Eins og tölurnar gefa til kynna voru Íslendingar miklu sterkari aðilinn í leiknum. Þeir voru fjórtán mörkum yfir í fyrri hálfleik, 26-12, þar sem þeir klikkuðu aðeins á einu skoti. Enn dró í sundur með liðunum í seinni hálfleikur og þegar uppi var staðið vann íslenska liðið með helmings mun, 50-25.
Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í Laugardalshöllinni og náði skemmtilegum myndum af strákunum okkar og áhorfendum. Brot af þeim má sjá hér fyrir neðan.










