Rankaði við sér í sjúkrabíl: „Þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 22:00 Jasmín Erla Ingadóttir kom til Vals frá Stjörnunni í vetur og hefur farið vel af stað á Hlíðarenda. vísir/Diego Jasmín Erla Ingadóttir þekkir það frá góðri vinkonu sinni hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft. Henni líður ágætlega í dag eftir að hafa misst skammtímaminnið um stund í Keflavík í fyrrakvöld. Jasmín var í leik með Val gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta í fyrrakvöld þegar hún fékk slæmt höfuðhögg. Hún man aðeins brot af því sem gerðist eftir höggið, og þar til að hún byrjaði að ranka við sér í sjúkrabíl án þess að hafa hugmynd um af hverju hún væri stödd þar. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þungt höfuðhögg Jasmínar „Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Jasmín í samtali við Vísi í dag. Vissi ekki hvar hún var stödd „Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég vaknaði í sjúkrabílnum og sá bara sjúkraflutningamann, en fannst ég alltaf vera að heyra að Arna Sif væri að koma með mér. Ég vissi því af henni sem var mjög gott,“ segir Jasmín en liðsfélagi hennar, Arna Sif Ásgrímsdóttir sem sleit krossband í hné í vor, fylgdi henni á sjúkrahúsið. Á meðan unnu liðsfélagar þeirra 2-1 sigur og er Valur með fullt hús stiga. „Á sjúkrahúsinu fór ég í ákveðin próf sem ég man svo sem ekki alveg eftir en mér leið þokkalega, miðað við allt, og fékk að fara heim.“ Jasmín Erla, sem er 25 ára, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft og þekkir það til að mynda frá vinkonu sinni. Hún fer sér því að engu óðslega við að komast aftur út á fótboltavöllinn, þó að fyrstu próf hafi komið vel út. Jasmín Erla Ingadóttir hefur þegar skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í Bestu deildinni í sumar en þarf nú að taka sér hlé í einhvern tíma.vísir/Anton Þekkir alvarlegt dæmi frá vinkonu sinni „Ég er svolítið þung í hausnum en ekki með hausverki eða nein þannig einkenni. En maður veit ekkert hvernig svona þróast og þarf bara að bíða og sjá. Núna er málið að hvílast sem best og taka stöðuna eftir helgina. Ég hef ekki hugmynd [um hvenær ég fer aftur í fótbolta]. En ég þekki dæmi frá vinkonu minni sem er enn að díla við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk fyrir sex árum, svo ég þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Ég ætla því að setja það í fyrsta sæti að ná mér, áður en ég fer að gera nokkuð. Ég geri þetta bara í samráði við þjálfarana og sjúkraþjálfara.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Jasmín var í leik með Val gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta í fyrrakvöld þegar hún fékk slæmt höfuðhögg. Hún man aðeins brot af því sem gerðist eftir höggið, og þar til að hún byrjaði að ranka við sér í sjúkrabíl án þess að hafa hugmynd um af hverju hún væri stödd þar. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þungt höfuðhögg Jasmínar „Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Jasmín í samtali við Vísi í dag. Vissi ekki hvar hún var stödd „Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég vaknaði í sjúkrabílnum og sá bara sjúkraflutningamann, en fannst ég alltaf vera að heyra að Arna Sif væri að koma með mér. Ég vissi því af henni sem var mjög gott,“ segir Jasmín en liðsfélagi hennar, Arna Sif Ásgrímsdóttir sem sleit krossband í hné í vor, fylgdi henni á sjúkrahúsið. Á meðan unnu liðsfélagar þeirra 2-1 sigur og er Valur með fullt hús stiga. „Á sjúkrahúsinu fór ég í ákveðin próf sem ég man svo sem ekki alveg eftir en mér leið þokkalega, miðað við allt, og fékk að fara heim.“ Jasmín Erla, sem er 25 ára, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft og þekkir það til að mynda frá vinkonu sinni. Hún fer sér því að engu óðslega við að komast aftur út á fótboltavöllinn, þó að fyrstu próf hafi komið vel út. Jasmín Erla Ingadóttir hefur þegar skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í Bestu deildinni í sumar en þarf nú að taka sér hlé í einhvern tíma.vísir/Anton Þekkir alvarlegt dæmi frá vinkonu sinni „Ég er svolítið þung í hausnum en ekki með hausverki eða nein þannig einkenni. En maður veit ekkert hvernig svona þróast og þarf bara að bíða og sjá. Núna er málið að hvílast sem best og taka stöðuna eftir helgina. Ég hef ekki hugmynd [um hvenær ég fer aftur í fótbolta]. En ég þekki dæmi frá vinkonu minni sem er enn að díla við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk fyrir sex árum, svo ég þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Ég ætla því að setja það í fyrsta sæti að ná mér, áður en ég fer að gera nokkuð. Ég geri þetta bara í samráði við þjálfarana og sjúkraþjálfara.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti