„Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Ólafur Björn Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. maí 2024 22:03 Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður Blessing. vísir/Steingrímur Dúi Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. Umrædd kona heitir Blessing Uzoma Newton og er frá Nígeríu. Til stendur að vísa henni úr landi á morgun. Hún er eins og áður segir við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja sem setið hafa í varðhaldi frá því á föstudag, og stendur til að senda til Nígeríu. Í læknisvottorðinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Blessing sé með æxli í kviðarholi, sem hafi stækkað töluvert að undanförnu. Lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með. Helgi Silva lögmaður Blessing segir engin svör hafa borist frá yfirvöldum við kröfu um að brottvísun hennar verði frestað á grundvelli þessara upplýsinga. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir Helgi. Gögn sem þessi séu jafnframt óalgeng. „Það er afar sjaldgæft að vera með læknisvottorð þar sem svona sterklega er tekið til orða. Ég get ekki munað eftir nema einu eða tveimur slíkum málum. Í þeim tilvikum var einmitt hætt við brottvísun.“ Áttu von á því að fá einhver svör eða áttu von á því að þetta sé endanleg niðurstaða, þrátt fyrir þetta? „Það væri ákaflega dapurlegt ef það myndu engin svör berast áður en af þessu verður. Í raun algjörlega forkastanlegt. Ef þessari beiðni er hafnaði með því að svara henni ekki, þá er það náttúrulega gríðarlega alvarlegt mál, miðað við aðstæður þessarar konu. Þannig ég verð eiginlega að vona og trúa því að þessu verði svarað áður en hún fer úr landi,“ segir Helgi sem kveðst þó ekki vita hvenær dags það yrði. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Umrædd kona heitir Blessing Uzoma Newton og er frá Nígeríu. Til stendur að vísa henni úr landi á morgun. Hún er eins og áður segir við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja sem setið hafa í varðhaldi frá því á föstudag, og stendur til að senda til Nígeríu. Í læknisvottorðinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Blessing sé með æxli í kviðarholi, sem hafi stækkað töluvert að undanförnu. Lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með. Helgi Silva lögmaður Blessing segir engin svör hafa borist frá yfirvöldum við kröfu um að brottvísun hennar verði frestað á grundvelli þessara upplýsinga. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir Helgi. Gögn sem þessi séu jafnframt óalgeng. „Það er afar sjaldgæft að vera með læknisvottorð þar sem svona sterklega er tekið til orða. Ég get ekki munað eftir nema einu eða tveimur slíkum málum. Í þeim tilvikum var einmitt hætt við brottvísun.“ Áttu von á því að fá einhver svör eða áttu von á því að þetta sé endanleg niðurstaða, þrátt fyrir þetta? „Það væri ákaflega dapurlegt ef það myndu engin svör berast áður en af þessu verður. Í raun algjörlega forkastanlegt. Ef þessari beiðni er hafnaði með því að svara henni ekki, þá er það náttúrulega gríðarlega alvarlegt mál, miðað við aðstæður þessarar konu. Þannig ég verð eiginlega að vona og trúa því að þessu verði svarað áður en hún fer úr landi,“ segir Helgi sem kveðst þó ekki vita hvenær dags það yrði.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira