Látin móðir ekki dæmd í tugmilljóna lyfjasölumáli sonarins Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 16:22 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm yfir karlmanni í dag sem varðar fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot og peningaþvætti. Móðir hans hafði verið sakfelld í héraði í málinu en lést á síðasta ári. Landsréttur vísaði sakargiftum hennar frá dómi. Jónas James Norris, sonurinn, hlaut tveggja ára fangelsisdóm, sem var það sama og hann fékk í héraði. Hann var meðal annars sakfelldur sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að afla sér rúmlega 84 milljóna króna með sölu og dreifingu lyfja. Þrátt fyrir staðfestinguna á refsingunni vísaði Landsréttur ákveðnum hluta málsins frá dómi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir héraði. Móðirin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í héraði, en líkt og áður segir staðfesti Landsréttur það ekki og vísaði málinu frá. Ákæran á hendur henni var einungis fyrir peningaþvætti, en henni var gefið að sök að taka við og nýta ávinning af brotum sonar síns sem hljóða upp á tæplega 24 milljónir króna. Tveir aðrir sakborningar voru í málinu, meðal annars kærasta Jónasar, en þeir voru báðir sýknaðir í héraði og Landsréttur tók þátt þeirra ekki fyrir. Lyf innan um DVD-diska Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var rannsókn málsins lýst. Í febrúar 2018 var Jónas handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu á læknalyfjum, en lögreglan hafði fengið tilkynningar um að hann væri að selja fólki með fíknivanda lyfseðilsskyld lyf. Í kjölfar handtökunnar var húsleit gerð heimili hans en þar fundust lyf í smelluláspokum. Einhver þeirra voru falin í skenk og önnur milli DVD-diska. Jónas sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann væri ekki að selja umrædd lyf og að hann hefði aldrei gert slíkt. Hann sagðist þó eiga lyfin, nota þau sjálfur og hafa keypt þau á svarta markaðinum. Í október sama ár var Jónas aftur handtekinn og lögreglan gerði aftur leit á heimili og í bíl hans. Og þá fannst hann með enn fleiri efni í mars 2019. Hann var ákærður fyrir vörslu á ýmsum lyfjum, en þau voru: Fimmtíu töflur af gerðinni mogadon, hundrað af Lexotan, 45 af Rítalín Uno, 154 Rítalín, 37 Contalgin, og fjórtán OxyContin. Þar að auki fundust ýmsir munir sem þóttu brjóta í bága við vopnalög, en þar má nefna raflostbyssu, 1016 stykki af skotfærum og tvo óskráða hljóðdeyfa. Landsréttur vísaði ákveðnum hluta ákærunnar sem varðaði sölu hans lyfseðilsskyldum lyfjum frá dómi vegna óskýrleika. Ekki í samræmi við gögn málsins Við rannsókn málsins fór lögregla að skoða fjármál Jónasar, móður hans, og hinna sakborninganna, en líkt og áður segir varðaði stór hluti málsins peningaþvætti. Fyrir dómi neituðu mæðginin bæði sök, en héraðsdómur mat framburð hans, hvað varðaði umfang lyfjasölunnar, í engu samræmi við gögn málsins. Þá þóttu svör móðurinnar til þess fallin að vekja efasemdir um að hún hefði nægilega góða yfirsýn yfir bankafærslur hennar. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Jónas eigi 22 refsidóma á bakinu sem nái aftur til ársins 1980. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferilsins, og að einbeitts ásetnings hans. Jafnframt var litið til þess að brot hans náðu yfir langt tímabil og að fjárhæðirnar í málinu hafi verið verulega háar. Fréttin hefur verið uppfærð, en í upprunalegri útgáfu kom ekki fram að móðirin væri látin. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Jónas James Norris, sonurinn, hlaut tveggja ára fangelsisdóm, sem var það sama og hann fékk í héraði. Hann var meðal annars sakfelldur sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að afla sér rúmlega 84 milljóna króna með sölu og dreifingu lyfja. Þrátt fyrir staðfestinguna á refsingunni vísaði Landsréttur ákveðnum hluta málsins frá dómi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir héraði. Móðirin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í héraði, en líkt og áður segir staðfesti Landsréttur það ekki og vísaði málinu frá. Ákæran á hendur henni var einungis fyrir peningaþvætti, en henni var gefið að sök að taka við og nýta ávinning af brotum sonar síns sem hljóða upp á tæplega 24 milljónir króna. Tveir aðrir sakborningar voru í málinu, meðal annars kærasta Jónasar, en þeir voru báðir sýknaðir í héraði og Landsréttur tók þátt þeirra ekki fyrir. Lyf innan um DVD-diska Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var rannsókn málsins lýst. Í febrúar 2018 var Jónas handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu á læknalyfjum, en lögreglan hafði fengið tilkynningar um að hann væri að selja fólki með fíknivanda lyfseðilsskyld lyf. Í kjölfar handtökunnar var húsleit gerð heimili hans en þar fundust lyf í smelluláspokum. Einhver þeirra voru falin í skenk og önnur milli DVD-diska. Jónas sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann væri ekki að selja umrædd lyf og að hann hefði aldrei gert slíkt. Hann sagðist þó eiga lyfin, nota þau sjálfur og hafa keypt þau á svarta markaðinum. Í október sama ár var Jónas aftur handtekinn og lögreglan gerði aftur leit á heimili og í bíl hans. Og þá fannst hann með enn fleiri efni í mars 2019. Hann var ákærður fyrir vörslu á ýmsum lyfjum, en þau voru: Fimmtíu töflur af gerðinni mogadon, hundrað af Lexotan, 45 af Rítalín Uno, 154 Rítalín, 37 Contalgin, og fjórtán OxyContin. Þar að auki fundust ýmsir munir sem þóttu brjóta í bága við vopnalög, en þar má nefna raflostbyssu, 1016 stykki af skotfærum og tvo óskráða hljóðdeyfa. Landsréttur vísaði ákveðnum hluta ákærunnar sem varðaði sölu hans lyfseðilsskyldum lyfjum frá dómi vegna óskýrleika. Ekki í samræmi við gögn málsins Við rannsókn málsins fór lögregla að skoða fjármál Jónasar, móður hans, og hinna sakborninganna, en líkt og áður segir varðaði stór hluti málsins peningaþvætti. Fyrir dómi neituðu mæðginin bæði sök, en héraðsdómur mat framburð hans, hvað varðaði umfang lyfjasölunnar, í engu samræmi við gögn málsins. Þá þóttu svör móðurinnar til þess fallin að vekja efasemdir um að hún hefði nægilega góða yfirsýn yfir bankafærslur hennar. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Jónas eigi 22 refsidóma á bakinu sem nái aftur til ársins 1980. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferilsins, og að einbeitts ásetnings hans. Jafnframt var litið til þess að brot hans náðu yfir langt tímabil og að fjárhæðirnar í málinu hafi verið verulega háar. Fréttin hefur verið uppfærð, en í upprunalegri útgáfu kom ekki fram að móðirin væri látin.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent