Hjarta umhverfismála Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 16. maí 2024 08:31 Um aldamótin síðustu hóf ég meistaranám í umhverfisfæði við Háskóla Íslands. Umhverfisverndin var þá hálfgert jaðarsport sem ekki öllum þótti fínt að stunda. Fólk setti upp spurnarsvip er ég sagði því hvað ég væri að læra og sum hváðu og spurðu hvort ég væri að læra umferðarfræði. Á þessum tíma var við ramman reip að draga er reynt var að halda mikilvægi náttúruverndar, verndar gegn loftslagsbreytingum og sjálfbærni á lofti, enda lítil þekking meðal almennings á málefninu og lítill vilji meðal stjórnvalda. Það var þó í einu horni stjórnmálanna sem menn þekktu og skyldu mikilvægi umhverfismálanna. Það var í Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hreyfingin var stofnuð um aldamótin síðustu og var algjörlega á undan sinni samtíð hvað málefnið varðar, eða kannski aðrir á eftir sinni samtíð. Í VG sló hjarta umhverfismálanna. Það er ánægjulegt að sjá að nú er umræða um umhverfismál orðin hluti af allri umræðu og samofin flestum áætlunum og verkum. Það er ekki síst að þakka elju þeirra sem hafa haldið málefninu á lofti allan þennan tíma. Katrín Jakopsdóttir hefur þar verið í broddi fylkingar. Hún var Menntamálaráðherrra þegar sjálfbærni var sett í aðalnámskrá sem einn grunnþáttur menntunar og sá þáttur sem samofinn skyldi öllu skólastarfi. Hún hefur verið forsætisráðherra á erfiðum tímum, en komið á fót mörgum verkefnum, meðal annars verkefninu sjálfbært Ísland. Engri treysti ég betur til að vera sameiningarafl íslensku þjóðarinnar í öllu því sem þjóðin á eftir að takast á við en Katrínu. Það mun hún gera á sinn einstaka, jákvæða og látlausa hátt. Engri treysti ég betur til að standa vörð um sjálfbært Ísland. Katrín hefur þekkinguna, reynsluna, viljann og getuna. Að auki hefur hún einstakt vald á íslenskri tungu og fjölmörgum öðrum tungumálum. Kjósum Katrínu sem forseta Íslands þann 1. júní. Þjóðin verður ekki svikin af því vali. Höfundur er umhverfisfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu hóf ég meistaranám í umhverfisfæði við Háskóla Íslands. Umhverfisverndin var þá hálfgert jaðarsport sem ekki öllum þótti fínt að stunda. Fólk setti upp spurnarsvip er ég sagði því hvað ég væri að læra og sum hváðu og spurðu hvort ég væri að læra umferðarfræði. Á þessum tíma var við ramman reip að draga er reynt var að halda mikilvægi náttúruverndar, verndar gegn loftslagsbreytingum og sjálfbærni á lofti, enda lítil þekking meðal almennings á málefninu og lítill vilji meðal stjórnvalda. Það var þó í einu horni stjórnmálanna sem menn þekktu og skyldu mikilvægi umhverfismálanna. Það var í Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hreyfingin var stofnuð um aldamótin síðustu og var algjörlega á undan sinni samtíð hvað málefnið varðar, eða kannski aðrir á eftir sinni samtíð. Í VG sló hjarta umhverfismálanna. Það er ánægjulegt að sjá að nú er umræða um umhverfismál orðin hluti af allri umræðu og samofin flestum áætlunum og verkum. Það er ekki síst að þakka elju þeirra sem hafa haldið málefninu á lofti allan þennan tíma. Katrín Jakopsdóttir hefur þar verið í broddi fylkingar. Hún var Menntamálaráðherrra þegar sjálfbærni var sett í aðalnámskrá sem einn grunnþáttur menntunar og sá þáttur sem samofinn skyldi öllu skólastarfi. Hún hefur verið forsætisráðherra á erfiðum tímum, en komið á fót mörgum verkefnum, meðal annars verkefninu sjálfbært Ísland. Engri treysti ég betur til að vera sameiningarafl íslensku þjóðarinnar í öllu því sem þjóðin á eftir að takast á við en Katrínu. Það mun hún gera á sinn einstaka, jákvæða og látlausa hátt. Engri treysti ég betur til að standa vörð um sjálfbært Ísland. Katrín hefur þekkinguna, reynsluna, viljann og getuna. Að auki hefur hún einstakt vald á íslenskri tungu og fjölmörgum öðrum tungumálum. Kjósum Katrínu sem forseta Íslands þann 1. júní. Þjóðin verður ekki svikin af því vali. Höfundur er umhverfisfræðingur og kennari.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar