Jóhann: Brotnuðum auðveldlega Árni Jóhannsson skrifar 17. maí 2024 22:14 Ólafru Ólafsson steinhissa. Mögulega á frammistöðu sinna manna Vísir / Anton Brink Þjálfari Grindvíkinga þótti sínir menn slakir og var það varnarfærslurnar sem voru ekki góðar þegar hans menn lutu í gras fyrir Val í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 89-79 og Grindvíkingar þurfa að kvitta fyrir frammistöðuna í næsta leik. „Við vorum slakir í þriðja leikhluta“, var stutta svarið þegar Jóhann Þór Ólafsson var spurður að því hvað útskýrði það að hans menn fengu á baukinn í N1 höllinni í kvöld. „Við gáfum þessu séns í fjórða en varnarfærslur og holningin á okkur í seinni hálfleik var bara ekki nógu góð. Á móti svona góðu liði eins og Val þá er þetta niðurstaðan þegar svo er. Það er allavega svona í fljótu bragði.“ Staðan var 37-37 í hálfleik. Fannst Jóhanni spilamennskan gefa það til kynna að þessi þriðji leikhluti væri á leiðinni? „Við töluðum um það í hálfleik að mér fannst það gegnum gangandi að við gáfum varnarplaninu okkar aldrei séns. Ég er mjög svekktur með það. Einnig það hvernig við brotnum við þetta litla mótlæti sem við lendum í í byrjun seinni hálfleiks. Það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Hvað útskýrir það að þeir brotna svona auðveldlega? „Bara ef ég vissi það. Við förum yfir þetta og þetta er bara leikur eitt. Við þurfum að finna lausnir og mætum klárir á mánudaginn og verjum heimavöllinn.“ Kristinn Pálsson setti niður fjóra þrista í upphafi seinni hálfleiks. Fannst Jóhanns sniðugt að skilja hann eftir opinn eða var þetta dæmi um lélega vörn? „Hvað á ég að segja Andri? Þetta er ábyggilega lélegasta spurning sem þú hefur komið með frá því að þú byrjaðir að taka viðtöl við mig. Þetta var slök vörn, við vorum að færa vitlaust og þetta var lélegt af okkar hálfu.“ „Þeir voru bara grimmari en við í öllu sem þeir voru að gera. Svo vorum við að klikka á fleiri skotum en þeir“, sagði Jóhann þegar hann var spurður út í það afhverju hans menn töpuðu frákastabaráttunni 49-31. Það fór ekki bara líkamleg orka í einvígið á móti Keflavík heldur var andlega orkan sem fór í það einvígi mikil. Hafði það áhrif í dag? „Nei alls ekki. Við vorum ferskir og komum inn í þetta flottir. Við brotnuðum bara auðveldlega eins og ég sagði áðan.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
„Við vorum slakir í þriðja leikhluta“, var stutta svarið þegar Jóhann Þór Ólafsson var spurður að því hvað útskýrði það að hans menn fengu á baukinn í N1 höllinni í kvöld. „Við gáfum þessu séns í fjórða en varnarfærslur og holningin á okkur í seinni hálfleik var bara ekki nógu góð. Á móti svona góðu liði eins og Val þá er þetta niðurstaðan þegar svo er. Það er allavega svona í fljótu bragði.“ Staðan var 37-37 í hálfleik. Fannst Jóhanni spilamennskan gefa það til kynna að þessi þriðji leikhluti væri á leiðinni? „Við töluðum um það í hálfleik að mér fannst það gegnum gangandi að við gáfum varnarplaninu okkar aldrei séns. Ég er mjög svekktur með það. Einnig það hvernig við brotnum við þetta litla mótlæti sem við lendum í í byrjun seinni hálfleiks. Það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Hvað útskýrir það að þeir brotna svona auðveldlega? „Bara ef ég vissi það. Við förum yfir þetta og þetta er bara leikur eitt. Við þurfum að finna lausnir og mætum klárir á mánudaginn og verjum heimavöllinn.“ Kristinn Pálsson setti niður fjóra þrista í upphafi seinni hálfleiks. Fannst Jóhanns sniðugt að skilja hann eftir opinn eða var þetta dæmi um lélega vörn? „Hvað á ég að segja Andri? Þetta er ábyggilega lélegasta spurning sem þú hefur komið með frá því að þú byrjaðir að taka viðtöl við mig. Þetta var slök vörn, við vorum að færa vitlaust og þetta var lélegt af okkar hálfu.“ „Þeir voru bara grimmari en við í öllu sem þeir voru að gera. Svo vorum við að klikka á fleiri skotum en þeir“, sagði Jóhann þegar hann var spurður út í það afhverju hans menn töpuðu frákastabaráttunni 49-31. Það fór ekki bara líkamleg orka í einvígið á móti Keflavík heldur var andlega orkan sem fór í það einvígi mikil. Hafði það áhrif í dag? „Nei alls ekki. Við vorum ferskir og komum inn í þetta flottir. Við brotnuðum bara auðveldlega eins og ég sagði áðan.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli