Óljóst hvort þyrlan sé fundin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. maí 2024 17:55 Mynd frá leitarsvæðinu. Ekki liggur fyrir hvort þyrlan sé endilega fundin. AP Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. Þyrlu Raisi var flogið yfir Austur-Aserbaídsjanhérað þegar hún brotlenti. Samkvæmt írönskum miðlum var slysinu lýst sem „harðri lendingu“ sem rekja megi til erfiðra veðuraðstæðna. Tehran Times hefur eftir Ahmad Vahidi innviðaráðherra Íran að áhöfn þyrlunnar hafi verið gert að nauðlenda henni vegna mikillar þoku. Veðuraðstæður á svæðinu eru sagðar verulega slæmar, mikil rigning, rok og þykk þoka. Ekki er búist við að veðrið gangi niður í nótt. Uppfært 18:18: Þyrlan er fundin, hefur Reuters eftir íranskri sjónvarpsútsendingu. Fleiri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Uppfært 18:32: Embættismaður Rauða hálfmánans í Íran segir ekki rétt með farið í írönskum miðlum að þyrlan hafi fundist. Þá hefur sjónvarpsfréttamaður í Íran eftir Ali Akbar orkumálaráðherra að það sé ekkert að frétta af leitinni, það er, þyrlan sé ekki fundin. Þrátt fyrir það sé búist við að leitarsveitir séu í innan við tveggja kílómetra fjarlægð frá þyrlunni. Þyrlan í flugtaki í dag. AP Samkvæmt fréttavakt Al Jazeera um málið náðist samband við meðlim áhafnarinnar á tíunda tímanum að staðartíma. Miðillinn hafði eftir talsmanni björgunarsveita í Íran að ekki hafi verið hægt að halda leit úr lofti áfram eftir að fór að dimma vegna þoku. Þá yrðu fleiri sjúkrabílar sendir á svæðið fyrir vikið. Auk forsetans og utanríkisráðherrans voru Malek Rahmati ríkisstjóri Austur-Aserbaídsjan og Ayatollah Mohammad Ali Ale-Hashem, fulltrúi leiðtoga Írans í Austur-Aserbaídsjan í þyrlunni. Þjóðarleiðtogar nágrannalanda hafa tjáð samstöðu með íranska forsetanum á samfélagsmiðlum í dag. Þar á meðal Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Shehbaz Sharif forsætisráðherra Pakistan. Deeply concerned by reports regarding President Raisi’s helicopter flight today. We stand in solidarity with the Iranian people in this hour of distress, and pray for well being of the President and his entourage.— Narendra Modi (@narendramodi) May 19, 2024 Heard the distressing news from Iran regarding Hon. President Seyyed Ebrahim Raisi’s helicopter. Waiting with great anxiety for good news that all is well. Our prayers and best wishes are with Hon.President Raisi and the entire Iranian nation.— Shehbaz Sharif (@CMShehbaz) May 19, 2024 Þá gaf utanríkisráðuneyti Katar út yfirlýsingu þar sem öllum mögulegum stuðningi við björgunaraðgerðirnar er heitið. Yfirvöld í Rússlandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu hafa einnig boðið fram hjálparhönd. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur að auki gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að gervihnattakortlagning hafi verið virkt til að aðstoða við leitina. Upon Iranian request for assistance we are activating the 🇪🇺's @CopernicusEMS rapid response 📡 mapping service in view of to the helicopter accident reportedly carrying the President of #Iran and its foreign minister. #EUSolidarity— Janez Lenarčič (@JanezLenarcic) May 19, 2024 Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Þyrlu Raisi var flogið yfir Austur-Aserbaídsjanhérað þegar hún brotlenti. Samkvæmt írönskum miðlum var slysinu lýst sem „harðri lendingu“ sem rekja megi til erfiðra veðuraðstæðna. Tehran Times hefur eftir Ahmad Vahidi innviðaráðherra Íran að áhöfn þyrlunnar hafi verið gert að nauðlenda henni vegna mikillar þoku. Veðuraðstæður á svæðinu eru sagðar verulega slæmar, mikil rigning, rok og þykk þoka. Ekki er búist við að veðrið gangi niður í nótt. Uppfært 18:18: Þyrlan er fundin, hefur Reuters eftir íranskri sjónvarpsútsendingu. Fleiri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Uppfært 18:32: Embættismaður Rauða hálfmánans í Íran segir ekki rétt með farið í írönskum miðlum að þyrlan hafi fundist. Þá hefur sjónvarpsfréttamaður í Íran eftir Ali Akbar orkumálaráðherra að það sé ekkert að frétta af leitinni, það er, þyrlan sé ekki fundin. Þrátt fyrir það sé búist við að leitarsveitir séu í innan við tveggja kílómetra fjarlægð frá þyrlunni. Þyrlan í flugtaki í dag. AP Samkvæmt fréttavakt Al Jazeera um málið náðist samband við meðlim áhafnarinnar á tíunda tímanum að staðartíma. Miðillinn hafði eftir talsmanni björgunarsveita í Íran að ekki hafi verið hægt að halda leit úr lofti áfram eftir að fór að dimma vegna þoku. Þá yrðu fleiri sjúkrabílar sendir á svæðið fyrir vikið. Auk forsetans og utanríkisráðherrans voru Malek Rahmati ríkisstjóri Austur-Aserbaídsjan og Ayatollah Mohammad Ali Ale-Hashem, fulltrúi leiðtoga Írans í Austur-Aserbaídsjan í þyrlunni. Þjóðarleiðtogar nágrannalanda hafa tjáð samstöðu með íranska forsetanum á samfélagsmiðlum í dag. Þar á meðal Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Shehbaz Sharif forsætisráðherra Pakistan. Deeply concerned by reports regarding President Raisi’s helicopter flight today. We stand in solidarity with the Iranian people in this hour of distress, and pray for well being of the President and his entourage.— Narendra Modi (@narendramodi) May 19, 2024 Heard the distressing news from Iran regarding Hon. President Seyyed Ebrahim Raisi’s helicopter. Waiting with great anxiety for good news that all is well. Our prayers and best wishes are with Hon.President Raisi and the entire Iranian nation.— Shehbaz Sharif (@CMShehbaz) May 19, 2024 Þá gaf utanríkisráðuneyti Katar út yfirlýsingu þar sem öllum mögulegum stuðningi við björgunaraðgerðirnar er heitið. Yfirvöld í Rússlandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu hafa einnig boðið fram hjálparhönd. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur að auki gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að gervihnattakortlagning hafi verið virkt til að aðstoða við leitina. Upon Iranian request for assistance we are activating the 🇪🇺's @CopernicusEMS rapid response 📡 mapping service in view of to the helicopter accident reportedly carrying the President of #Iran and its foreign minister. #EUSolidarity— Janez Lenarčič (@JanezLenarcic) May 19, 2024
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent