Dáin og deyjandi dýr en engin neyð? Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2024 08:31 Í gærdag sendi Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) frá sér ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð að bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Um er að ræða sauðfé í alvarlegum vanhöldum og er að hluta komið út fyrir girðingar að bænum, beit er þar lítil sem engin og girðingar ekki heldar. Féð er því margt að bera án eftirlits sem er brot á reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er ljóst að reglugerðir og lög um dýravelferð hafa verið brotin á Höfða í áraraðir. Engin breyting til batnaðar hefur orðið á aðbúnaði dýranna öll þessi ár þrátt fyrir að málið hafi ítrekað verið í ferli hjá yfirvöldum. Kind frá Höfða yfir dauðu lambi sínu. Myndin er tekin þann 2. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Steinunn Árnadóttir sem vakið hefur athygli á málinu undanfarið ár hefur tekið fjölda mynda af ástandi dýranna, bæði á útigangi að Höfða og þar sem féð gengur laust utan girðingar. Nýjustu myndir sýna m.a dáin lömb, dána á og nýlega borin lömb sem standa í keng vegna vosbúðar en mikið kalsaveður hefur verið undanfarið á Vesturlandi. Mörg dýranna eru orðin veik sem getur dregið þau til dauða. Samkvæmt fyrrgreindu er ljóst að um er að ræða dýr í sárri neyð. Í viðtali við visir.is í gær sagði forstjóri Matvælastofnunar (MAST) að málið að Höfða væri í ferli og hafnaði því að stofnunin væri ekki að sinna velferð dýranna á bænum. Málið væri ekki þess eðlis að MAST teldi það réttlæta víðtækara inngrip, þ.e. vörslusviptingu og að það væri mat MAST að dýr á bænum Höfða séu ekki beinlínis að þjást. Það er háalvarlegt að Matvælastofnun, sem fer með eftirlit með dýravelferð í landinu, meti það svo að dýr sem hafi dáið í þessum aðstæðum, eru deyjandi eða veik líði ekki þjáningar. Dýr eru skyni gæddar verur. Kind frá Höfða stendur hjá dánu lambi sínu. Myndin er tekin þann 7. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit MAST með velferð búfjár segir m.a. að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga 55/2013 um velferð dýra. Einnig benti ríkisendurskoðun á að málsmeðferð MAST hafi tilhneigingu til að dragast um of þegar frávik eru síendurtekin eða MAST telji dýr ekki vera í neyð. Enga breytingu er að sjá í árangri MAST þegar litið er til málsins að Höfða. Dýrin eru jafnframt látin þjást á meðan málið er í ferli í stað þess að velferð þeirra sé varin af hálfu yfirvalda á meðan. Samkvæmt lögum fer MAST ein með eftirlit með dýravelferð og getur ein kært illa meðferð á dýrum til lögreglu. Að sú stofnun, sem ein sinnir því hlutverki að lögum um dýravelferð sé framfylgt, meti það svo að horuð, veik og deyjandi dýr séu ekki að þjást eða í neyð sýnir hversu alvarlegt ástandið er í málaflokki dýravelferðar. Færa þarf eftirlit með velferð dýra frá Matvælastofnun. DÍS ítrekar ákall sitt til yfirvalda að bregðast við í málinu og bjarga dýrunum að Höfða í Þverárhlíð án tafar. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærdag sendi Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) frá sér ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð að bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Um er að ræða sauðfé í alvarlegum vanhöldum og er að hluta komið út fyrir girðingar að bænum, beit er þar lítil sem engin og girðingar ekki heldar. Féð er því margt að bera án eftirlits sem er brot á reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er ljóst að reglugerðir og lög um dýravelferð hafa verið brotin á Höfða í áraraðir. Engin breyting til batnaðar hefur orðið á aðbúnaði dýranna öll þessi ár þrátt fyrir að málið hafi ítrekað verið í ferli hjá yfirvöldum. Kind frá Höfða yfir dauðu lambi sínu. Myndin er tekin þann 2. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Steinunn Árnadóttir sem vakið hefur athygli á málinu undanfarið ár hefur tekið fjölda mynda af ástandi dýranna, bæði á útigangi að Höfða og þar sem féð gengur laust utan girðingar. Nýjustu myndir sýna m.a dáin lömb, dána á og nýlega borin lömb sem standa í keng vegna vosbúðar en mikið kalsaveður hefur verið undanfarið á Vesturlandi. Mörg dýranna eru orðin veik sem getur dregið þau til dauða. Samkvæmt fyrrgreindu er ljóst að um er að ræða dýr í sárri neyð. Í viðtali við visir.is í gær sagði forstjóri Matvælastofnunar (MAST) að málið að Höfða væri í ferli og hafnaði því að stofnunin væri ekki að sinna velferð dýranna á bænum. Málið væri ekki þess eðlis að MAST teldi það réttlæta víðtækara inngrip, þ.e. vörslusviptingu og að það væri mat MAST að dýr á bænum Höfða séu ekki beinlínis að þjást. Það er háalvarlegt að Matvælastofnun, sem fer með eftirlit með dýravelferð í landinu, meti það svo að dýr sem hafi dáið í þessum aðstæðum, eru deyjandi eða veik líði ekki þjáningar. Dýr eru skyni gæddar verur. Kind frá Höfða stendur hjá dánu lambi sínu. Myndin er tekin þann 7. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit MAST með velferð búfjár segir m.a. að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga 55/2013 um velferð dýra. Einnig benti ríkisendurskoðun á að málsmeðferð MAST hafi tilhneigingu til að dragast um of þegar frávik eru síendurtekin eða MAST telji dýr ekki vera í neyð. Enga breytingu er að sjá í árangri MAST þegar litið er til málsins að Höfða. Dýrin eru jafnframt látin þjást á meðan málið er í ferli í stað þess að velferð þeirra sé varin af hálfu yfirvalda á meðan. Samkvæmt lögum fer MAST ein með eftirlit með dýravelferð og getur ein kært illa meðferð á dýrum til lögreglu. Að sú stofnun, sem ein sinnir því hlutverki að lögum um dýravelferð sé framfylgt, meti það svo að horuð, veik og deyjandi dýr séu ekki að þjást eða í neyð sýnir hversu alvarlegt ástandið er í málaflokki dýravelferðar. Færa þarf eftirlit með velferð dýra frá Matvælastofnun. DÍS ítrekar ákall sitt til yfirvalda að bregðast við í málinu og bjarga dýrunum að Höfða í Þverárhlíð án tafar. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48
„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07
Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun