Hafnað af Stoke og var stuðningsmaður Real síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 11:47 Joselu var vel fagnað af stuðningsmönnum í gærkvöld en hann var einmitt einn af þeim á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum. Getty/Burak Akbulut Í einvígi stórveldanna Real Madrid og Bayern München hefðu sjálfsagt fáir spáð því að aðalhetjan yrði hinn 34 ára gamli Joselu, lánsmaður frá B-deildarliði Espanyol sem Stoke City taldi sig ekki hafa not fyrir, en sú varð raunin. Joselu skoraði bæði mörk Real í gærkvöld í blálokin, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 2-1 sigri sem skilaði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Síðast þegar að Real komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar mætti Joselu á leikinn, í París 2022, en þá sem stuðningsmaður Real sem vann Liverpool 1-0. Tveimur árum síðar reyndist hann óvænta hetjan sem kom Real aftur í úrslitaleikinn, við Dortmund 1. júní. Here’s Joselu supporting Real Madrid in Paris, Champions League final 2022.Two years later, he’s sending Real Madrid to Champions League final after scoring a brace just before extra time.❗️ He joined Real Madrid on loan from 2nd division Espanyol.Football. 🤯🇪🇸 pic.twitter.com/aQGdcaZksS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 8, 2024 „Joselu… ég held að hann sofi ekki mikið í nótt! Hann verður alveg gagnslaus á æfingu á morgun,“ sagði Jude Bellingham léttur í sjónvarpsviðtali eftir sigurinn í gær. „Hann á þetta allt skilið. Hann hefur verið magnaður félagi í þessum hópi í gegnum alla leiktíðina og þetta er hans kvöld,“ sagði Bellingham, hæstánægður með liðsfélaga sinn og hina óvæntu hetju. Joselu kom ungur til Real Madrid og skoraði grimmt fyrir varalið félagsins þegar hann var að hefja ferilinn, fyrir tæplega fimmtán árum. Fenginn vegna biðarinnar eftir Mbappé Hann lék svo einnig í Þýskalandi og á Englandi án þess að slá sérstaklega í gegn þar. Hann lék eina leiktíð með Stoke, 2015-16, en félagið lánaði hann í burtu og losaði sig svo við hann til Newcastle þar sem mörkin urðu samtals sex í 46 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Joselu sneri svo aftur til Spánar árið 2019 og hefur undanfarin ár skorað talsvert í spænsku deildinni, eða alls 36 mörk í 110 leikjum fyrir Alavés og svo 16 mörk í fyrra fyrir Espanyol, sem þó féll. Real vantaði framherja eftir brotthvarf Karims Benzema í fyrra, sennilega bara tímabundið áður en Kylian Mbappé kæmi í sumar, og fékk því Joselu að láni. Það hefur borgað sig því hann hefur núna skorað alls sautján mörk í öllum keppnum, og þar af mörkin mikilvægu í gær sem skiluðu Real í úrslitaleik sterkustu deildar heims. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30 Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
Joselu skoraði bæði mörk Real í gærkvöld í blálokin, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 2-1 sigri sem skilaði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Síðast þegar að Real komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar mætti Joselu á leikinn, í París 2022, en þá sem stuðningsmaður Real sem vann Liverpool 1-0. Tveimur árum síðar reyndist hann óvænta hetjan sem kom Real aftur í úrslitaleikinn, við Dortmund 1. júní. Here’s Joselu supporting Real Madrid in Paris, Champions League final 2022.Two years later, he’s sending Real Madrid to Champions League final after scoring a brace just before extra time.❗️ He joined Real Madrid on loan from 2nd division Espanyol.Football. 🤯🇪🇸 pic.twitter.com/aQGdcaZksS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 8, 2024 „Joselu… ég held að hann sofi ekki mikið í nótt! Hann verður alveg gagnslaus á æfingu á morgun,“ sagði Jude Bellingham léttur í sjónvarpsviðtali eftir sigurinn í gær. „Hann á þetta allt skilið. Hann hefur verið magnaður félagi í þessum hópi í gegnum alla leiktíðina og þetta er hans kvöld,“ sagði Bellingham, hæstánægður með liðsfélaga sinn og hina óvæntu hetju. Joselu kom ungur til Real Madrid og skoraði grimmt fyrir varalið félagsins þegar hann var að hefja ferilinn, fyrir tæplega fimmtán árum. Fenginn vegna biðarinnar eftir Mbappé Hann lék svo einnig í Þýskalandi og á Englandi án þess að slá sérstaklega í gegn þar. Hann lék eina leiktíð með Stoke, 2015-16, en félagið lánaði hann í burtu og losaði sig svo við hann til Newcastle þar sem mörkin urðu samtals sex í 46 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Joselu sneri svo aftur til Spánar árið 2019 og hefur undanfarin ár skorað talsvert í spænsku deildinni, eða alls 36 mörk í 110 leikjum fyrir Alavés og svo 16 mörk í fyrra fyrir Espanyol, sem þó féll. Real vantaði framherja eftir brotthvarf Karims Benzema í fyrra, sennilega bara tímabundið áður en Kylian Mbappé kæmi í sumar, og fékk því Joselu að láni. Það hefur borgað sig því hann hefur núna skorað alls sautján mörk í öllum keppnum, og þar af mörkin mikilvægu í gær sem skiluðu Real í úrslitaleik sterkustu deildar heims.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30 Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
„Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30
Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu