Þetta segir í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum en aðalfundur hans var haldinn 8. maí síðastliðinn. Þar segir að um áramótin hafi heildareignir sparisjóðsins verið 13,1 milljarðar króna og hafi aukist um 840 milljónir króna á milli ára. Innlán hafi á sama tíma verið um 11,5 milljarðar króna. Eigið fé sparisjóðsins hafi verið 1,3 milljarður króna í árslok og lausafjárstaða sterk.
Á aðalfundinum hafi Andri Björgvin Arnþórsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Margrét Hólm Valsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir verið kjörin í stjórn sparisjóðsins. Varamenn séu þeir Bergþór Bjarnason og Pétur B. Árnason.
Styrkja íþróttastarf um ellefu milljónir
Á aðalfundinum hafi verið tilkynnt að sparisjóðurinn muni styrkja íþróttastarf barna og ungmenna hjá aðildarfélögum Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) um samtals ellefu milljónir króna á árinu. Nánari útfærsla verði kynnt aðildarfélögunum á næstunni.