Styðjum Katrínu Jakobsdóttur Gerður Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2024 18:30 Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. Hins vegar man ég vel, þá 11 ára gömul, spenninginn sem var vorið og sumarið 1952, það er að segja þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn í embætti. Þá var legið við viðtækin og beðið eftir nýjustu tölum í forsetakosningunum, en þá var ég í sveit á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit í Skagafirði. Ég man þannig vel þau Ásgeir, Kristján og Vigdísi, en auðvitað líka bæði Ólaf og Guðna okkar Thorlacius. Allt þetta fólk hefur verið landi og þjóð til sóma. Ég er þess líka fullviss að Katrín Jakobsdóttir verður mjög farsæll forseti, nái hún kjöri. Hún hefur gegnt viðamiklum embættum og hefur gert það að ábyrgð og festu. Það er einmitt þau einkenni sem viðkomandi þarf að hafa til brunns að bera til að geta orðið góður forseti. Auðvitað erum við ekki sammála öllu sem stjórnmálamenn gera hverju sinni, en ég er sannfærð um að Katrín á eftir að vera verðugur fulltrúi á Bessastöðum. Til þess að svo megi verða, þurfum við öll, sem styðjum Katrínu, að fjölmenna á kjörstað hinn 1. júní næstkomandi og merkja við nafn Katrínar. Vísast er mjög frambærilegt fólk í kjöri nú, en ég tel Katrínu bera af til orðs og æðis. Ég verð líka vör við mikinn stuðning við framboð Katrínar í kringum mig, en það er ekki nóg; það þarf að mæta á kjörstað. Styðjum því Katrínu Jakobsdóttur til góðar verka! Höfundur er hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. Hins vegar man ég vel, þá 11 ára gömul, spenninginn sem var vorið og sumarið 1952, það er að segja þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn í embætti. Þá var legið við viðtækin og beðið eftir nýjustu tölum í forsetakosningunum, en þá var ég í sveit á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit í Skagafirði. Ég man þannig vel þau Ásgeir, Kristján og Vigdísi, en auðvitað líka bæði Ólaf og Guðna okkar Thorlacius. Allt þetta fólk hefur verið landi og þjóð til sóma. Ég er þess líka fullviss að Katrín Jakobsdóttir verður mjög farsæll forseti, nái hún kjöri. Hún hefur gegnt viðamiklum embættum og hefur gert það að ábyrgð og festu. Það er einmitt þau einkenni sem viðkomandi þarf að hafa til brunns að bera til að geta orðið góður forseti. Auðvitað erum við ekki sammála öllu sem stjórnmálamenn gera hverju sinni, en ég er sannfærð um að Katrín á eftir að vera verðugur fulltrúi á Bessastöðum. Til þess að svo megi verða, þurfum við öll, sem styðjum Katrínu, að fjölmenna á kjörstað hinn 1. júní næstkomandi og merkja við nafn Katrínar. Vísast er mjög frambærilegt fólk í kjöri nú, en ég tel Katrínu bera af til orðs og æðis. Ég verð líka vör við mikinn stuðning við framboð Katrínar í kringum mig, en það er ekki nóg; það þarf að mæta á kjörstað. Styðjum því Katrínu Jakobsdóttur til góðar verka! Höfundur er hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar