„Kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2024 10:31 Halla ætlar sér á Bessastaði. Hún hefur aldrei setið auðum höndum, stofnað fleiri fyrirtæki en eitt, elskar fólk og fallega hönnun svo ekki sé talað um matinn sem maðurinn hennar býr til. Sindri fór í morgunkaffi til Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Hún tók þátt í því að stofna Háskólann í Reykjavík, Auði Capital og er forstjóri B Team. Halla er alltaf með annan fótinn í New York en býr einnig í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum en saman eiga þau tvo uppkomin börn. Sindri hitti Höllu í morgunkaffi klukkan 9 um morguninn. Elskar morguninn „Þetta er í rauninni frekar seint fyrir mig. Ég vakna oft klukkan fimm á morgnanna,“ segir Halla og spurði þá Sindri strax í kjölfarið, af hverju svona snemma? „Ég er kannski bara kona á breytingaskeiðinu. Það er ekki nægilega mikið talað um það að við vöknum fyrr þá. Það hefur alveg áhrif á svefninn, lífið og heilsuna. Ég var alltaf b-týpa en núna finnst mér bara morgnarnir æðislegir. Morgunstund gefur gull í mund.“ Hún segist vera alin upp á Kársnesinu í Kópavogi og eiginlega búin að búa í öllum götum þar. „Pabbi var pípari og mamma þroskaþjálfi og þau unnu í rauninni bæði á Kársnesinu og því var allt líf mitt þar,“ segir Halla. Halla var á sínum tíma í Verzlunarskóla Íslands en þaðan lá leiðin í skiptinám til Bandaríkjanna eftir tveggja ára nám í Versló. Þar var hún í Indiana. Hún fór því næst í viðskiptafræði í Alabama með áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun. Því næst fór hún í MBA nám. Hún fór fljótlega eftir heimkomu að vinna að því að stofna nýjan háskóla, Háskólann í Reykjavík. En Halla hefur sannarlega gert margt og eitt af því er að halda TED fyrirlestur fjórum sinnum. Hlustar ekki á herbergisfélagann „Í fyrsta skipti sem ég steig á sviðið þar þá var ég svo stressuð að ég steingleymdi öllu sem ég átti að segja. Ég kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið að halda þennan fyrirlestur. Ég held að það séu mistök að segja að við séum öll með sjálfstraustið til að gera það sem við gerum, ég hef eiginlega aldrei haft sjálfstraustið til að stofna fyrirtæki eða fara í forsetaframboð eða vera mamma. En ég hef hins vegar reynt að hlusta ekki á herbergisfélagann í hausnum á mér sem efast um mig og ég hef þess í stað reynt að finna hugrekkið í hjarta mínu,“ segir Halla sem fer yfir það í innslaginu hér að neðan af hverju hana langi að verða forseti Íslands. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Halla Tómasdóttir Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Sindri fór í morgunkaffi til Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Hún tók þátt í því að stofna Háskólann í Reykjavík, Auði Capital og er forstjóri B Team. Halla er alltaf með annan fótinn í New York en býr einnig í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum en saman eiga þau tvo uppkomin börn. Sindri hitti Höllu í morgunkaffi klukkan 9 um morguninn. Elskar morguninn „Þetta er í rauninni frekar seint fyrir mig. Ég vakna oft klukkan fimm á morgnanna,“ segir Halla og spurði þá Sindri strax í kjölfarið, af hverju svona snemma? „Ég er kannski bara kona á breytingaskeiðinu. Það er ekki nægilega mikið talað um það að við vöknum fyrr þá. Það hefur alveg áhrif á svefninn, lífið og heilsuna. Ég var alltaf b-týpa en núna finnst mér bara morgnarnir æðislegir. Morgunstund gefur gull í mund.“ Hún segist vera alin upp á Kársnesinu í Kópavogi og eiginlega búin að búa í öllum götum þar. „Pabbi var pípari og mamma þroskaþjálfi og þau unnu í rauninni bæði á Kársnesinu og því var allt líf mitt þar,“ segir Halla. Halla var á sínum tíma í Verzlunarskóla Íslands en þaðan lá leiðin í skiptinám til Bandaríkjanna eftir tveggja ára nám í Versló. Þar var hún í Indiana. Hún fór því næst í viðskiptafræði í Alabama með áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun. Því næst fór hún í MBA nám. Hún fór fljótlega eftir heimkomu að vinna að því að stofna nýjan háskóla, Háskólann í Reykjavík. En Halla hefur sannarlega gert margt og eitt af því er að halda TED fyrirlestur fjórum sinnum. Hlustar ekki á herbergisfélagann „Í fyrsta skipti sem ég steig á sviðið þar þá var ég svo stressuð að ég steingleymdi öllu sem ég átti að segja. Ég kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið að halda þennan fyrirlestur. Ég held að það séu mistök að segja að við séum öll með sjálfstraustið til að gera það sem við gerum, ég hef eiginlega aldrei haft sjálfstraustið til að stofna fyrirtæki eða fara í forsetaframboð eða vera mamma. En ég hef hins vegar reynt að hlusta ekki á herbergisfélagann í hausnum á mér sem efast um mig og ég hef þess í stað reynt að finna hugrekkið í hjarta mínu,“ segir Halla sem fer yfir það í innslaginu hér að neðan af hverju hana langi að verða forseti Íslands.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Halla Tómasdóttir Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”