„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2024 12:24 Lögmaðurinn Helgi Silva hefur gætt hagsmuna kvennanna. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. Konurnar þrjár eru frá Nígeríu og sóttu um vernd hér á landi á milli 2018 og 2020. Í gærkvöldi voru þær úrskurðaðar í varðhald af héraðsdómi Reykjaness. Þær verða þá sendar til Nigeríu á mánudag. Lögmaður kvennanna, sem þekkist ekki innbyrðis, segir mál þeirra lík. „Að því leytinu til að þessar konur eru afar viðkvæmar og eru þolendur skipulags og mansals,“ segir Helgi Silva, lögmaður kvennanna. Konurnar, sem heita Blessing Newton, Esther og Mary, hafi allar fengið synjun um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Sem ég er náttúrulega afar ósammála. Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til, svo að menn eigi rétt á þessu leyfi.“ Aldrei verið í feluleik Konurnar hafi verið sviptar þjónustu á síðasta ári á grundvelli nýrra útlendingalaga. Í kjölfarið hafi þær reitt sig á hjálparsamtök varðandi gistingu. Þeim hafi einnig verið gert að sinna tilkynningarskyldu. „Sem þær gerðu. Það er að segja mæta til lögreglu þrisvar í viku til að sýna fram á að þær væru ekki í feluleik, sem þær hafa aldrei verið.“ Helgi telur harkalegt að hneppa konurnar í varðhald síðustu dagana áður en þær verða sendar úr landi. „En það er náttúrulega bara smáatriði í stóru myndinni. Stóra myndin er náttúrulega það að þetta er bara afar sorglegt. Að við séum ekki komin lengra í því að koma auga á þolendur mansals og veita þeim vernd og stuðning, sem fórnarlömb mansals gjörsamlega þurfa,“ segir Helgi. „Þú getur varla ætlast til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og bendi á þá sem hafa farið illa með þær ef venjuleg viðbrögð íslenska ríkisins eru iðulega að handtaka þig og flytja þig úr landi,“ segir Helgi að lokum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Konurnar þrjár eru frá Nígeríu og sóttu um vernd hér á landi á milli 2018 og 2020. Í gærkvöldi voru þær úrskurðaðar í varðhald af héraðsdómi Reykjaness. Þær verða þá sendar til Nigeríu á mánudag. Lögmaður kvennanna, sem þekkist ekki innbyrðis, segir mál þeirra lík. „Að því leytinu til að þessar konur eru afar viðkvæmar og eru þolendur skipulags og mansals,“ segir Helgi Silva, lögmaður kvennanna. Konurnar, sem heita Blessing Newton, Esther og Mary, hafi allar fengið synjun um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Sem ég er náttúrulega afar ósammála. Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til, svo að menn eigi rétt á þessu leyfi.“ Aldrei verið í feluleik Konurnar hafi verið sviptar þjónustu á síðasta ári á grundvelli nýrra útlendingalaga. Í kjölfarið hafi þær reitt sig á hjálparsamtök varðandi gistingu. Þeim hafi einnig verið gert að sinna tilkynningarskyldu. „Sem þær gerðu. Það er að segja mæta til lögreglu þrisvar í viku til að sýna fram á að þær væru ekki í feluleik, sem þær hafa aldrei verið.“ Helgi telur harkalegt að hneppa konurnar í varðhald síðustu dagana áður en þær verða sendar úr landi. „En það er náttúrulega bara smáatriði í stóru myndinni. Stóra myndin er náttúrulega það að þetta er bara afar sorglegt. Að við séum ekki komin lengra í því að koma auga á þolendur mansals og veita þeim vernd og stuðning, sem fórnarlömb mansals gjörsamlega þurfa,“ segir Helgi. „Þú getur varla ætlast til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og bendi á þá sem hafa farið illa með þær ef venjuleg viðbrögð íslenska ríkisins eru iðulega að handtaka þig og flytja þig úr landi,“ segir Helgi að lokum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01