Látin móðir ekki dæmd í tugmilljóna lyfjasölumáli sonarins Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 16:22 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm yfir karlmanni í dag sem varðar fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot og peningaþvætti. Móðir hans hafði verið sakfelld í héraði í málinu en lést á síðasta ári. Landsréttur vísaði sakargiftum hennar frá dómi. Jónas James Norris, sonurinn, hlaut tveggja ára fangelsisdóm, sem var það sama og hann fékk í héraði. Hann var meðal annars sakfelldur sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að afla sér rúmlega 84 milljóna króna með sölu og dreifingu lyfja. Þrátt fyrir staðfestinguna á refsingunni vísaði Landsréttur ákveðnum hluta málsins frá dómi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir héraði. Móðirin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í héraði, en líkt og áður segir staðfesti Landsréttur það ekki og vísaði málinu frá. Ákæran á hendur henni var einungis fyrir peningaþvætti, en henni var gefið að sök að taka við og nýta ávinning af brotum sonar síns sem hljóða upp á tæplega 24 milljónir króna. Tveir aðrir sakborningar voru í málinu, meðal annars kærasta Jónasar, en þeir voru báðir sýknaðir í héraði og Landsréttur tók þátt þeirra ekki fyrir. Lyf innan um DVD-diska Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var rannsókn málsins lýst. Í febrúar 2018 var Jónas handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu á læknalyfjum, en lögreglan hafði fengið tilkynningar um að hann væri að selja fólki með fíknivanda lyfseðilsskyld lyf. Í kjölfar handtökunnar var húsleit gerð heimili hans en þar fundust lyf í smelluláspokum. Einhver þeirra voru falin í skenk og önnur milli DVD-diska. Jónas sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann væri ekki að selja umrædd lyf og að hann hefði aldrei gert slíkt. Hann sagðist þó eiga lyfin, nota þau sjálfur og hafa keypt þau á svarta markaðinum. Í október sama ár var Jónas aftur handtekinn og lögreglan gerði aftur leit á heimili og í bíl hans. Og þá fannst hann með enn fleiri efni í mars 2019. Hann var ákærður fyrir vörslu á ýmsum lyfjum, en þau voru: Fimmtíu töflur af gerðinni mogadon, hundrað af Lexotan, 45 af Rítalín Uno, 154 Rítalín, 37 Contalgin, og fjórtán OxyContin. Þar að auki fundust ýmsir munir sem þóttu brjóta í bága við vopnalög, en þar má nefna raflostbyssu, 1016 stykki af skotfærum og tvo óskráða hljóðdeyfa. Landsréttur vísaði ákveðnum hluta ákærunnar sem varðaði sölu hans lyfseðilsskyldum lyfjum frá dómi vegna óskýrleika. Ekki í samræmi við gögn málsins Við rannsókn málsins fór lögregla að skoða fjármál Jónasar, móður hans, og hinna sakborninganna, en líkt og áður segir varðaði stór hluti málsins peningaþvætti. Fyrir dómi neituðu mæðginin bæði sök, en héraðsdómur mat framburð hans, hvað varðaði umfang lyfjasölunnar, í engu samræmi við gögn málsins. Þá þóttu svör móðurinnar til þess fallin að vekja efasemdir um að hún hefði nægilega góða yfirsýn yfir bankafærslur hennar. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Jónas eigi 22 refsidóma á bakinu sem nái aftur til ársins 1980. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferilsins, og að einbeitts ásetnings hans. Jafnframt var litið til þess að brot hans náðu yfir langt tímabil og að fjárhæðirnar í málinu hafi verið verulega háar. Fréttin hefur verið uppfærð, en í upprunalegri útgáfu kom ekki fram að móðirin væri látin. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Jónas James Norris, sonurinn, hlaut tveggja ára fangelsisdóm, sem var það sama og hann fékk í héraði. Hann var meðal annars sakfelldur sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að afla sér rúmlega 84 milljóna króna með sölu og dreifingu lyfja. Þrátt fyrir staðfestinguna á refsingunni vísaði Landsréttur ákveðnum hluta málsins frá dómi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir héraði. Móðirin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í héraði, en líkt og áður segir staðfesti Landsréttur það ekki og vísaði málinu frá. Ákæran á hendur henni var einungis fyrir peningaþvætti, en henni var gefið að sök að taka við og nýta ávinning af brotum sonar síns sem hljóða upp á tæplega 24 milljónir króna. Tveir aðrir sakborningar voru í málinu, meðal annars kærasta Jónasar, en þeir voru báðir sýknaðir í héraði og Landsréttur tók þátt þeirra ekki fyrir. Lyf innan um DVD-diska Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var rannsókn málsins lýst. Í febrúar 2018 var Jónas handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu á læknalyfjum, en lögreglan hafði fengið tilkynningar um að hann væri að selja fólki með fíknivanda lyfseðilsskyld lyf. Í kjölfar handtökunnar var húsleit gerð heimili hans en þar fundust lyf í smelluláspokum. Einhver þeirra voru falin í skenk og önnur milli DVD-diska. Jónas sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann væri ekki að selja umrædd lyf og að hann hefði aldrei gert slíkt. Hann sagðist þó eiga lyfin, nota þau sjálfur og hafa keypt þau á svarta markaðinum. Í október sama ár var Jónas aftur handtekinn og lögreglan gerði aftur leit á heimili og í bíl hans. Og þá fannst hann með enn fleiri efni í mars 2019. Hann var ákærður fyrir vörslu á ýmsum lyfjum, en þau voru: Fimmtíu töflur af gerðinni mogadon, hundrað af Lexotan, 45 af Rítalín Uno, 154 Rítalín, 37 Contalgin, og fjórtán OxyContin. Þar að auki fundust ýmsir munir sem þóttu brjóta í bága við vopnalög, en þar má nefna raflostbyssu, 1016 stykki af skotfærum og tvo óskráða hljóðdeyfa. Landsréttur vísaði ákveðnum hluta ákærunnar sem varðaði sölu hans lyfseðilsskyldum lyfjum frá dómi vegna óskýrleika. Ekki í samræmi við gögn málsins Við rannsókn málsins fór lögregla að skoða fjármál Jónasar, móður hans, og hinna sakborninganna, en líkt og áður segir varðaði stór hluti málsins peningaþvætti. Fyrir dómi neituðu mæðginin bæði sök, en héraðsdómur mat framburð hans, hvað varðaði umfang lyfjasölunnar, í engu samræmi við gögn málsins. Þá þóttu svör móðurinnar til þess fallin að vekja efasemdir um að hún hefði nægilega góða yfirsýn yfir bankafærslur hennar. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Jónas eigi 22 refsidóma á bakinu sem nái aftur til ársins 1980. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferilsins, og að einbeitts ásetnings hans. Jafnframt var litið til þess að brot hans náðu yfir langt tímabil og að fjárhæðirnar í málinu hafi verið verulega háar. Fréttin hefur verið uppfærð, en í upprunalegri útgáfu kom ekki fram að móðirin væri látin.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira