150 þolendum sinnt vegna ofbeldis í nánu sambandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2024 13:31 Jóhanna Erla (t.h.) og Agnes Björg Tryggvadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri áfallateymis Landsspítalans fluttu erindið saman á ráðstefnunni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Landsspítalinn hefur sinnt um 150 þolendum ofbeldis í nánu sambandi frá því að nýtt verkefni spítalans, sem kallast „Hof“ hófst í nóvember 2022 þar sem sérstakt áfallateymi er við störf á bráðamóttöku spítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“. Nokkur erindi voru haldin og fyrirspurnum svarað. Ráðstefnan tókst einstaklega vel en nú er verið að innleiða á landsvísu innan heilbrigðisþjónustunnar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis en verkefnið kallast „Hof“. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi veit allt um nýja verkefnið. „Og það sem við erum líka að gera er einmitt að koma í veg fyrir að áverkar stigmagnist og við erum að reyna að koma í veg fyrir endurteknar komur á bráðamóttökuna og við erum fyrst og fremst að reyna að stíga inn í ferlið, sem fyrst. Nýja verkefnið hefur reynst mjög vel en það átti þetta að vera tilraunaverkefni til tveggja ára en eftir eitt ár kom í ljós að þetta var mjög þarft og var að sýna góða svörun þannig að það var gert að föstu verkefni og nú er þetta fast í fjárframlögum,“ segir Jóhanna Erla. Mikil ánægja er með nýja verkefni, sem kallast „Hof“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú þegar hafa komið upp 150 ofbeldismál frá því að verkefnið hófst á Landsspítalanum. „Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum þessi 150 mál,“ segir Jóhanna Erla og bætir við. „Þetta snýst um að þú verðir fyrir ofbeldi af hálfu einstaklings, sem er þér nátengdur eða náinn hvort sem það er núverandi maki, fyrrverandi maki, barnið þitt, foreldrið þitt, hvernig sem er, það er skilgreint, sem heimilisofbeldi.“ Erum við að tala um gróft ofbeldi eða? „Við erum að tala um allt ofbeldi, allar tegundir ofbeldis. Við erum að tala um andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, þú getur alltaf leitað til okkar. Það er töff að vinna í þessu umhverfi en mjög gefandi“, segir Jóhanna Erla. Ráðstefnan var fjölsótt og tókst einstaklega vel að mata ráðstefnugesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af glærum ráðstefnunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heimilisofbeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“. Nokkur erindi voru haldin og fyrirspurnum svarað. Ráðstefnan tókst einstaklega vel en nú er verið að innleiða á landsvísu innan heilbrigðisþjónustunnar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis en verkefnið kallast „Hof“. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi veit allt um nýja verkefnið. „Og það sem við erum líka að gera er einmitt að koma í veg fyrir að áverkar stigmagnist og við erum að reyna að koma í veg fyrir endurteknar komur á bráðamóttökuna og við erum fyrst og fremst að reyna að stíga inn í ferlið, sem fyrst. Nýja verkefnið hefur reynst mjög vel en það átti þetta að vera tilraunaverkefni til tveggja ára en eftir eitt ár kom í ljós að þetta var mjög þarft og var að sýna góða svörun þannig að það var gert að föstu verkefni og nú er þetta fast í fjárframlögum,“ segir Jóhanna Erla. Mikil ánægja er með nýja verkefni, sem kallast „Hof“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú þegar hafa komið upp 150 ofbeldismál frá því að verkefnið hófst á Landsspítalanum. „Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum þessi 150 mál,“ segir Jóhanna Erla og bætir við. „Þetta snýst um að þú verðir fyrir ofbeldi af hálfu einstaklings, sem er þér nátengdur eða náinn hvort sem það er núverandi maki, fyrrverandi maki, barnið þitt, foreldrið þitt, hvernig sem er, það er skilgreint, sem heimilisofbeldi.“ Erum við að tala um gróft ofbeldi eða? „Við erum að tala um allt ofbeldi, allar tegundir ofbeldis. Við erum að tala um andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, þú getur alltaf leitað til okkar. Það er töff að vinna í þessu umhverfi en mjög gefandi“, segir Jóhanna Erla. Ráðstefnan var fjölsótt og tókst einstaklega vel að mata ráðstefnugesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af glærum ráðstefnunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heimilisofbeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira