Segir sjálfsvígin sárust Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. maí 2024 15:04 Baldur Þórhallsson er gestur Gunnars Inga í hlaðvarpsþættinum Lífið á biðlista. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Sárasta reynslan er af tveimur ungmennum, annars vegar systir barnsmóður minnar, Kristín Gerður Guðmundsdóttir, sem átti við mikinn fíkniefnavanda að etja, á sínum tíma, og alla þá drauga sem því fylgdu. Hún svipti sig lífi árið 2001, ung kona,“ segir Baldur. Kristín sem var systir barnsmóður hans átti við mikinn fíkniefnavanda að etja og endaði með því að taka sitt eigið líf 31 árs gömul. Kvikmyndin Lof mér að falla fjallar að hluta til um líf Kristínar sem byggðar er á dagbókarskrifum hennar. „Það tekur á að fylgjast með þeirri vanlíðan sem fylgir þessum fíkniefnavanda og líka hversu mikil áhrif það hefur á fjölskylduna, foreldra og alla aðstandendur og vini sem þykir vænt um einstaklinginn. Eins mikið gæfiblóð og góð manneskja sem Kristín var, gáfuð og öflug. Svo bara ræður fólk ekki við fíkniefnavandann, þó að það sé reynt að standa við bakið á fólki,“ segir Baldur. Baldur segir frá nýlegri reynslu þegar systursonur eiginmanns hans Felixar Bergssonar, Bergur Snær Sigurþóruson, sem einnig leiddist út í kannabisneyslu sem unglingur tók sitt eigið líf eftir erfiða lífsreynslu aðeins 19 ára gamall. Fljótlega eftir að andlát Berg Snæs stofnaði móðir hans Bergið Headspace, en það vinnur sérstaklega að því að hjálpa börnum og ungu fólki, frá 12 ára aldri og upp í 25 ára aldur, sem eru í vanda, hvort sem það er vegna fíknar eða annarra erfiðleika. Þáttinn í heild sinni má heyra finna í spilaranum hér að neðan: Fíkn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Sárasta reynslan er af tveimur ungmennum, annars vegar systir barnsmóður minnar, Kristín Gerður Guðmundsdóttir, sem átti við mikinn fíkniefnavanda að etja, á sínum tíma, og alla þá drauga sem því fylgdu. Hún svipti sig lífi árið 2001, ung kona,“ segir Baldur. Kristín sem var systir barnsmóður hans átti við mikinn fíkniefnavanda að etja og endaði með því að taka sitt eigið líf 31 árs gömul. Kvikmyndin Lof mér að falla fjallar að hluta til um líf Kristínar sem byggðar er á dagbókarskrifum hennar. „Það tekur á að fylgjast með þeirri vanlíðan sem fylgir þessum fíkniefnavanda og líka hversu mikil áhrif það hefur á fjölskylduna, foreldra og alla aðstandendur og vini sem þykir vænt um einstaklinginn. Eins mikið gæfiblóð og góð manneskja sem Kristín var, gáfuð og öflug. Svo bara ræður fólk ekki við fíkniefnavandann, þó að það sé reynt að standa við bakið á fólki,“ segir Baldur. Baldur segir frá nýlegri reynslu þegar systursonur eiginmanns hans Felixar Bergssonar, Bergur Snær Sigurþóruson, sem einnig leiddist út í kannabisneyslu sem unglingur tók sitt eigið líf eftir erfiða lífsreynslu aðeins 19 ára gamall. Fljótlega eftir að andlát Berg Snæs stofnaði móðir hans Bergið Headspace, en það vinnur sérstaklega að því að hjálpa börnum og ungu fólki, frá 12 ára aldri og upp í 25 ára aldur, sem eru í vanda, hvort sem það er vegna fíknar eða annarra erfiðleika. Þáttinn í heild sinni má heyra finna í spilaranum hér að neðan:
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Fíkn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira