Styðjum Katrínu Jakobsdóttur Gerður Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2024 18:30 Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. Hins vegar man ég vel, þá 11 ára gömul, spenninginn sem var vorið og sumarið 1952, það er að segja þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn í embætti. Þá var legið við viðtækin og beðið eftir nýjustu tölum í forsetakosningunum, en þá var ég í sveit á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit í Skagafirði. Ég man þannig vel þau Ásgeir, Kristján og Vigdísi, en auðvitað líka bæði Ólaf og Guðna okkar Thorlacius. Allt þetta fólk hefur verið landi og þjóð til sóma. Ég er þess líka fullviss að Katrín Jakobsdóttir verður mjög farsæll forseti, nái hún kjöri. Hún hefur gegnt viðamiklum embættum og hefur gert það að ábyrgð og festu. Það er einmitt þau einkenni sem viðkomandi þarf að hafa til brunns að bera til að geta orðið góður forseti. Auðvitað erum við ekki sammála öllu sem stjórnmálamenn gera hverju sinni, en ég er sannfærð um að Katrín á eftir að vera verðugur fulltrúi á Bessastöðum. Til þess að svo megi verða, þurfum við öll, sem styðjum Katrínu, að fjölmenna á kjörstað hinn 1. júní næstkomandi og merkja við nafn Katrínar. Vísast er mjög frambærilegt fólk í kjöri nú, en ég tel Katrínu bera af til orðs og æðis. Ég verð líka vör við mikinn stuðning við framboð Katrínar í kringum mig, en það er ekki nóg; það þarf að mæta á kjörstað. Styðjum því Katrínu Jakobsdóttur til góðar verka! Höfundur er hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. Hins vegar man ég vel, þá 11 ára gömul, spenninginn sem var vorið og sumarið 1952, það er að segja þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn í embætti. Þá var legið við viðtækin og beðið eftir nýjustu tölum í forsetakosningunum, en þá var ég í sveit á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit í Skagafirði. Ég man þannig vel þau Ásgeir, Kristján og Vigdísi, en auðvitað líka bæði Ólaf og Guðna okkar Thorlacius. Allt þetta fólk hefur verið landi og þjóð til sóma. Ég er þess líka fullviss að Katrín Jakobsdóttir verður mjög farsæll forseti, nái hún kjöri. Hún hefur gegnt viðamiklum embættum og hefur gert það að ábyrgð og festu. Það er einmitt þau einkenni sem viðkomandi þarf að hafa til brunns að bera til að geta orðið góður forseti. Auðvitað erum við ekki sammála öllu sem stjórnmálamenn gera hverju sinni, en ég er sannfærð um að Katrín á eftir að vera verðugur fulltrúi á Bessastöðum. Til þess að svo megi verða, þurfum við öll, sem styðjum Katrínu, að fjölmenna á kjörstað hinn 1. júní næstkomandi og merkja við nafn Katrínar. Vísast er mjög frambærilegt fólk í kjöri nú, en ég tel Katrínu bera af til orðs og æðis. Ég verð líka vör við mikinn stuðning við framboð Katrínar í kringum mig, en það er ekki nóg; það þarf að mæta á kjörstað. Styðjum því Katrínu Jakobsdóttur til góðar verka! Höfundur er hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar