Forseti sem gefur kjark og von Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 15. maí 2024 11:30 Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það. Ég eignaðist síðan einhvernveginn geisladiskinn ,,Kondí fíling (græna diskinn)” með Tvíhöfða, fékk hann líklega í jólagjöf. Þá plötu kunni ég nokkuð vel að meta og þá sérstaklega lögin, en ég var mjög ,,músíkölsk”. Píanókennarinn minn skrifaði það oft ef ekki alltaf í umsögn eftir hverja önn í mínu píanónámi (afsakið smá útúrdúr). Áhugaverð staðreynd að ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhverjum árum seinna að Helga Braga var ekki að tala fyrir kvenkynsraddirnar á plötunni (ég var ,,mindblown”). Mér þótti frekar vandræðalegt að hafa ekki vitað þetta þannig að ég sagði engum frá, en segi nú í fyrsta skipti frá í skoðanagrein á Vísi.is svo að allir geti hlegið að þessu með mér. Ég man að mér fannst sniðugt að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Sú staðreynd í sjálfu sér var gott grín. Síðan hugsaði ég ekkert mikið um það, enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á pólitík. Einhverntímann var fólk að gagnrýna Jón á Facebook og ég kommentaði undir án þess að vita í raun nokkuð um málið eitthvað á borð við: ,,Ég kaus sko ekki þennan trúð”. Mig langaði líklega að reyna að vera dálítið kúl, vera memm í kommentum og herma eftir hinum. Í dag skammast ég mín fyrir að hafa skrifað þetta, en ég var bara svo mikill óviti. Mér fannst uppistandið hans ,,Ég var einu sinni nörd” alveg einstaklega skemmtilegt og karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ,,Næturvaktinni” algjör snilld. Fyrst þá fór ég að spekulera hver Jón Gnarr í rauninni er. Einhverntímann heyrði ég frétt um að þegar hann lenti í vandræðum og bað um hjálp hélt fólk að það væri bara grín og tók hann ekki alvarlega. Ég fann til með honum. Heldur fólk að hann sé bara ALLTAF að reyna að vera fyndinn og að grínast? Getur hann ekki bara fengið að vera hann sjálfur? Þessi dásamlega skrýtni maður með sinn alveg einstaka hlátur. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég vissulega ætlast til þess að hann sé ALLTAF fyndinn. Reynið bara að ímynda ykkur pressuna?! Fólk með slíkar óraunhæfar væntingar til hans mun að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þessi tilætlunarsemi af samfélaginu um að vera ,,normal” (taugatýpísk) manneskja og það að vera skrýtið/n/nn eða öðruvísi sé einvörðungu ásættanlegt sem spaug eða í leikrænu samhengi er alvarleg meinsemd í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það er til heill haugur af fólki sem eyðir ómældri orku í að reyna að bæla skrýtinleika sinn, hvort sem það er ADHD eða einhverfa því það vill ekki vera álitið fatlað. Það bitnar verulega á geðheilsu þessa fólks og ýtir alltof mörgum út í örorku. Haugur af fólki hér á Íslandi fær ekki að vera það sjálft, er í raun fatlað, en gerir allt sem það getur til að fela það því þeir vilja ekki verða fyrir mismunun. Jón Gnarr er fyrir mér alveg ótrúleg fyrirmynd. Hann er duglegasti maður sem ég veit af, auðmjúkur, einlægur, skemmtilegur, þakklátur, heiðarlegur sem elskar íslenska þjóð, tungu og menningu af öllu hjarta. Hann gaf mér kjark og von, en ég hefði aldrei þorað að byrja að prófa mig áfram á TikTok að reyna að finna sjálfa mig ef það væri ekki fyrir hann. Útaf honum þá verð ég minna og minna hrædd við það að fólki finnist ég skrýtin. Við þurfum Jón Gnarr sem forseta til að sýna að hér á Íslandi er allt í lagi að vera ADHD, einhverfur eða hvað svo sem fólk kýs að kalla alla þessa hluti sem telst ekki normal. Sýnum heiminum að Ísland samþykkir skrýtið/óvenjulegt og einstakt fólk. Þannig einstaklingar geta meira að segja orðið forsetar. Ég grátbið ykkur að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er manneskja og Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það. Ég eignaðist síðan einhvernveginn geisladiskinn ,,Kondí fíling (græna diskinn)” með Tvíhöfða, fékk hann líklega í jólagjöf. Þá plötu kunni ég nokkuð vel að meta og þá sérstaklega lögin, en ég var mjög ,,músíkölsk”. Píanókennarinn minn skrifaði það oft ef ekki alltaf í umsögn eftir hverja önn í mínu píanónámi (afsakið smá útúrdúr). Áhugaverð staðreynd að ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhverjum árum seinna að Helga Braga var ekki að tala fyrir kvenkynsraddirnar á plötunni (ég var ,,mindblown”). Mér þótti frekar vandræðalegt að hafa ekki vitað þetta þannig að ég sagði engum frá, en segi nú í fyrsta skipti frá í skoðanagrein á Vísi.is svo að allir geti hlegið að þessu með mér. Ég man að mér fannst sniðugt að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Sú staðreynd í sjálfu sér var gott grín. Síðan hugsaði ég ekkert mikið um það, enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á pólitík. Einhverntímann var fólk að gagnrýna Jón á Facebook og ég kommentaði undir án þess að vita í raun nokkuð um málið eitthvað á borð við: ,,Ég kaus sko ekki þennan trúð”. Mig langaði líklega að reyna að vera dálítið kúl, vera memm í kommentum og herma eftir hinum. Í dag skammast ég mín fyrir að hafa skrifað þetta, en ég var bara svo mikill óviti. Mér fannst uppistandið hans ,,Ég var einu sinni nörd” alveg einstaklega skemmtilegt og karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ,,Næturvaktinni” algjör snilld. Fyrst þá fór ég að spekulera hver Jón Gnarr í rauninni er. Einhverntímann heyrði ég frétt um að þegar hann lenti í vandræðum og bað um hjálp hélt fólk að það væri bara grín og tók hann ekki alvarlega. Ég fann til með honum. Heldur fólk að hann sé bara ALLTAF að reyna að vera fyndinn og að grínast? Getur hann ekki bara fengið að vera hann sjálfur? Þessi dásamlega skrýtni maður með sinn alveg einstaka hlátur. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég vissulega ætlast til þess að hann sé ALLTAF fyndinn. Reynið bara að ímynda ykkur pressuna?! Fólk með slíkar óraunhæfar væntingar til hans mun að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þessi tilætlunarsemi af samfélaginu um að vera ,,normal” (taugatýpísk) manneskja og það að vera skrýtið/n/nn eða öðruvísi sé einvörðungu ásættanlegt sem spaug eða í leikrænu samhengi er alvarleg meinsemd í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það er til heill haugur af fólki sem eyðir ómældri orku í að reyna að bæla skrýtinleika sinn, hvort sem það er ADHD eða einhverfa því það vill ekki vera álitið fatlað. Það bitnar verulega á geðheilsu þessa fólks og ýtir alltof mörgum út í örorku. Haugur af fólki hér á Íslandi fær ekki að vera það sjálft, er í raun fatlað, en gerir allt sem það getur til að fela það því þeir vilja ekki verða fyrir mismunun. Jón Gnarr er fyrir mér alveg ótrúleg fyrirmynd. Hann er duglegasti maður sem ég veit af, auðmjúkur, einlægur, skemmtilegur, þakklátur, heiðarlegur sem elskar íslenska þjóð, tungu og menningu af öllu hjarta. Hann gaf mér kjark og von, en ég hefði aldrei þorað að byrja að prófa mig áfram á TikTok að reyna að finna sjálfa mig ef það væri ekki fyrir hann. Útaf honum þá verð ég minna og minna hrædd við það að fólki finnist ég skrýtin. Við þurfum Jón Gnarr sem forseta til að sýna að hér á Íslandi er allt í lagi að vera ADHD, einhverfur eða hvað svo sem fólk kýs að kalla alla þessa hluti sem telst ekki normal. Sýnum heiminum að Ísland samþykkir skrýtið/óvenjulegt og einstakt fólk. Þannig einstaklingar geta meira að segja orðið forsetar. Ég grátbið ykkur að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er manneskja og Íslendingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun