„Persónulegt markmið að skora einu sinni á móti öllum liðum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. maí 2024 19:04 Sandra María Jessen er komin með átta mörk í fjórum leikjum vísir/Hulda Margrét Sandar María Jessen var allt í öllu hjá sínu liði, Þór/KA, gegn Víkingi í dag. Norðankonur unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir eftir aðeins fimm mínútur. Sandra María lagði upp fyrra mark síns liðs og skoraði það síðara. „Auðvitað er aldrei gott að byrja leik og fá mark snemma á sig, en ég held að það hafi bara verið smá stress og spenna í hópnum,“ sagði Sandra María eftir leik. „Við vorum kannski ekki alveg klárara þegar var flautað til leiks, en síðan hertum við okkur og tókum okkur saman og náðum að pota inn tveimur í fyrri hálfleik sem var mjög gott. Gott hugarfar og góður karakter í liðinu að koma til baka og frábært bara að ná sigri hérna. Þetta er mjög sterkt lið og erfiður útivöllur, þannig að ég er mjög ánægð.“ Blaðamaður benti Söndru Maríu á að mark hennar hafi ekki beint verið „pot“, en markið hennar var skot utan teigs sem sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Víkings og söng í netinu. Sandra María lýsti marki sínu á eftirfarandi hátt. „Það kom einhver fyrirgjöf þar sem Gígja, miðvörður Víkings, er að skalla hann í burtu en náði honum ekki alveg. Boltinn datt bara beint fyrir framan mig og hann var bara smassaður í markið.“ Sandra María er búin að skora átta mörk í fjórum leikjum í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Aðspurð út í hvort hún sé með markmið hvað varðar markaskorun eða hvort hún sé eingöngu að reyna hjálpa liðinu, þá var svar Söndru Maríu tvíþætt. „Að sjálfsögðu bara að hjálpa liðinu sem mest. Það eru allir með sín hlutverk í liðinu og mitt hlutverk er að reyna að koma að mörkum, aðrir eru að gera annað. Ég er bara ánægð svo lengi sem ég hjálpa til með það. Samt eitt lítið skemmtilegt persónulegt markmið er að ná að skora einu sinni á móti öllum liðum í deildinni.“ Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins í vor og lagði upp það níunda en hægt er að sjá mörkin í innslaginu hér að neðan. Var þetta þriðji sigur Þórs/KA í röð og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks. „Auðvitað er gott að hafa náð þremur sigrum í röð, á móti líka sterkum liðum. Þetta eru ekki lið sem maður fer inn í leiki gegn vitandi að maður sé að fara vinna einhverja leiki. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning og mér finnst bara við sýna karakter, eins og í dag að klára þennan leik.“ „Þetta var bara helvíti erfitt í lokinn. Þær voru bara góðar, Víkings stelpur, vel skipulagðar. Mér finnst við bara búnar að taka skref fram á við frá síðasta tímabili þar sem við erum búin að vera vinna í okkar veikleikum og gera styrkleikana okkar enn sterkari,“ sagði Sandra María að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
„Auðvitað er aldrei gott að byrja leik og fá mark snemma á sig, en ég held að það hafi bara verið smá stress og spenna í hópnum,“ sagði Sandra María eftir leik. „Við vorum kannski ekki alveg klárara þegar var flautað til leiks, en síðan hertum við okkur og tókum okkur saman og náðum að pota inn tveimur í fyrri hálfleik sem var mjög gott. Gott hugarfar og góður karakter í liðinu að koma til baka og frábært bara að ná sigri hérna. Þetta er mjög sterkt lið og erfiður útivöllur, þannig að ég er mjög ánægð.“ Blaðamaður benti Söndru Maríu á að mark hennar hafi ekki beint verið „pot“, en markið hennar var skot utan teigs sem sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Víkings og söng í netinu. Sandra María lýsti marki sínu á eftirfarandi hátt. „Það kom einhver fyrirgjöf þar sem Gígja, miðvörður Víkings, er að skalla hann í burtu en náði honum ekki alveg. Boltinn datt bara beint fyrir framan mig og hann var bara smassaður í markið.“ Sandra María er búin að skora átta mörk í fjórum leikjum í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Aðspurð út í hvort hún sé með markmið hvað varðar markaskorun eða hvort hún sé eingöngu að reyna hjálpa liðinu, þá var svar Söndru Maríu tvíþætt. „Að sjálfsögðu bara að hjálpa liðinu sem mest. Það eru allir með sín hlutverk í liðinu og mitt hlutverk er að reyna að koma að mörkum, aðrir eru að gera annað. Ég er bara ánægð svo lengi sem ég hjálpa til með það. Samt eitt lítið skemmtilegt persónulegt markmið er að ná að skora einu sinni á móti öllum liðum í deildinni.“ Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins í vor og lagði upp það níunda en hægt er að sjá mörkin í innslaginu hér að neðan. Var þetta þriðji sigur Þórs/KA í röð og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks. „Auðvitað er gott að hafa náð þremur sigrum í röð, á móti líka sterkum liðum. Þetta eru ekki lið sem maður fer inn í leiki gegn vitandi að maður sé að fara vinna einhverja leiki. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning og mér finnst bara við sýna karakter, eins og í dag að klára þennan leik.“ „Þetta var bara helvíti erfitt í lokinn. Þær voru bara góðar, Víkings stelpur, vel skipulagðar. Mér finnst við bara búnar að taka skref fram á við frá síðasta tímabili þar sem við erum búin að vera vinna í okkar veikleikum og gera styrkleikana okkar enn sterkari,“ sagði Sandra María að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira