Rannsaka hvort Tesla hafi blekkt neytendur og fjárfesta Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 14:14 Hundruð slysa, þar á meðal banaslysa, þar sem Teslur á sjálfstýringu komu við sögu eru til rannsóknar vestanhafs. Vísir/EPA Bandarískir saksóknarar rannsaka nú hvort að rafbílaframleiðandinn Tesla kunni að hafa gerst sekur um svik með því að blekkja bæði neytendur og fjárfesta um sjálfstýribúnað bílanna. Fyrirtækið og eigandi þess hafa haldið því fram að bílarnir geti ekið sér sjálfir. Sakamálarannsókn á fullyrðingum Tesla og Elons Musk, eiganda fyrirtækisins, hófst í október árið 2022. Bandarískar eftirlitsstofnanir rannsaka ennfremur hundruð slysa, þar á meðal banaslysa, sem Teslur með sjálfstýringu í gangi hafa lent í. Framleiðandinn hefur þurft að innkalla fjölda bíla vegna sjálfstýringarinnar. Nú segir Reuters-fréttastofan að rannsókn saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist að því hvort að Tesla hafi gerst sekt um fjársvik með því að veita neytendum misvísandi upplýsingar um sjálfstýribúnaðinn og verðbréfasvik með því að blekkja fjárfesta. Enn liggi þó ekkert fyrir um hvort að ákæra verði gefin út. Sjálfstýring Tesla hjálpar ökumanni við að stýra, bremsa og skipta um akrein en er ekki að fullu sjálfvirk. Athygli saksóknara beinist aftur að móti að ýmsum fullyrðingum Musk og fyrirtækisins þar sem gefið hefur verið í skyn að bílarnir geti ekið sér sjálfir. „Manneskjan í ökumannssætinu er bara þar af lagalegum ástæðum. Hann gerir ekki neitt. Bíllinn keyrir sig sjálfur,“ var fullyrt í myndbandi á vefsíðu Tesla. Musk sjálfur fullyrti að bílarnir ækju sér sjálfir án aðkomu mannshandarinnar í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Verkfræðingur sem vann fyrir Tesla sagði í skýrslutökum fyrir málsókn sem tengdist banaslysi árið 2022 að myndböndunum hafi verið ætlað að lýsa því hvernig tæknin yrði í framtíðinni og endurspegluðu ekki þáverandi getu sjálfstýringarinnar. Reuters segir að til þess að ákæra Tesla fyrir svik þurfi saksóknarar að sýna fram á að fyrirtækið hafi farið vísvitandi með ósannindi sem hafi valdið neytendum og fjárfestum skaða. Bandarískir dómstólar hafi áður úrskurðað að ýkjur fyrirtækja í auglýsingum teljist ekki svik. Tesla Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. 13. desember 2023 23:59 Vilja að Tesla hætti að kalla bíla sína sjálfstýrða Yfirvöld bifreiða og samgangna í Þýskalandi telja að ökumenn gæti misskilið hvað í raun og veru felist í sjálfstýringu. 17. október 2016 20:55 Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. 20. febrúar 2023 08:47 Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sakamálarannsókn á fullyrðingum Tesla og Elons Musk, eiganda fyrirtækisins, hófst í október árið 2022. Bandarískar eftirlitsstofnanir rannsaka ennfremur hundruð slysa, þar á meðal banaslysa, sem Teslur með sjálfstýringu í gangi hafa lent í. Framleiðandinn hefur þurft að innkalla fjölda bíla vegna sjálfstýringarinnar. Nú segir Reuters-fréttastofan að rannsókn saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist að því hvort að Tesla hafi gerst sekt um fjársvik með því að veita neytendum misvísandi upplýsingar um sjálfstýribúnaðinn og verðbréfasvik með því að blekkja fjárfesta. Enn liggi þó ekkert fyrir um hvort að ákæra verði gefin út. Sjálfstýring Tesla hjálpar ökumanni við að stýra, bremsa og skipta um akrein en er ekki að fullu sjálfvirk. Athygli saksóknara beinist aftur að móti að ýmsum fullyrðingum Musk og fyrirtækisins þar sem gefið hefur verið í skyn að bílarnir geti ekið sér sjálfir. „Manneskjan í ökumannssætinu er bara þar af lagalegum ástæðum. Hann gerir ekki neitt. Bíllinn keyrir sig sjálfur,“ var fullyrt í myndbandi á vefsíðu Tesla. Musk sjálfur fullyrti að bílarnir ækju sér sjálfir án aðkomu mannshandarinnar í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Verkfræðingur sem vann fyrir Tesla sagði í skýrslutökum fyrir málsókn sem tengdist banaslysi árið 2022 að myndböndunum hafi verið ætlað að lýsa því hvernig tæknin yrði í framtíðinni og endurspegluðu ekki þáverandi getu sjálfstýringarinnar. Reuters segir að til þess að ákæra Tesla fyrir svik þurfi saksóknarar að sýna fram á að fyrirtækið hafi farið vísvitandi með ósannindi sem hafi valdið neytendum og fjárfestum skaða. Bandarískir dómstólar hafi áður úrskurðað að ýkjur fyrirtækja í auglýsingum teljist ekki svik.
Tesla Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. 13. desember 2023 23:59 Vilja að Tesla hætti að kalla bíla sína sjálfstýrða Yfirvöld bifreiða og samgangna í Þýskalandi telja að ökumenn gæti misskilið hvað í raun og veru felist í sjálfstýringu. 17. október 2016 20:55 Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. 20. febrúar 2023 08:47 Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. 13. desember 2023 23:59
Vilja að Tesla hætti að kalla bíla sína sjálfstýrða Yfirvöld bifreiða og samgangna í Þýskalandi telja að ökumenn gæti misskilið hvað í raun og veru felist í sjálfstýringu. 17. október 2016 20:55
Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. 20. febrúar 2023 08:47
Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29