Kannabis en ekki kjólar í kassanum Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 12:13 Sendingin var sögð innihalda kvenfatnað. Myndin er úr safni. FilippoBacci/Getty Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í fyrradag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 4.500 grömmum af maríhúana sem flytja átti til landsins í apríl 2023 með pakka frá DHL, en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi fundið efnin við eftirlit og komið þeim áfram til Íslands í hendur lögreglu hér á landi. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 50,55 grömm af maríhúana. Benti á annan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök hvað innflutninginn varðar en játað að hafa haft maríhúana í fórum sínum. Hann hafi sagt hjá lögreglu að hann hafi ekki flutt efnin til landsins. Hann hafi talið efnin tilheyra ónafngreindum manni, sem hafi áður verið tengdur honum. Reikul frjásögn Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið nokkuð reikull og hann hafi að mati dómsins ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafi verið skráður sem viðtakandi umræddrar pakkasendingar, sem og þeim fjölmörgu samskiptum sem hafi fundist við rannsókn á símtækjum þeim sem fundust við handtöku mannsins og höfðu meðal annars að geyma upplýsingar og skilaboð sem beinlínis lutu að sendingunni, þar á meðal samskipti við hinn ónafngreindan mann sem hafi haft að geyma ljósmynd af sendingarnúmeri pakkans og ljósrit reiknings vegna póstsendingarinnar. Bendi gögn málsins þvert á móti til þess að maðurinn hafi gert tilraun til innflutnings fíkniefnanna til landsins með pakkasendingu þeirri sem stöðvuð var af bandarískum lögregluyfirvöldum. Í ljósi þessa, sem og annarra gagna málsins, sé það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um tilraun til fíkniefnalagabrots og verði hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, það er fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi umræddra fíkniefna sem flytja átti til landsins. Tapar smelluláspokum og þremur símum Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var auk þess dæmdur til þess að sæta upptöku á 4.550 grömmum af maríhúana, smelluláspokum, A5 stílabók, ProScale grammavog, Samsung S8 farsíma, bláum Redmi farsíma, bláum Samsung farsíma, NOVA SIM korti, Vodafone SIM korti og One SIM korti, 150.000 krónum, 80 bandaríkjadollurum, 10 breskum pundum og 10 evrum. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 483.600 krónur. Fíkniefnabrot Dómsmál Pósturinn Smygl Kannabis Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í fyrradag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 4.500 grömmum af maríhúana sem flytja átti til landsins í apríl 2023 með pakka frá DHL, en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi fundið efnin við eftirlit og komið þeim áfram til Íslands í hendur lögreglu hér á landi. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 50,55 grömm af maríhúana. Benti á annan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök hvað innflutninginn varðar en játað að hafa haft maríhúana í fórum sínum. Hann hafi sagt hjá lögreglu að hann hafi ekki flutt efnin til landsins. Hann hafi talið efnin tilheyra ónafngreindum manni, sem hafi áður verið tengdur honum. Reikul frjásögn Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið nokkuð reikull og hann hafi að mati dómsins ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafi verið skráður sem viðtakandi umræddrar pakkasendingar, sem og þeim fjölmörgu samskiptum sem hafi fundist við rannsókn á símtækjum þeim sem fundust við handtöku mannsins og höfðu meðal annars að geyma upplýsingar og skilaboð sem beinlínis lutu að sendingunni, þar á meðal samskipti við hinn ónafngreindan mann sem hafi haft að geyma ljósmynd af sendingarnúmeri pakkans og ljósrit reiknings vegna póstsendingarinnar. Bendi gögn málsins þvert á móti til þess að maðurinn hafi gert tilraun til innflutnings fíkniefnanna til landsins með pakkasendingu þeirri sem stöðvuð var af bandarískum lögregluyfirvöldum. Í ljósi þessa, sem og annarra gagna málsins, sé það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um tilraun til fíkniefnalagabrots og verði hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, það er fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi umræddra fíkniefna sem flytja átti til landsins. Tapar smelluláspokum og þremur símum Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var auk þess dæmdur til þess að sæta upptöku á 4.550 grömmum af maríhúana, smelluláspokum, A5 stílabók, ProScale grammavog, Samsung S8 farsíma, bláum Redmi farsíma, bláum Samsung farsíma, NOVA SIM korti, Vodafone SIM korti og One SIM korti, 150.000 krónum, 80 bandaríkjadollurum, 10 breskum pundum og 10 evrum. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 483.600 krónur.
Fíkniefnabrot Dómsmál Pósturinn Smygl Kannabis Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira