Að læra nýtt tungumál og sýna þolinmæði Valerio Gargiulo skrifar 8. maí 2024 10:01 Ég las frétt fyrir einhverju síðan sem fjallaði um íslenskunotkun útlendinga og barna þeirra sem fædd eru á Íslandi. Þessi frétt fékk mig til þess að skoða þetta mál frá öðru samhengi til dæmis heimaborgin mín, Napolí.Napólí er borg sem í gegnum aldirnar hefur verið ráðist inn og hernumið af mörgum þjóðum: Grikkjum, Rómverjum, germönskum, arabískum, frönskum, spænskum, þýskum og bandarískum þjóðum. Napólí er strandborg í hjarta Miðjarðarhafsins. Í borginni minni hefur alltaf verið mikið um menningarsamskipti. Þetta er ástæðan fyrir því að við tölum með því að hjálpa hvert öðru með bendingum, til að láta ókunnugan skilja betur hvað við erum að segja. Sem dæmi, finnst mér dásamlegt að heyra unga Afríkubúa sem hafa sest að í Napólí og tala napólísku. En af hverju er auðveldara fyrir útlendinga að setjast að í Napolí og læra napolísku? Vegna þess að Napólíbúar hafa þolinmæði, þeir endurtaka orð við þig þúsund sinnum vegna þess að þeir vita að útlendingurinn á erfitt með að skilja þá. Auk þess tala fáir í Napólí ensku. Ég tel að ef allir Íslendingar sýndu meiri þolinmæði og myndu leggja sig fram um að tala við útlendinga sem búa hér á íslensku án þess að breyta samtalinu yfir í ensku, þá væri það gagnlegt við að læra tungumálið. Það þarf auðvitað líka að vera vilji og áhugi til að læra íslensku. Og auðvitað spila stjórnvöld líka inn í þar sem lítill áhugi og litlir hvatar eru til staðar til þess að kenna útlendingum íslensku. Þar sem Ísland er lítið smáríki eru ekki margir sem tala íslensku og er það afar flókið og erfitt tungumál. Þess vegna krefst það þolinmæði fyrir þann sem er að læra og fyrir þann sem er að hlusta. Það er alls ekki ómögulegt. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég las frétt fyrir einhverju síðan sem fjallaði um íslenskunotkun útlendinga og barna þeirra sem fædd eru á Íslandi. Þessi frétt fékk mig til þess að skoða þetta mál frá öðru samhengi til dæmis heimaborgin mín, Napolí.Napólí er borg sem í gegnum aldirnar hefur verið ráðist inn og hernumið af mörgum þjóðum: Grikkjum, Rómverjum, germönskum, arabískum, frönskum, spænskum, þýskum og bandarískum þjóðum. Napólí er strandborg í hjarta Miðjarðarhafsins. Í borginni minni hefur alltaf verið mikið um menningarsamskipti. Þetta er ástæðan fyrir því að við tölum með því að hjálpa hvert öðru með bendingum, til að láta ókunnugan skilja betur hvað við erum að segja. Sem dæmi, finnst mér dásamlegt að heyra unga Afríkubúa sem hafa sest að í Napólí og tala napólísku. En af hverju er auðveldara fyrir útlendinga að setjast að í Napolí og læra napolísku? Vegna þess að Napólíbúar hafa þolinmæði, þeir endurtaka orð við þig þúsund sinnum vegna þess að þeir vita að útlendingurinn á erfitt með að skilja þá. Auk þess tala fáir í Napólí ensku. Ég tel að ef allir Íslendingar sýndu meiri þolinmæði og myndu leggja sig fram um að tala við útlendinga sem búa hér á íslensku án þess að breyta samtalinu yfir í ensku, þá væri það gagnlegt við að læra tungumálið. Það þarf auðvitað líka að vera vilji og áhugi til að læra íslensku. Og auðvitað spila stjórnvöld líka inn í þar sem lítill áhugi og litlir hvatar eru til staðar til þess að kenna útlendingum íslensku. Þar sem Ísland er lítið smáríki eru ekki margir sem tala íslensku og er það afar flókið og erfitt tungumál. Þess vegna krefst það þolinmæði fyrir þann sem er að læra og fyrir þann sem er að hlusta. Það er alls ekki ómögulegt. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar