Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2024 09:42 Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal er klínískur næringarfræðingur og starfar hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi. Vísir/Einar Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. Íslendingum sem taka inn lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy hefur fjölgað um rúm sextíu prósent síðustu sextán mánuði. Sérfræðilæknir í meðferð offitu sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að lyfin væru kærkomin meðferð við sjúkdómnum offitu og henti mjög mörgum Íslendingum. Þá lýsa notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við flestir jákvæðri reynslu og litlum aukaverkunum af þeim. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, klínískur næringarfræðingur hjá Heilsugæslunni í Urðarhvarfi, segir hins vegar alls ekki alla svo heppna. Hún telur að um helmingur skjólstæðinga hennar sé á einhverjum áðurgreindra lyfja. „Það eru nokkrir sem hafa þurft að hætta [á lyfjunum] út af aukaverkunum, ýmsum aukaverkunum. Sumir hafa verið með endalaus uppköst eða endalausan niðurgang og rosalegt lystarleysi. Sumir hafa upplifað það að fá garnalömun, það er náttúrulega hættulegt og þeir þurfa þá að leggjast inn á spítala og eru þá tekin af lyfinu. Eitthvað er um brisbólgu og svoleiðis lika en það er ekki mikið sem maður sér kannski innan heilsugæslunnar.“ Áhyggjur út frá næringarfræðinni Berglind tekur sérstaklega fram að Ozempic til að mynda sé ágætt sykursýkislyf. En hún hefur áhyggjur af aukinni notkun lyfjanna til þyngdartaps, út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. „Þetta er lyf sem hægir á magatæmingu og minnkar fæðuinntekt og oft eru þau sem sækjast eftir því að léttast einnig fólk sem hefur farið í allskonar megranir og átök áður. Og er þegar að skerða við sig fæðuinntekt af því að það vill reyna að líta út eins og samfélagið segir að það eigi að líta út.“ Berglind segir erfitt að svara því hvort henni þyki íslenskir læknar skrifa of títt upp á lyfin. „Ég held bara að það sé gríðarleg pressa á lækna frá skjólstæðingum að fara á þessi lyf. Og þeir eru klárlega læknar af því þeir vilja gera það besta fyrir fólkið sitt.“ Þá er áherslan á holdafar þegar kemur að heilsu fólks almennt of mikil, að mati Berglindar. „Þannig að ef fókusinn væri ekki svona mikið á þyngd heldur á heilsueflandi venjur sem er auðvelt að breyta, þá myndi þetta kannski ekki vera svona mikið í gangi eins og raunin er.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10 Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Fleiri fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Sjá meira
Íslendingum sem taka inn lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy hefur fjölgað um rúm sextíu prósent síðustu sextán mánuði. Sérfræðilæknir í meðferð offitu sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að lyfin væru kærkomin meðferð við sjúkdómnum offitu og henti mjög mörgum Íslendingum. Þá lýsa notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við flestir jákvæðri reynslu og litlum aukaverkunum af þeim. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, klínískur næringarfræðingur hjá Heilsugæslunni í Urðarhvarfi, segir hins vegar alls ekki alla svo heppna. Hún telur að um helmingur skjólstæðinga hennar sé á einhverjum áðurgreindra lyfja. „Það eru nokkrir sem hafa þurft að hætta [á lyfjunum] út af aukaverkunum, ýmsum aukaverkunum. Sumir hafa verið með endalaus uppköst eða endalausan niðurgang og rosalegt lystarleysi. Sumir hafa upplifað það að fá garnalömun, það er náttúrulega hættulegt og þeir þurfa þá að leggjast inn á spítala og eru þá tekin af lyfinu. Eitthvað er um brisbólgu og svoleiðis lika en það er ekki mikið sem maður sér kannski innan heilsugæslunnar.“ Áhyggjur út frá næringarfræðinni Berglind tekur sérstaklega fram að Ozempic til að mynda sé ágætt sykursýkislyf. En hún hefur áhyggjur af aukinni notkun lyfjanna til þyngdartaps, út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. „Þetta er lyf sem hægir á magatæmingu og minnkar fæðuinntekt og oft eru þau sem sækjast eftir því að léttast einnig fólk sem hefur farið í allskonar megranir og átök áður. Og er þegar að skerða við sig fæðuinntekt af því að það vill reyna að líta út eins og samfélagið segir að það eigi að líta út.“ Berglind segir erfitt að svara því hvort henni þyki íslenskir læknar skrifa of títt upp á lyfin. „Ég held bara að það sé gríðarleg pressa á lækna frá skjólstæðingum að fara á þessi lyf. Og þeir eru klárlega læknar af því þeir vilja gera það besta fyrir fólkið sitt.“ Þá er áherslan á holdafar þegar kemur að heilsu fólks almennt of mikil, að mati Berglindar. „Þannig að ef fókusinn væri ekki svona mikið á þyngd heldur á heilsueflandi venjur sem er auðvelt að breyta, þá myndi þetta kannski ekki vera svona mikið í gangi eins og raunin er.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10 Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Fleiri fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Sjá meira
Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06