Versta kerfi í heimi? Sigurjón Þórðarson skrifar 14. maí 2024 07:31 SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi. Hann vitnaði þar til skýrslu eða áróðursplaggs sem unnin var á vegum flokksbróður hans Kristjáni Þór Júlíussyni og af hagfræðingnum Sveini Agnarssyni. Hagfræðistofnu HÍ hefur rekið nokkurs konar trúboðastarf í þágu kvótakerfisins þar sem Sveinn og félagar hans hafa ýtt öllum viðmiðum líffræðinnar og viðskiptafræðinnar, svo sem um frjálsa verðlagningu og heilbrigða samkeppni til hliðar. Hver delluskýrslan er gefin út á fætur annarri um sjávarútveginn. Fáar ef nokkur toppa þá skýrslu sem kom út árinu fyrir hrun þar sem Sveinn og félagar reiknuðu það út að í ljósi sterkrar stöðu þjóðarbúsins þá væri hagkvæmast að hætta þorskveiðum í eitt ár. Það sem okkar ástsæli forsætisráðherra vitnaði sérstaklega til á fundi SFS voru fullyrðingar Sveins um meinta sérstöðu íslensk sjávarútvegs þar sem því er gert skóna að þeir sem stundi sjávarútveg annars staðar í heiminum en á Íslandi séu nánast beiningarmenn. Ég hef oftar en einu sinni óskað eftir gögnum og upplýsingum um á hvaða samanburði þessar stórkarlalegu fullyrðingar eru byggðar á, m.a. frá matvælaráðherra. Hingað til þá hefur verið fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. Eftir stendur að engin gögn hafa verið lögð til grundvallar þessum frasakenndum fullyrðingum um meintan heimsklassa íslenskra útgerða. Aftur að kvótakerfinu sem býr svo vel að eiga heilaþvegna varðliða í forystu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þó svo almennir flokksmenn umræddra flokka leyfi sér enn að efast um ágæti þess. Hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið algerlega brugðist. Það er í raun stórundarlegt að Sigurður Ingi og Bjarni Ben opni ekki augun fyrir þeim staðreyndum sem skýr og glæný fyrirspurn lögblinda þingmannsins Ingu Sælands afhjúpaði, þ.e. að kvótakerfið sem átti að skila meiri afla á land hefur valdið gríðarlegu tjóni. Á engu fimm ára samfelldu tímabili, eftir kvótasetningu, hefur þorskaflinn slagað upp í þær aflatölur sem þekktust fyrir tilvist þess. Best hefur þorskaflinn náð í liðlega 62% af aflanum fyrir kvótasetningu en versta 5 ára tímabilið skilaði aðeins um 39% af þeim þorskaafla sem kom á land árin fyrir kvótasetningu. Það er rétt að taka það fram að auðvelt væri að taka tímabil þar sem þessi munur væri miklum mun meiri. Það að tala um einhvern árangur eða hvað þá heimsmet í sjávarútvegi er alger dauðans della. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Sjávarútvegur Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi. Hann vitnaði þar til skýrslu eða áróðursplaggs sem unnin var á vegum flokksbróður hans Kristjáni Þór Júlíussyni og af hagfræðingnum Sveini Agnarssyni. Hagfræðistofnu HÍ hefur rekið nokkurs konar trúboðastarf í þágu kvótakerfisins þar sem Sveinn og félagar hans hafa ýtt öllum viðmiðum líffræðinnar og viðskiptafræðinnar, svo sem um frjálsa verðlagningu og heilbrigða samkeppni til hliðar. Hver delluskýrslan er gefin út á fætur annarri um sjávarútveginn. Fáar ef nokkur toppa þá skýrslu sem kom út árinu fyrir hrun þar sem Sveinn og félagar reiknuðu það út að í ljósi sterkrar stöðu þjóðarbúsins þá væri hagkvæmast að hætta þorskveiðum í eitt ár. Það sem okkar ástsæli forsætisráðherra vitnaði sérstaklega til á fundi SFS voru fullyrðingar Sveins um meinta sérstöðu íslensk sjávarútvegs þar sem því er gert skóna að þeir sem stundi sjávarútveg annars staðar í heiminum en á Íslandi séu nánast beiningarmenn. Ég hef oftar en einu sinni óskað eftir gögnum og upplýsingum um á hvaða samanburði þessar stórkarlalegu fullyrðingar eru byggðar á, m.a. frá matvælaráðherra. Hingað til þá hefur verið fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. Eftir stendur að engin gögn hafa verið lögð til grundvallar þessum frasakenndum fullyrðingum um meintan heimsklassa íslenskra útgerða. Aftur að kvótakerfinu sem býr svo vel að eiga heilaþvegna varðliða í forystu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þó svo almennir flokksmenn umræddra flokka leyfi sér enn að efast um ágæti þess. Hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið algerlega brugðist. Það er í raun stórundarlegt að Sigurður Ingi og Bjarni Ben opni ekki augun fyrir þeim staðreyndum sem skýr og glæný fyrirspurn lögblinda þingmannsins Ingu Sælands afhjúpaði, þ.e. að kvótakerfið sem átti að skila meiri afla á land hefur valdið gríðarlegu tjóni. Á engu fimm ára samfelldu tímabili, eftir kvótasetningu, hefur þorskaflinn slagað upp í þær aflatölur sem þekktust fyrir tilvist þess. Best hefur þorskaflinn náð í liðlega 62% af aflanum fyrir kvótasetningu en versta 5 ára tímabilið skilaði aðeins um 39% af þeim þorskaafla sem kom á land árin fyrir kvótasetningu. Það er rétt að taka það fram að auðvelt væri að taka tímabil þar sem þessi munur væri miklum mun meiri. Það að tala um einhvern árangur eða hvað þá heimsmet í sjávarútvegi er alger dauðans della. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun