Raðrúðubrjóturinn enn á ferð í miðborginni Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2024 11:34 Artush Adam Zarni segir málið með öllu óskiljanlegt. Hann hefur enga trú á lögreglunni, ætlar sér að leysa málið sjálfur og fara með raðrúðubrjótinn á lögreglustöðina. vísir/vilhelm Artush Adam Zarni, eigandi Just Kebab, ætlar sér að finna þann sem braut rúðurnar á stað hans Just Kebab og fara með hann á lögreglustöðina. Í nótt voru rúður brotnar á staðnum Just Kebab. Artush var mæðulegur þegar Vísir ræddi við hann nú undir hádegi en þá voru menn í óða önn að setja nýtt rúðugler í gluggana. Skemmdarvargurinn var iðinn við kolann og braut allar rúður staðarins. „Já, hann var aftur á ferð í nótt,“ segir Artush. „Sami maðurinn geri ég ráð fyrir en hann hefur komið tvisvar.“ Vísir greindi frá því og þá virtist ljóst að um væri að ræða sama aðila og hefur verið að brjóta rúður á matvöruverslun á Skólavörðustíg, ummerkin voru þau sömu. Artush segist ekki vita hver þetta er. Hann segist hafa verið á Íslandi í sjö ár og án vandræða, hann hafi ekki átt í útistöðum við neinn. „Ég er að nú að leita að þessum manni alls staðar. Og ég mun finna hann. Og fara með hann á lögreglustöðina.“ Arthush segir að lögreglan hafi verið kölluð til, hún hafi tekið skýrslu en svo ekki aðhafst neitt í málinu. Eigendur Just Kebab stóðu í ströngu í morgun, við að skipta út ónýtum rúðum í gluggum staðar síns.vísir/vilhelm „Ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Artush og gefur lögreglunni ekki háa einkunn. „Ég væri ekki að hringja í lögguna ef ég vissi hver þetta væri. Ég myndi bara fara með manninn sjálfur á lögreglustöðina. Ég mun finna hann.“ Artush segir þetta mál óskiljanlegt, mjög skrítið að hann skuli þurfa að eiga við raðrúðubrjót eða serial „window crasher“ en þessi er staðan í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. 3. maí 2024 10:30 Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Í nótt voru rúður brotnar á staðnum Just Kebab. Artush var mæðulegur þegar Vísir ræddi við hann nú undir hádegi en þá voru menn í óða önn að setja nýtt rúðugler í gluggana. Skemmdarvargurinn var iðinn við kolann og braut allar rúður staðarins. „Já, hann var aftur á ferð í nótt,“ segir Artush. „Sami maðurinn geri ég ráð fyrir en hann hefur komið tvisvar.“ Vísir greindi frá því og þá virtist ljóst að um væri að ræða sama aðila og hefur verið að brjóta rúður á matvöruverslun á Skólavörðustíg, ummerkin voru þau sömu. Artush segist ekki vita hver þetta er. Hann segist hafa verið á Íslandi í sjö ár og án vandræða, hann hafi ekki átt í útistöðum við neinn. „Ég er að nú að leita að þessum manni alls staðar. Og ég mun finna hann. Og fara með hann á lögreglustöðina.“ Arthush segir að lögreglan hafi verið kölluð til, hún hafi tekið skýrslu en svo ekki aðhafst neitt í málinu. Eigendur Just Kebab stóðu í ströngu í morgun, við að skipta út ónýtum rúðum í gluggum staðar síns.vísir/vilhelm „Ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Artush og gefur lögreglunni ekki háa einkunn. „Ég væri ekki að hringja í lögguna ef ég vissi hver þetta væri. Ég myndi bara fara með manninn sjálfur á lögreglustöðina. Ég mun finna hann.“ Artush segir þetta mál óskiljanlegt, mjög skrítið að hann skuli þurfa að eiga við raðrúðubrjót eða serial „window crasher“ en þessi er staðan í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. 3. maí 2024 10:30 Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. 3. maí 2024 10:30
Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27