hann er kominn með þetta áfrýjunarleyfi að það verði loksins liðkað til og hann fái að ganga laus á meðan hann undirbýr þessi réttarhöld, í farbanni eða undir einhvers konar eftirliti.“
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Erlend sakamál Tengdar fréttir Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20