Blóðugt upp fyrir axlir Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 13. maí 2024 09:00 Þær eru svo áhugaverðar tímasetningarnar hjá Ísraelsstjórn. Þegar þetta er ritað (laugardagskvöldið 11. maí) er verið að drita niður fólk í Jabalia-búðunum úr fjarstýrðum hernaðarflygildum og eru helstu skotmörk sjúkrabílar. Innrás á landi er þá hafin í Rafha, Gazaborg og Norður-Gaza. Skriðdrekar í massavís og skotið á allt kvikt. Fólk hrakið af heimilum sínum. Á nákvæmlega sama tíma er fulltrúi þessa sama lands að dansa og syngja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Því að það er ekkert sjálfsagðara. Ísrael, í skjóli öflugasta herveldis heims (Bandaríkin) veit að það getur farið fram eins og því sýnist. Bandaríkin skýla. Þess vegna keyrir Ísrael þetta tvennt á sama tíma. Án þess að depla auga. Það hjálpar að búið er að ómanneskjuvæða Palestínufólk í áratugi auk þess sem hreinsun þeirra af landsvæðinu sem Ísraels- og Palestínufólk deilir hefur verið í skipuriti stjórnarinnar frá upphafi. Ekkert þarf því að koma á óvart hér. Og eðlilega er byggð upp afar glúrin strategía. Allir helstu styrktaraðilar Eurovision eru ísraelsk fyrirtæki. Ísrael á keppnina og hefur nú tekist að rústa henni innanfrá. Ísrael er sama um keppnina sem slíka, hún er bara ein af tólunum sem notað er til að færast nær lokatakmarkinu, lokalausninni. Til að ná henni fram þverbrýtur Ísrael öll mannréttindi og er ítrekað í trássi við allar alþjóðasamþykktir. Og kemst upp með það. Það er lítið mál að fletta þessu öllu saman upp. Allt eru þetta ískaldar staðreyndir. Fólk segir „söngvakeppnin á ekki að snúast um pólitík“ og ég er sammála. Það er hins vegar Ísrael sem er búið að gera þessa keppni (sem mér þykir mjög vænt um) pólitíska. Ísrael er búið að eitra hana. Ísrael á þennan reikning. Það er því miður ekki hægt að njóta þess að horfa á meðan þessi sturlun er yfirstandandi. Prinsipp hér og prinsipp þar, ég persónulega hef einfaldlega ekki lyst á því að horfa. Get það ekki. Mér líður illa þegar ég hugsa um keppnina. Ég skil hvaðan fólk er að koma sem vill halda þessu „hreinu“ en það er ómögulegt. Það er með engu móti hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Það er ekki hægt að einangra einhverja „gleði“ frá þeim óskapnaði sem sama ríkisstjórn stendur fyrir. Suður-Afríka einangraðist á alþjóðavettvangi vegna ómanneskjulegheita, Rússland var rekið úr Eurovision vegna Úkraínu og Holland sömuleiðis fyrir ... tja ... enginn veit það nákvæmlega. Ísrael stendur hins vegar keikt í teflon-galla, blóðugt upp fyrir axlir. Er ekkert bogið við það? Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen Aðjúnkt, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði/fjölmiðlafræði (aukagrein) í Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands // Adjunct lecturer, programme director of Media and Communication Studies (undergraduate) at the University of Iceland. Ritstjórn Árbókar Háskóla Íslands // The University of Iceland yearbook editorial team. Tölvupóstar // Emails: aet@hi.is, arnareggert@gmail.com, arnareggert@arnareggert.is Doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla // PhD in musicology from the University of Edinburgh. Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leiðsögumaður ... og ýmislegt fleira // Music journalist, radio programmer, music guide ... and various other things. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þær eru svo áhugaverðar tímasetningarnar hjá Ísraelsstjórn. Þegar þetta er ritað (laugardagskvöldið 11. maí) er verið að drita niður fólk í Jabalia-búðunum úr fjarstýrðum hernaðarflygildum og eru helstu skotmörk sjúkrabílar. Innrás á landi er þá hafin í Rafha, Gazaborg og Norður-Gaza. Skriðdrekar í massavís og skotið á allt kvikt. Fólk hrakið af heimilum sínum. Á nákvæmlega sama tíma er fulltrúi þessa sama lands að dansa og syngja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Því að það er ekkert sjálfsagðara. Ísrael, í skjóli öflugasta herveldis heims (Bandaríkin) veit að það getur farið fram eins og því sýnist. Bandaríkin skýla. Þess vegna keyrir Ísrael þetta tvennt á sama tíma. Án þess að depla auga. Það hjálpar að búið er að ómanneskjuvæða Palestínufólk í áratugi auk þess sem hreinsun þeirra af landsvæðinu sem Ísraels- og Palestínufólk deilir hefur verið í skipuriti stjórnarinnar frá upphafi. Ekkert þarf því að koma á óvart hér. Og eðlilega er byggð upp afar glúrin strategía. Allir helstu styrktaraðilar Eurovision eru ísraelsk fyrirtæki. Ísrael á keppnina og hefur nú tekist að rústa henni innanfrá. Ísrael er sama um keppnina sem slíka, hún er bara ein af tólunum sem notað er til að færast nær lokatakmarkinu, lokalausninni. Til að ná henni fram þverbrýtur Ísrael öll mannréttindi og er ítrekað í trássi við allar alþjóðasamþykktir. Og kemst upp með það. Það er lítið mál að fletta þessu öllu saman upp. Allt eru þetta ískaldar staðreyndir. Fólk segir „söngvakeppnin á ekki að snúast um pólitík“ og ég er sammála. Það er hins vegar Ísrael sem er búið að gera þessa keppni (sem mér þykir mjög vænt um) pólitíska. Ísrael er búið að eitra hana. Ísrael á þennan reikning. Það er því miður ekki hægt að njóta þess að horfa á meðan þessi sturlun er yfirstandandi. Prinsipp hér og prinsipp þar, ég persónulega hef einfaldlega ekki lyst á því að horfa. Get það ekki. Mér líður illa þegar ég hugsa um keppnina. Ég skil hvaðan fólk er að koma sem vill halda þessu „hreinu“ en það er ómögulegt. Það er með engu móti hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Það er ekki hægt að einangra einhverja „gleði“ frá þeim óskapnaði sem sama ríkisstjórn stendur fyrir. Suður-Afríka einangraðist á alþjóðavettvangi vegna ómanneskjulegheita, Rússland var rekið úr Eurovision vegna Úkraínu og Holland sömuleiðis fyrir ... tja ... enginn veit það nákvæmlega. Ísrael stendur hins vegar keikt í teflon-galla, blóðugt upp fyrir axlir. Er ekkert bogið við það? Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen Aðjúnkt, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði/fjölmiðlafræði (aukagrein) í Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands // Adjunct lecturer, programme director of Media and Communication Studies (undergraduate) at the University of Iceland. Ritstjórn Árbókar Háskóla Íslands // The University of Iceland yearbook editorial team. Tölvupóstar // Emails: aet@hi.is, arnareggert@gmail.com, arnareggert@arnareggert.is Doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla // PhD in musicology from the University of Edinburgh. Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leiðsögumaður ... og ýmislegt fleira // Music journalist, radio programmer, music guide ... and various other things.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun