Hafa íslensk fjarskiptafélög málað sig út í horn? Aron Heiðar Steinsson skrifar 17. maí 2024 08:31 Nýlega hafa íslensk fjarskiptafélög á opnum markaði gefið út árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. Öll félögin eiga það sameiginlegt að takast á við lækkun hagnaðar samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023. Á íslenskum fjarskiptamarkaði hefur ríkt mikil samkeppni í gegnum tíðina og hefur verðlag á fjarskiptaþjónustu hérlendis oft verið lágt samanborið við önnur lönd. Síðastliðin ár hafa fjarskiptafélögin farið í umfangsmiklar fjárfestingar á 5G fjarskiptabúnaði sem býður upp á aukinn hraða og minni tafir í samskiptum á farnetinu, vænta má að þessar fjárfestingar eigi sinn hlut í auknumrekstarkostnaði sem félögin bera fyrir sig sem orsök lækkunar á hagnaði milli ársfjorðunga. Nova leiddi þessa 5G vegferð og var fyrsta fjarskiptafélagið til að koma upp 5G kerfi á Íslandi, og má segja að Nova hafi verið brautryðjandi hérlendis í þessari byltingu. Síðan 5G var fyrst sett á laggir hafa farsímafélögin strögglað við að innheimta rekstrartekjur af tækninni, enda bjóða öll félögin upp á ótakmarkað gagnamagn hérlendis fyrir fast verð og hafa ekki tekið upp þekkt viðskiptamódel erlendra fjarskiptafélaga, þar sem rukkað er eftir hraða á farnetinu. Fjarskiptafyrirtæki sem rukka viðskiptavini fyrir mismunandi hraða (Mbps) á farsímanetinu hafa tilhneigingu til að standa sig betur fjárhagslega, samanborið við þau sem gera það ekki. Þetta verðlagningarlíkan gerir fyrirtækjum kleift að hámarka tekjur með því að sinna mismunandi viðskiptavinahópum, sem hafa ólíkar þarfir og greiðsluvilja þegar kemur að þeim hraða og gagnamagni sem þeir nýta. Til dæmis um slíkt líkan má nefna T-Mobile, sem hefur boðið mismunandi verðlagningu byggða á hraða og þjónustugæðum til viðskiptavina, sem hefur styrkt fjárhagslega stöðu þess í samanburði við önnur fjarskiptafélög sem ekki hafa fylgt slíku verðlagslíkani. T-Mobile er stöðugt á undan keppinautum hvað varðar 5G niðurhals- og upphalshraða, sem hefur skilað sér í aukinni viðskiptavinánægju og tryggð, sem hefur borið með sér aukna arðbærni. (Opensignal) (Deloitte United States). Auk þess geta fyrirtæki sem innleiða áðurnefndar verðlagningarstefnur betur stjórnað netumferð og aðföngum, með því að bjóða aukinn hraða fyrir viðskiptavini sem greiða hærra verð viðhalda háu þjónustustigi fyrir alla viðskiptavini. Þessi stefnumarkandi aðgreining gerir þeim kleift að hámarka nýtingu innviða og auka meðaltekjur á hvern notanda (ARPU), sem hefur jákvæð áhrif á fjárhagslega heilsu þessara fyrirtækja (McKinsey & Company). Fjarskiptafélög sem ekki aðgreina verðlagningu byggða á hraða geta staðið frammi fyrir áskorunum við að hámarka tekjur sínar og stjórna netgetu, sem getur haft neikvæð áhrif á fjárhagslega frammistöðu þeirra. Þessi nálgun getur takmarkað getu þeirra til að fjárfesta í netbótum og nýsköpun, sem er lykilatriði á samkeppnisríkum markaði. Nú velti ég því fyrir mér, hafa íslensk fjarskiptafélög málað sig út í horn? Hvernig má það vera arðbært að fjárfesta stórum fjármunum í tækni sem veitir aukna þjónustu sem þú sem fjarskiptafélag tekur ekki með inn í tekjumódelið? Þegar allir landsmenn hafa ótakmarkað gagnamagn á föstu verði, er kakan þá ekki orðin eins stór og hún verður nema að fjölgun verði á landsmönnum eða viðskiptamönnum.? Hefðu fjarskiptafélögum ekki tekist að búa sér til auknar tekjur á síðastliðnum tveimur árum. með því að skipta um tekjumódel á 5G sem tekur mið af því þjónustustigi sem 5G tæknin er að veita notendum? Fjárhagsstaða íslenskra fjarskiptafyrirtækja hefur verið erfið undanfarið. Þau hafa upplifað samdrátt í hagnaði vegna aukinna fjárfestinga og samkeppni, sem hefur þrýst á verðlagningu og hagnýtni þjónustu þeirra. Ef þau gera ekkert til að aðlaga verðlagningarmódel sín að breyttum markaðsaðstæðum og nýta betur 5G tæknina, gætu þau staðið frammi fyrir ýmsum neikvæðum afleiðingum. Fyrst og fremst gætu tekjur og arðsemi haldið áfram að dala, þar sem þau missa af tækifærum til að auka tekjur með mismunandi verðlagningu þjónustustigs. Þetta gæti leitt til aukins rekstrarkostnaðar ogdræmri hagnaðar, sér í lagi þar sem þau hafa fjárfest mikið í nýrri tækni án samsvarandi tekjuaukningar. Auk þess gæti takmörkuð geta til nýsköpunar og þróunar hamlað getu þeirra til að viðhalda og uppfæra innviði, sem gæti leitt til þess að þau verða eftir á í samkeppninni og komi sér í tækniskuld. Versnandi þjónustugæði er önnur hugsanleg afleiðing, þar sem skortur á fjármagni til viðhalds og uppfærslu netkerfa gæti leitt til óánægju meðal viðskiptavina og viðskiptaflótta til annarra þjónustuaðila. Með tilkomu eSIM gæti aukin samkeppni frá erlendum aðilum haft neikvæð áhrif á íslensk fjarskiptafyrirtæki. Ef þau eru ekki samkeppnishæf geta þau átt það í hættu, að missa markaðshlutdeild til erlendra fyrirtækja á komandi árum sem bjóða sveigjanlegri verðlagningarlíkön og betri þjónustu. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa íslensk fjarskiptafélög á opnum markaði gefið út árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. Öll félögin eiga það sameiginlegt að takast á við lækkun hagnaðar samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023. Á íslenskum fjarskiptamarkaði hefur ríkt mikil samkeppni í gegnum tíðina og hefur verðlag á fjarskiptaþjónustu hérlendis oft verið lágt samanborið við önnur lönd. Síðastliðin ár hafa fjarskiptafélögin farið í umfangsmiklar fjárfestingar á 5G fjarskiptabúnaði sem býður upp á aukinn hraða og minni tafir í samskiptum á farnetinu, vænta má að þessar fjárfestingar eigi sinn hlut í auknumrekstarkostnaði sem félögin bera fyrir sig sem orsök lækkunar á hagnaði milli ársfjorðunga. Nova leiddi þessa 5G vegferð og var fyrsta fjarskiptafélagið til að koma upp 5G kerfi á Íslandi, og má segja að Nova hafi verið brautryðjandi hérlendis í þessari byltingu. Síðan 5G var fyrst sett á laggir hafa farsímafélögin strögglað við að innheimta rekstrartekjur af tækninni, enda bjóða öll félögin upp á ótakmarkað gagnamagn hérlendis fyrir fast verð og hafa ekki tekið upp þekkt viðskiptamódel erlendra fjarskiptafélaga, þar sem rukkað er eftir hraða á farnetinu. Fjarskiptafyrirtæki sem rukka viðskiptavini fyrir mismunandi hraða (Mbps) á farsímanetinu hafa tilhneigingu til að standa sig betur fjárhagslega, samanborið við þau sem gera það ekki. Þetta verðlagningarlíkan gerir fyrirtækjum kleift að hámarka tekjur með því að sinna mismunandi viðskiptavinahópum, sem hafa ólíkar þarfir og greiðsluvilja þegar kemur að þeim hraða og gagnamagni sem þeir nýta. Til dæmis um slíkt líkan má nefna T-Mobile, sem hefur boðið mismunandi verðlagningu byggða á hraða og þjónustugæðum til viðskiptavina, sem hefur styrkt fjárhagslega stöðu þess í samanburði við önnur fjarskiptafélög sem ekki hafa fylgt slíku verðlagslíkani. T-Mobile er stöðugt á undan keppinautum hvað varðar 5G niðurhals- og upphalshraða, sem hefur skilað sér í aukinni viðskiptavinánægju og tryggð, sem hefur borið með sér aukna arðbærni. (Opensignal) (Deloitte United States). Auk þess geta fyrirtæki sem innleiða áðurnefndar verðlagningarstefnur betur stjórnað netumferð og aðföngum, með því að bjóða aukinn hraða fyrir viðskiptavini sem greiða hærra verð viðhalda háu þjónustustigi fyrir alla viðskiptavini. Þessi stefnumarkandi aðgreining gerir þeim kleift að hámarka nýtingu innviða og auka meðaltekjur á hvern notanda (ARPU), sem hefur jákvæð áhrif á fjárhagslega heilsu þessara fyrirtækja (McKinsey & Company). Fjarskiptafélög sem ekki aðgreina verðlagningu byggða á hraða geta staðið frammi fyrir áskorunum við að hámarka tekjur sínar og stjórna netgetu, sem getur haft neikvæð áhrif á fjárhagslega frammistöðu þeirra. Þessi nálgun getur takmarkað getu þeirra til að fjárfesta í netbótum og nýsköpun, sem er lykilatriði á samkeppnisríkum markaði. Nú velti ég því fyrir mér, hafa íslensk fjarskiptafélög málað sig út í horn? Hvernig má það vera arðbært að fjárfesta stórum fjármunum í tækni sem veitir aukna þjónustu sem þú sem fjarskiptafélag tekur ekki með inn í tekjumódelið? Þegar allir landsmenn hafa ótakmarkað gagnamagn á föstu verði, er kakan þá ekki orðin eins stór og hún verður nema að fjölgun verði á landsmönnum eða viðskiptamönnum.? Hefðu fjarskiptafélögum ekki tekist að búa sér til auknar tekjur á síðastliðnum tveimur árum. með því að skipta um tekjumódel á 5G sem tekur mið af því þjónustustigi sem 5G tæknin er að veita notendum? Fjárhagsstaða íslenskra fjarskiptafyrirtækja hefur verið erfið undanfarið. Þau hafa upplifað samdrátt í hagnaði vegna aukinna fjárfestinga og samkeppni, sem hefur þrýst á verðlagningu og hagnýtni þjónustu þeirra. Ef þau gera ekkert til að aðlaga verðlagningarmódel sín að breyttum markaðsaðstæðum og nýta betur 5G tæknina, gætu þau staðið frammi fyrir ýmsum neikvæðum afleiðingum. Fyrst og fremst gætu tekjur og arðsemi haldið áfram að dala, þar sem þau missa af tækifærum til að auka tekjur með mismunandi verðlagningu þjónustustigs. Þetta gæti leitt til aukins rekstrarkostnaðar ogdræmri hagnaðar, sér í lagi þar sem þau hafa fjárfest mikið í nýrri tækni án samsvarandi tekjuaukningar. Auk þess gæti takmörkuð geta til nýsköpunar og þróunar hamlað getu þeirra til að viðhalda og uppfæra innviði, sem gæti leitt til þess að þau verða eftir á í samkeppninni og komi sér í tækniskuld. Versnandi þjónustugæði er önnur hugsanleg afleiðing, þar sem skortur á fjármagni til viðhalds og uppfærslu netkerfa gæti leitt til óánægju meðal viðskiptavina og viðskiptaflótta til annarra þjónustuaðila. Með tilkomu eSIM gæti aukin samkeppni frá erlendum aðilum haft neikvæð áhrif á íslensk fjarskiptafyrirtæki. Ef þau eru ekki samkeppnishæf geta þau átt það í hættu, að missa markaðshlutdeild til erlendra fyrirtækja á komandi árum sem bjóða sveigjanlegri verðlagningarlíkön og betri þjónustu. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun