Ein blóðugasta kosningabarátta í manna minnum Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 14:15 Þó að ofbeldisverkum sé fyrst og fremst beint að frambjóðendum á sveitarstjórnar- og ríkisstiginu í Mexíkó mátti Claudia Sheinbaum, forsetaframbjóðandi Morena-flokksins, þola að vera stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas á dögunum. AP/Fernando Llano Á þriðja tug frambjóðenda til kosninga í Mexíkó í næsta mánuði hafa verið myrtir í einni blóðugustu kosningabaráttu í manna minnum. Hundruð annarra hafa helst úr lestinni vegna ofríkis ofbeldisfulltra glæpagengja sem halda samfélögum í heljargreipum. Kosið verður til forseta, þings, ríkisþinga og fjölda sveitarstjórna í Mexíkó 2. júní. Glæpagengi hafa sérstakan áhuga á að tryggja vilhalla embættismenn á sveitarstjórnarstiginu, þar á meðal bæjarstjóra, lögreglustjóra og þá sem halda utan um opinberar framkvæmdir. Gengin maka ekki aðeins krókinn á fíkniefnum og mansali heldur einnig opinberum samningum sem fyrirtæki sem þau stýra ná við yfirvöld. Frambjóðendur til ríkisstjóra einstakra ríkja og þings eru þó einnig í hættu, að sögn Washington Post. Glæpagengin séu sums staðar svo valdamikil að þau geti stýrt því hver kemst inn í bæi. Frambjóðendur allra helstu flokka landsins hafa verið drepnir í aðdraganda kosninganna í ár. Þrír frambjóðendur til borgarstjóra í Maravatío, 80.000 manna bæjar í Michoacán-ríki, hafa verið ráðnir af dögum. Tveir þeirra komu úr flokki Andrés Manuel López Obrador, forseta, og einn úr stjórnarandstöðuflokknum PAN. Forsetaframbjóðandi stöðvaður af grímuklæddum mönnum Obrador hefur reynt að gera lítið úr ofbeldinu og sakað fjölmiðla um að gera úlfalda úr mýflugu. Claudia Sheinbaum, forsetaefni flokks hans, var engu að síður stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas-ríki þar sem Sinaloa-gengið ræður ríkjum í síðasta mánuði. Sögðu þeir henni að „muna eftir fátæka fólkinu“. Auk þeirra sem hafa verið myrtir eða hætt við framboð sín hafa um fjögur hundruð frambjóðendur beðið alríkisyfirvöld um öryggisgæslu. Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, er með þægilegt forskot í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar. Hún hefur reynt að sveipa sig dýrð Obrador fráfarandi forseta sem nýtur mun meiri vinsælda en hún. Helsti keppinautur Sheinbaum, Xóchitl Gálvez nýtur stuðnings PAN og PRI-flokksins. Sá síðarnefndi fór með völdin í Mexíkó í 71 ár samfleytt frá 1929 til 2000. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06 Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Kosið verður til forseta, þings, ríkisþinga og fjölda sveitarstjórna í Mexíkó 2. júní. Glæpagengi hafa sérstakan áhuga á að tryggja vilhalla embættismenn á sveitarstjórnarstiginu, þar á meðal bæjarstjóra, lögreglustjóra og þá sem halda utan um opinberar framkvæmdir. Gengin maka ekki aðeins krókinn á fíkniefnum og mansali heldur einnig opinberum samningum sem fyrirtæki sem þau stýra ná við yfirvöld. Frambjóðendur til ríkisstjóra einstakra ríkja og þings eru þó einnig í hættu, að sögn Washington Post. Glæpagengin séu sums staðar svo valdamikil að þau geti stýrt því hver kemst inn í bæi. Frambjóðendur allra helstu flokka landsins hafa verið drepnir í aðdraganda kosninganna í ár. Þrír frambjóðendur til borgarstjóra í Maravatío, 80.000 manna bæjar í Michoacán-ríki, hafa verið ráðnir af dögum. Tveir þeirra komu úr flokki Andrés Manuel López Obrador, forseta, og einn úr stjórnarandstöðuflokknum PAN. Forsetaframbjóðandi stöðvaður af grímuklæddum mönnum Obrador hefur reynt að gera lítið úr ofbeldinu og sakað fjölmiðla um að gera úlfalda úr mýflugu. Claudia Sheinbaum, forsetaefni flokks hans, var engu að síður stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas-ríki þar sem Sinaloa-gengið ræður ríkjum í síðasta mánuði. Sögðu þeir henni að „muna eftir fátæka fólkinu“. Auk þeirra sem hafa verið myrtir eða hætt við framboð sín hafa um fjögur hundruð frambjóðendur beðið alríkisyfirvöld um öryggisgæslu. Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, er með þægilegt forskot í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar. Hún hefur reynt að sveipa sig dýrð Obrador fráfarandi forseta sem nýtur mun meiri vinsælda en hún. Helsti keppinautur Sheinbaum, Xóchitl Gálvez nýtur stuðnings PAN og PRI-flokksins. Sá síðarnefndi fór með völdin í Mexíkó í 71 ár samfleytt frá 1929 til 2000.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06 Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06
Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50