Glæsilegt fuglasafn í veiðihúsinu við Hítará Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2024 21:04 Reynir Þrastarson, sem er leigutaki í Hítará í Borgarbyggð, segir fuglasafnið alltaf vekja mikla athygli gesta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta fuglasafn landsins í einkaeigu er í veiðihúsinu við Hítará á Mýrum í Borgarbyggð, en þar má sjá fjölbreytt úrval af allskonar uppstoppuðum fuglum, meðal annars Geirfugl. Hítará er ein af vinsælustu veiðiám landsins þar sem veiðihúsið Lundur stendur en Jóhannes á Borg eins og hann var alltaf kallaður byggði húsið á árbakkanum. Í húsinu er glæsilegt fuglasafn, sem Jóhannes átti en hann lést 1968. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu. „Þetta fuglasafn er frá Jóhannesi á Borg en hann safnaði þessum fuglum í áraraðir þegar hann var leigutaki hér í Hítará frá 1940 til 1965. Félagi hans, Kristján uppstoppari á Akureyri stoppaði megnið af þessu upp fyrir Jóhannes,” segir Reynir Þrastarson, leigutaki í Hítará. Fuglasafn Jóhannesar á Borg í veiðihúsinu í Hítará er glæsilegt í alla staði og er líklega stærsta einkasafn sinnar tegundar á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnið er allt hið glæsilegasta. „Já, þetta er eitt stærsta fuglasafn í einkaeigu á Íslandi held ég. Og núna á veiðifélagið safnið eftir að það keypti húsið af Jóhannesi og hefur haldið þessu nokkuð vel við og til dæmis með þennan Geirfugl, sem er hér á bak við þig, sem er gervi, hann vekur alltaf mikla athygli en því miður höfum við ekki pláss fyrir Haförninn, sem er úti í öðru húsi,” segir Reynir. Geirfuglinn á safninu vekur alltaf mikla athygli gesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að fólk hafi alltaf jafn gaman af því að skoða fuglasafnið og það geti varið löngum tíma í að virða fuglana fyrir sig og njóta þess að berja þá augum. En getum fólk komið og skoðað eða er þetta bara fyrir ykkar viðskiptavini? „Já þetta er í rauninni bara fyrir okkar viðskiptavini og er bara hluti af þessari umgjörð, sem er í Hítará. Fólk verður kjaftstopp þegar það sér safnið, það er bara þannig,” segir Reynir. Það er alltaf eitthvað um hópa, sem koma á Hítará og fá þá skemmtilega frásögn frá Reyni um staðinn og fuglasafnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú styttist óðum í að veiðin hefjist í Hítará. „Já, það er um mánuður en við byrjum 17. júní og það verður mikill spenningur þegar það gerist og alltaf gaman. Það er allt uppselt og bókað hjá okkur í sumar”, segir Reynir að lokum. Veiði hefst í Hítará 17. júní og er búið að selja öll leyfi í ána í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Fuglar Lax Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Hítará er ein af vinsælustu veiðiám landsins þar sem veiðihúsið Lundur stendur en Jóhannes á Borg eins og hann var alltaf kallaður byggði húsið á árbakkanum. Í húsinu er glæsilegt fuglasafn, sem Jóhannes átti en hann lést 1968. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu. „Þetta fuglasafn er frá Jóhannesi á Borg en hann safnaði þessum fuglum í áraraðir þegar hann var leigutaki hér í Hítará frá 1940 til 1965. Félagi hans, Kristján uppstoppari á Akureyri stoppaði megnið af þessu upp fyrir Jóhannes,” segir Reynir Þrastarson, leigutaki í Hítará. Fuglasafn Jóhannesar á Borg í veiðihúsinu í Hítará er glæsilegt í alla staði og er líklega stærsta einkasafn sinnar tegundar á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnið er allt hið glæsilegasta. „Já, þetta er eitt stærsta fuglasafn í einkaeigu á Íslandi held ég. Og núna á veiðifélagið safnið eftir að það keypti húsið af Jóhannesi og hefur haldið þessu nokkuð vel við og til dæmis með þennan Geirfugl, sem er hér á bak við þig, sem er gervi, hann vekur alltaf mikla athygli en því miður höfum við ekki pláss fyrir Haförninn, sem er úti í öðru húsi,” segir Reynir. Geirfuglinn á safninu vekur alltaf mikla athygli gesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að fólk hafi alltaf jafn gaman af því að skoða fuglasafnið og það geti varið löngum tíma í að virða fuglana fyrir sig og njóta þess að berja þá augum. En getum fólk komið og skoðað eða er þetta bara fyrir ykkar viðskiptavini? „Já þetta er í rauninni bara fyrir okkar viðskiptavini og er bara hluti af þessari umgjörð, sem er í Hítará. Fólk verður kjaftstopp þegar það sér safnið, það er bara þannig,” segir Reynir. Það er alltaf eitthvað um hópa, sem koma á Hítará og fá þá skemmtilega frásögn frá Reyni um staðinn og fuglasafnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú styttist óðum í að veiðin hefjist í Hítará. „Já, það er um mánuður en við byrjum 17. júní og það verður mikill spenningur þegar það gerist og alltaf gaman. Það er allt uppselt og bókað hjá okkur í sumar”, segir Reynir að lokum. Veiði hefst í Hítará 17. júní og er búið að selja öll leyfi í ána í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Fuglar Lax Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira