Í dag er dagur líffjölbreytileika Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 22. maí 2024 08:00 Til hamingju með daginn! Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé horft til fjölda tegunda en ríkt þegar að við horfum á breytileika vistkerfa. Það ríkidæmi ber að vernda. Helstu ógnir við líffjölbreytileika eru eyðing og breyting búsvæða, ágengar tegundir, ofnýting auðlinda, mengun og loftslagsbreytingar. Aichi-markmiðunum sem voru sett fram 2010 var ætlað að vera rammi utan um starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffjölbreytileika. Aichi-markmiðin náðust ekki og árangurinn er metinn slakur. Í skýrslu milliríkjanefndar um líffjölbreytileika (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, IPBES) frá 2019 kemur meðal annars fram að hlutfalls villtra tegunda hefur minnkað, tegundum í útrýmingarhættu fjölgað, samdráttur orðið í lífmassa og vistkerfi hnignað. Þessari neikvæðu vegferð er gefinn lítill gaumur þó á tyllidögum sé talað um mikilvægi líffjölbreytileika enda stóla samfélög fólks og þar með hagkerfin á þjónustu vistkerfa. Nú á áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt er tilvalið að nýta tækifæri til að snúa blaðinu við og setja þessa mikilvægu auðlind í forgang. Vitundarvakning um líffjölbreytileika á Íslandi, (Biological Diversity of Iceland, BIODICE) er til fyrirmyndar en meira þarf ef duga skal. Stofnun líffjölbreytileikaráðs væri tilvalin afmælisgjöf til þjóðarinnar. Líffjölbreytileikaráð sem væri sjálfstætt starfandi og hvers hlutverk væri að hlúa sérstaklega að líffjölbreytileika og endurheimt. Ráðinu bæri að veita stjórnvöldum sérstaka ráðgjöf, sjá um fræðslu, hlúa að markmiðum og eftirfylgni sem og að tryggja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar. Í dag er tyllidagur líffjölbreytileika, með stofnum líffjölbreytileikaráðs eru meiri líkur á að allir dagar verðir tyllidagar. Höfundar eru: Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé horft til fjölda tegunda en ríkt þegar að við horfum á breytileika vistkerfa. Það ríkidæmi ber að vernda. Helstu ógnir við líffjölbreytileika eru eyðing og breyting búsvæða, ágengar tegundir, ofnýting auðlinda, mengun og loftslagsbreytingar. Aichi-markmiðunum sem voru sett fram 2010 var ætlað að vera rammi utan um starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffjölbreytileika. Aichi-markmiðin náðust ekki og árangurinn er metinn slakur. Í skýrslu milliríkjanefndar um líffjölbreytileika (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, IPBES) frá 2019 kemur meðal annars fram að hlutfalls villtra tegunda hefur minnkað, tegundum í útrýmingarhættu fjölgað, samdráttur orðið í lífmassa og vistkerfi hnignað. Þessari neikvæðu vegferð er gefinn lítill gaumur þó á tyllidögum sé talað um mikilvægi líffjölbreytileika enda stóla samfélög fólks og þar með hagkerfin á þjónustu vistkerfa. Nú á áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt er tilvalið að nýta tækifæri til að snúa blaðinu við og setja þessa mikilvægu auðlind í forgang. Vitundarvakning um líffjölbreytileika á Íslandi, (Biological Diversity of Iceland, BIODICE) er til fyrirmyndar en meira þarf ef duga skal. Stofnun líffjölbreytileikaráðs væri tilvalin afmælisgjöf til þjóðarinnar. Líffjölbreytileikaráð sem væri sjálfstætt starfandi og hvers hlutverk væri að hlúa sérstaklega að líffjölbreytileika og endurheimt. Ráðinu bæri að veita stjórnvöldum sérstaka ráðgjöf, sjá um fræðslu, hlúa að markmiðum og eftirfylgni sem og að tryggja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar. Í dag er tyllidagur líffjölbreytileika, með stofnum líffjölbreytileikaráðs eru meiri líkur á að allir dagar verðir tyllidagar. Höfundar eru: Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar