Í framhaldi af viðtali við Helgu Þórisdóttur Kári Stefánsson skrifar 19. maí 2024 16:40 Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Í þetta skiptið gerði hún það í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar: Samkvæmt sóttvarnarlögum er það sóttvarnarlæknir sem ákveður til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisar og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi er það lögum samkvæmt sóttvanarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarðar hvað teljist sóttvarnarráðstöfun. Í miðri farsótt trompa sóttvarnarlögin persónuvendarlögin þegar ákvæði þeirra rekast á. Nú skulum við hins vegar að gamni okkar gera ráð fyrir að þessi umdeildi árekstur hafi átt sér stað á öðrum tíma þegar engin farsótt geisaði. Deilan var um það hvort sú vinna sem Íslensk erfðagreining innti af höndum hafi verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki er það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn þegar það eru skiptar skoðanir á því.Þess vegna leit það út í okkar augum hjá Íslenskri erfðagreiningu að ákvörðun Persónuverndar stæðist ekki lög. Þar af leiðandi kærðum við þessa ákvörðun og héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og við og hnekkti ákvörðuninni. Þegar við horfum til hlutverks forsætisráðherra í þessu máli þá stóð hún frammi fyrir því að styðja annað hvort ákvörðun Persónuverndar sem héraðsdómur er búinn að segja okkur að standist ekki lög eða sóttvarnarlækni sem var að leiða, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, baráttuna við farsóttina. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hafði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til og var því ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar af leiðandi var stuðningur Katrínar við sóttvanarlækni sjálfsagður og í samræmi við mat ríkisstjórnar á hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Forsetakosningar 2024 Kári Stefánsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Í þetta skiptið gerði hún það í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar: Samkvæmt sóttvarnarlögum er það sóttvarnarlæknir sem ákveður til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisar og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi er það lögum samkvæmt sóttvanarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarðar hvað teljist sóttvarnarráðstöfun. Í miðri farsótt trompa sóttvarnarlögin persónuvendarlögin þegar ákvæði þeirra rekast á. Nú skulum við hins vegar að gamni okkar gera ráð fyrir að þessi umdeildi árekstur hafi átt sér stað á öðrum tíma þegar engin farsótt geisaði. Deilan var um það hvort sú vinna sem Íslensk erfðagreining innti af höndum hafi verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki er það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn þegar það eru skiptar skoðanir á því.Þess vegna leit það út í okkar augum hjá Íslenskri erfðagreiningu að ákvörðun Persónuverndar stæðist ekki lög. Þar af leiðandi kærðum við þessa ákvörðun og héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og við og hnekkti ákvörðuninni. Þegar við horfum til hlutverks forsætisráðherra í þessu máli þá stóð hún frammi fyrir því að styðja annað hvort ákvörðun Persónuverndar sem héraðsdómur er búinn að segja okkur að standist ekki lög eða sóttvarnarlækni sem var að leiða, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, baráttuna við farsóttina. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hafði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til og var því ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar af leiðandi var stuðningur Katrínar við sóttvanarlækni sjálfsagður og í samræmi við mat ríkisstjórnar á hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri íslenskrar erfðagreiningar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar