Utan vallar: Mótlæti smakkast vel í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 11:01 Igor Maric fagnar sigri með syni sínum eftir leikinn í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Ef það er eitthvað sem einkennir þetta tímabil í Keflavík þá er það magnaður hæfileiki karlaliðsins til að takast á við mótlæti. Þeir sýndu það enn á ný í gær með því að tryggja sér oddaleik um laust sæti í úrslitaeinvíginu í Subway deild karla í körfubolta. Á stærstu stundum tímabilsins til þessa hefur karakter, samheldni og sigurvilji Keflvíkinga komið liðinu í gegnum mótlæti sem hefur svo sannarlega ekki verið að skornum skammti á þessari leiktíð. Pétri Ingvarssyni hefur á sínu fyrsta tímabili tekist að gjörbreyta hugarfari og ásýnd þessa Keflavíkurliðs. Um leið hefur það tekið upp hugarfar hans um að halda alltaf áfram sama hvað dynur á. Það gerði hann sem leikmaður og hélt því síðan áfram sem þjálfari. Fyrsti titill í tólf ár Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í mars og unnu þar sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Það stefndi þó ekki í það þegar liðið var fjórtán stigum undir á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í bikarúrslitaleiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Keflavíkurliðið kom til baka og gott betur. Liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-18 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Eftir vandræðalega stórt tap í öðrum leiknum á móti Álftanesi í átta liða úrslitunum þá svaraði Keflavíkurliðið með tveimur sigurleikjum í röð þar af 29 stiga sigri í endurkomu sinni í Forsetahöllina. Ballið búið, ekki satt? Í þessum leikjum fór Remy Martin á kostum eins og oft áður í vetur þegar allt er undir. Vandamálið var hins vegar að Martin sleit hásin í fyrsta leik undanúrslitanna á móti Grindavík. Ballið búið, ekki satt? Keflvíkingar töpuðu bæði leiknum og sínum besta leikmanni. Það að leggja árar í bát er hugtak sem er ekki til í orðaforða þessa Keflavíkurliðs. Það voru flestir búnir að afskrifa þá án Martin en þeir jöfnuðu einvígið í leik tvö. Dramatískur sigur en um leið táknrænn. Þeir létu okkur vita að þeir voru ekki hættir. Eftir stóran skell í þriðja leiknum í Smáranum töldu samt álíka margir að það yrði hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið. 15-1 byrjun 15-1 byrjun í gærkvöldi gaf aftur á móti skýr skilaboð og Keflavíkurliðið hljóp yfir Grindvíkinga langt fram í seinni hálfleik. Þá lenti liðið í enn einu mótlætinu þegar fyrirliðanum Halldóri Garðari Hermannssyni var vísað úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu ofan á óíþróttamannslega villu sína fyrr í leiknum. Liðið var þunnskipað án Martin og í enn verri stöðu nú þegar þessi baráttuhundur var líka kominn inn í klefa. Grindvíkingar svöruðu með svakalegum spretti og það leit út fyrir að Keflavíkurliðið væri að brotna. Þeir sönnuðu í staðinn fyrir okkur að þetta er lið sem vex við mótlæti og brotnar ekki svo auðveldlega. Liðið lifði af áhlaup Grindvíkinga og tókst að landa lífsnauðsynlegum sigri. Það er ekki hægt að halda öðru fram en að mótlæti smakkist vel í Keflavík. Keflavík í Keflavík en hvað með Smárann? Nú er bara að sjá hvernig liðið mætir til leiks í Smáranum annað kvöld. Það gerir enginn þau mistök lengur að afskrifa karakter og keppnisskap þessa Keflavíkurliðs. Við þekkjum Keflavík í Keflavík. Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort þeim tekst að vinna Grindvíkinga á útivelli en þeir voru langt frá því í síðasta leik liðanna í Smáranum. Hvernig sem fer annað kvöld þá verður þessa tímabils minnst fyrir karakter og skapgerð þessa Keflavíkurliðs sem endaði tólf ára bið eftir titli og fór með Íslandsmeistaraefnin úr Grindavík alla leið í oddaleik þar sem allt getur gerst. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Utan vallar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Á stærstu stundum tímabilsins til þessa hefur karakter, samheldni og sigurvilji Keflvíkinga komið liðinu í gegnum mótlæti sem hefur svo sannarlega ekki verið að skornum skammti á þessari leiktíð. Pétri Ingvarssyni hefur á sínu fyrsta tímabili tekist að gjörbreyta hugarfari og ásýnd þessa Keflavíkurliðs. Um leið hefur það tekið upp hugarfar hans um að halda alltaf áfram sama hvað dynur á. Það gerði hann sem leikmaður og hélt því síðan áfram sem þjálfari. Fyrsti titill í tólf ár Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í mars og unnu þar sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Það stefndi þó ekki í það þegar liðið var fjórtán stigum undir á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í bikarúrslitaleiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Keflavíkurliðið kom til baka og gott betur. Liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-18 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Eftir vandræðalega stórt tap í öðrum leiknum á móti Álftanesi í átta liða úrslitunum þá svaraði Keflavíkurliðið með tveimur sigurleikjum í röð þar af 29 stiga sigri í endurkomu sinni í Forsetahöllina. Ballið búið, ekki satt? Í þessum leikjum fór Remy Martin á kostum eins og oft áður í vetur þegar allt er undir. Vandamálið var hins vegar að Martin sleit hásin í fyrsta leik undanúrslitanna á móti Grindavík. Ballið búið, ekki satt? Keflvíkingar töpuðu bæði leiknum og sínum besta leikmanni. Það að leggja árar í bát er hugtak sem er ekki til í orðaforða þessa Keflavíkurliðs. Það voru flestir búnir að afskrifa þá án Martin en þeir jöfnuðu einvígið í leik tvö. Dramatískur sigur en um leið táknrænn. Þeir létu okkur vita að þeir voru ekki hættir. Eftir stóran skell í þriðja leiknum í Smáranum töldu samt álíka margir að það yrði hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið. 15-1 byrjun 15-1 byrjun í gærkvöldi gaf aftur á móti skýr skilaboð og Keflavíkurliðið hljóp yfir Grindvíkinga langt fram í seinni hálfleik. Þá lenti liðið í enn einu mótlætinu þegar fyrirliðanum Halldóri Garðari Hermannssyni var vísað úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu ofan á óíþróttamannslega villu sína fyrr í leiknum. Liðið var þunnskipað án Martin og í enn verri stöðu nú þegar þessi baráttuhundur var líka kominn inn í klefa. Grindvíkingar svöruðu með svakalegum spretti og það leit út fyrir að Keflavíkurliðið væri að brotna. Þeir sönnuðu í staðinn fyrir okkur að þetta er lið sem vex við mótlæti og brotnar ekki svo auðveldlega. Liðið lifði af áhlaup Grindvíkinga og tókst að landa lífsnauðsynlegum sigri. Það er ekki hægt að halda öðru fram en að mótlæti smakkist vel í Keflavík. Keflavík í Keflavík en hvað með Smárann? Nú er bara að sjá hvernig liðið mætir til leiks í Smáranum annað kvöld. Það gerir enginn þau mistök lengur að afskrifa karakter og keppnisskap þessa Keflavíkurliðs. Við þekkjum Keflavík í Keflavík. Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort þeim tekst að vinna Grindvíkinga á útivelli en þeir voru langt frá því í síðasta leik liðanna í Smáranum. Hvernig sem fer annað kvöld þá verður þessa tímabils minnst fyrir karakter og skapgerð þessa Keflavíkurliðs sem endaði tólf ára bið eftir titli og fór með Íslandsmeistaraefnin úr Grindavík alla leið í oddaleik þar sem allt getur gerst.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Utan vallar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira