„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 07:32 Ísak Snær Þorvaldsson leikur með Breiðabliki í sumar, á láni frá Rosenborg. vísir/diego Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. Ísak kom aftur til Breiðabliks í vor á láni frá norska stórliðinu Rosenborg. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Blika þegar þeir unnu Fylkismenn, 0-3, í Bestu deildinni á sunnudaginn. Albert gaf Ísaki ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi,“ sagði Albert í Stúkunni er talið barst að breiddinni í leikmannahópi Breiðabliks, miðað við hin liðin sem búist er við því að verði í toppbaráttunni. „Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans. Hann hefur verið að koma af bekknum ásamt Patrik Johannesen sem er að koma aftur eftir meiðsli. Þegar maður ber þetta saman við hin liðin eiga þeir svolítið í land.“ Albert fór yfir nokkur atvik með Ísaki úr leiknum í Árbænum. „Hérna sjáum við Ísak, hröð sókn en hann er bara á einhverju joggi þarna. Hann var í algjöru rugli í þessum leik. Við vorum að tala um Jón Guðna [Fjóluson, leikmann Víkings] og standið á honum, við erum búin að tala um Kyle McLagan [leikmann Fram], einn besti leikmaður mótsins. Hann er búinn að vera með slitið krossband. Jón Guðni er búinn að vera frá í tvö og hálft ár. Ísak spilaði landsleik í janúar,“ sagði Albert. „Hann er á einhverju rölti inn í teiginn. Ef við förum svo yfir það hvað hann gerði með boltann; hann átti ekki möguleika að komast framhjá mönnum. Hann var langt frá því að vera klár í að spila þennan leik. Ef maður ber Breiðablik saman við Víking og Val og þeir ætla að berjast um eitthvað verða Ísak og Patrik að koma inn. Þeir eru svolítið að bíða eftir sínum tólfta, þrettánda manni til að ögra fyrstu ellefu. Svo er Kristófer [Ingi Kristinsson] alltaf meiddur.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Ísak Albert furðaði sig á því af hverju Ísak væri ekki í betra líkamlegu formi. „Mér finnst nánast til skammar að þú komir úr atvinnumennsku eins og hann er að koma. Fyrir tveimur árum, þegar hann var að birta mynd af sér berum að ofan og tala um að hann væri í toppstandi þegar hann kom fyrst til Breiðabliks, þá held ég að þú [Lárus Orri Sigurðsson] hafir sagt að þetta væri lágmarkskrafa. Þetta er bara ein ástæða fyrir því að hann er kominn aftur til Íslands. Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert. Umræðuna um Ísak má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Ísak kom aftur til Breiðabliks í vor á láni frá norska stórliðinu Rosenborg. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Blika þegar þeir unnu Fylkismenn, 0-3, í Bestu deildinni á sunnudaginn. Albert gaf Ísaki ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi,“ sagði Albert í Stúkunni er talið barst að breiddinni í leikmannahópi Breiðabliks, miðað við hin liðin sem búist er við því að verði í toppbaráttunni. „Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans. Hann hefur verið að koma af bekknum ásamt Patrik Johannesen sem er að koma aftur eftir meiðsli. Þegar maður ber þetta saman við hin liðin eiga þeir svolítið í land.“ Albert fór yfir nokkur atvik með Ísaki úr leiknum í Árbænum. „Hérna sjáum við Ísak, hröð sókn en hann er bara á einhverju joggi þarna. Hann var í algjöru rugli í þessum leik. Við vorum að tala um Jón Guðna [Fjóluson, leikmann Víkings] og standið á honum, við erum búin að tala um Kyle McLagan [leikmann Fram], einn besti leikmaður mótsins. Hann er búinn að vera með slitið krossband. Jón Guðni er búinn að vera frá í tvö og hálft ár. Ísak spilaði landsleik í janúar,“ sagði Albert. „Hann er á einhverju rölti inn í teiginn. Ef við förum svo yfir það hvað hann gerði með boltann; hann átti ekki möguleika að komast framhjá mönnum. Hann var langt frá því að vera klár í að spila þennan leik. Ef maður ber Breiðablik saman við Víking og Val og þeir ætla að berjast um eitthvað verða Ísak og Patrik að koma inn. Þeir eru svolítið að bíða eftir sínum tólfta, þrettánda manni til að ögra fyrstu ellefu. Svo er Kristófer [Ingi Kristinsson] alltaf meiddur.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Ísak Albert furðaði sig á því af hverju Ísak væri ekki í betra líkamlegu formi. „Mér finnst nánast til skammar að þú komir úr atvinnumennsku eins og hann er að koma. Fyrir tveimur árum, þegar hann var að birta mynd af sér berum að ofan og tala um að hann væri í toppstandi þegar hann kom fyrst til Breiðabliks, þá held ég að þú [Lárus Orri Sigurðsson] hafir sagt að þetta væri lágmarkskrafa. Þetta er bara ein ástæða fyrir því að hann er kominn aftur til Íslands. Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert. Umræðuna um Ísak má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira