Samstarf við landsbyggðina Sævar Þór Halldórsson skrifar 15. maí 2024 13:00 Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Margt er gott í þessu frumvarpi og held ég að það sé gæfuspor fyrir Ísland að stofna til þessarar þjóðaróperu. Þegar hún er orðin fullskipuð þá eiga að starfa hjá henni 12 söngvarar í fullu starfi, 16 kórmeðlimir í hálfu starfi auk annars starfsfólks en margt er samnýtt með Þjóðleikhúsinu. Í frumvarpsdrögunum er talað um að markmið frumvarpsins sé glæða áhuga landsmanna á óperulistum og svo í næstu málsgrein er talað um samstarfsverkefni í öllum landshlutum. Í mínum huga ætti að standa í frumvarpinu að þjóðaróperan starfi í öllum landshlutum, ekki bara að hún standi fyrir samstarfsverkefnum. Með þessu þá er verið að festa þau, sem hafa áhuga á að starfa við Þjóðaróperuna, á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður þetta enn eitt batteríið sem er með starfsemi í höfuðborginni en á svo að sinna öllu landinu en gerir það ekki eða lítið. Það gerir það þá að verkum að þau sem hafa menntað sig í þessu sæki frekar eftir að búa á höfuðborgarsvæðinu og gerir landsbyggðina fátækari af listafólki. Til að breyta þessu og laga þá legg ég til að breytt verði um stefnu og fastráða söngvara/starfsfólk í hverjum landshluta og setja reglur um þáttöku í verkefnum þar. Ýta undir verkefni, stofna til nýrra, vinna með hópum sem eru þar fyrir og svo einnig taka þátt í stærri sýningum í öðrum landshlutum, þar með talið að þetta starfsfólk taki þátt í stóru sýningunum í Eldborg í Hörpu. Mikil fjölbreytni er í listinni á öllu landinu, landsbyggðin þá ekki undanskilin en talsvert meira er um sjálfstæði á landsbyggðinni þar sem ríkið heldur ekki úti stórum listastofnunum sem fjármagna verk eins og það gerir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri hægt að hafa föst verkefni þar sem starfsfólk Þjóðaróperunnar á landsbyggðinni tekur þátt í, með öðru listafólki sem er verkefnaráðið eða jafnvel með hópum sem eru fyrir á staðnum og hafa verið að halda uppi óperulistinni á svæðinu og ýta undir fjölbreytni og hjálpa sjálfstæðu listahópunum að starfa áfram. Ekki bara gera það þannig að við úti á landi fáum mögulega og kannski til okkar valdar sýningar sem gætu borið sig uppi. Heldur hjálpum þessu listformi að lifa út um allt land með sýningum, fræðslu og kynningarstarfi. Höfum það þannig að lokaniðurstaðan ýtir réttilega markmið frumvarpsins sem er að glæða áhuga allra landsmanna á óperulistum. Landsbyggðin á að vera hluti af Þjóðaróperu en ekki bara samstarfsaðili. Höfundur er áhugamaður um landsbyggðina og Óperulistina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Byggðamál Menning Alþingi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Margt er gott í þessu frumvarpi og held ég að það sé gæfuspor fyrir Ísland að stofna til þessarar þjóðaróperu. Þegar hún er orðin fullskipuð þá eiga að starfa hjá henni 12 söngvarar í fullu starfi, 16 kórmeðlimir í hálfu starfi auk annars starfsfólks en margt er samnýtt með Þjóðleikhúsinu. Í frumvarpsdrögunum er talað um að markmið frumvarpsins sé glæða áhuga landsmanna á óperulistum og svo í næstu málsgrein er talað um samstarfsverkefni í öllum landshlutum. Í mínum huga ætti að standa í frumvarpinu að þjóðaróperan starfi í öllum landshlutum, ekki bara að hún standi fyrir samstarfsverkefnum. Með þessu þá er verið að festa þau, sem hafa áhuga á að starfa við Þjóðaróperuna, á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður þetta enn eitt batteríið sem er með starfsemi í höfuðborginni en á svo að sinna öllu landinu en gerir það ekki eða lítið. Það gerir það þá að verkum að þau sem hafa menntað sig í þessu sæki frekar eftir að búa á höfuðborgarsvæðinu og gerir landsbyggðina fátækari af listafólki. Til að breyta þessu og laga þá legg ég til að breytt verði um stefnu og fastráða söngvara/starfsfólk í hverjum landshluta og setja reglur um þáttöku í verkefnum þar. Ýta undir verkefni, stofna til nýrra, vinna með hópum sem eru þar fyrir og svo einnig taka þátt í stærri sýningum í öðrum landshlutum, þar með talið að þetta starfsfólk taki þátt í stóru sýningunum í Eldborg í Hörpu. Mikil fjölbreytni er í listinni á öllu landinu, landsbyggðin þá ekki undanskilin en talsvert meira er um sjálfstæði á landsbyggðinni þar sem ríkið heldur ekki úti stórum listastofnunum sem fjármagna verk eins og það gerir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri hægt að hafa föst verkefni þar sem starfsfólk Þjóðaróperunnar á landsbyggðinni tekur þátt í, með öðru listafólki sem er verkefnaráðið eða jafnvel með hópum sem eru fyrir á staðnum og hafa verið að halda uppi óperulistinni á svæðinu og ýta undir fjölbreytni og hjálpa sjálfstæðu listahópunum að starfa áfram. Ekki bara gera það þannig að við úti á landi fáum mögulega og kannski til okkar valdar sýningar sem gætu borið sig uppi. Heldur hjálpum þessu listformi að lifa út um allt land með sýningum, fræðslu og kynningarstarfi. Höfum það þannig að lokaniðurstaðan ýtir réttilega markmið frumvarpsins sem er að glæða áhuga allra landsmanna á óperulistum. Landsbyggðin á að vera hluti af Þjóðaróperu en ekki bara samstarfsaðili. Höfundur er áhugamaður um landsbyggðina og Óperulistina.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun