Usyk vann bardagann gegn Fury á stigum. Úkraínumaðurinn fékk samtals 342 stig en Englendingurinn 339.
Fury gaf lítið fyrir niðurstöðu dómaranna og sagðist hafa unnið bardagann. Hann telur að Usyk hafi fengið nokkur samúðarprik vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
„Hann vann nokkrar lotur en ég vann meirihlutann. Landið hans er í stríði og fólk tekur sér stöðu með landi í stríði. Ég vann þennan bardaga. Það er alveg á hreinu,“ sagði Fury ósáttur.
„Þetta er ein af heimskulegustu ákvörðunum í boxsögunni. Ég sný aftur,“ bætti sá enski við.
Fury hefur nú unnið 34 af 36 bardögum sínum á atvinnumannaferlinum, gert eitt jafntefli og tapað einum.
Búist er við því að þeir Usyk bætist aftur seinna á þessu ári.