„Bara að fara heim og hitta mömmu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2024 16:38 Bjarki Már Elísson var ferskur á æfingu landsliðsins. VÍSIR/VILHELM „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. Er eitthvað sérstakt sem Bjarki Már gerir þegar hann kemst á klakann? „Bara að fara heim og hitta mömmu og fjölskylduna. Ætli maður finni sér ekki eitthvað að borða sem fæst ekki úti.“ Klippa: Í sínu besta standi en vonbrigði með liðinu Eistland er andstæðingur Íslands í umspili um sæti á HM. Fyrri leikurinn er á miðvikudagskvöld og sá síðari á laugardag. „Við spiluðum við þá í síðasta undanriðli fyrir EM og unnum þá nokkuð þægilega. Þeir eru með fínt lið en við erum með sterkari hóp og þegar allt er eðlilegt eigum við bara að klára þetta verkefni. Við förum með það hugarfar inn í þetta,“ segir Bjarki Már. Standið á Bjarka Má er gott og honum hefur gengið vel með félagi sínu í Ungverjalandi. Félagið náði hins vegar ekki einu af sínum markmiðum á dögunum. „Bara mjög fínt, aldrei verið betra. Ég er bara ferskur og hlakka til,“ segir Bjarki og bætir við: „Persónulega gengið mjög vel í síðustu leikjum. En aðal svekkelsið er að við duttum út úr Meistaradeildinni núna í átta liða úrslitunum. Það var stóra markmið félagsins að klára hana í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það gekk ekki eftir. Persónulega hefur gengið vel en það telur ekki þegar liðinu gengur ekki vel. Það er bara eins og það er.“ En er þetta skyldusigur í komandi verkefni? „Tja, auðvitað getum við ekki mætt værukærir í þetta. Við förum með það hugarfar að við séum með betra lið og vinnum þessa leiki. Ef við gerum það eigum við að fara áfram,“ segir Bjarki Már. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Er eitthvað sérstakt sem Bjarki Már gerir þegar hann kemst á klakann? „Bara að fara heim og hitta mömmu og fjölskylduna. Ætli maður finni sér ekki eitthvað að borða sem fæst ekki úti.“ Klippa: Í sínu besta standi en vonbrigði með liðinu Eistland er andstæðingur Íslands í umspili um sæti á HM. Fyrri leikurinn er á miðvikudagskvöld og sá síðari á laugardag. „Við spiluðum við þá í síðasta undanriðli fyrir EM og unnum þá nokkuð þægilega. Þeir eru með fínt lið en við erum með sterkari hóp og þegar allt er eðlilegt eigum við bara að klára þetta verkefni. Við förum með það hugarfar inn í þetta,“ segir Bjarki Már. Standið á Bjarka Má er gott og honum hefur gengið vel með félagi sínu í Ungverjalandi. Félagið náði hins vegar ekki einu af sínum markmiðum á dögunum. „Bara mjög fínt, aldrei verið betra. Ég er bara ferskur og hlakka til,“ segir Bjarki og bætir við: „Persónulega gengið mjög vel í síðustu leikjum. En aðal svekkelsið er að við duttum út úr Meistaradeildinni núna í átta liða úrslitunum. Það var stóra markmið félagsins að klára hana í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það gekk ekki eftir. Persónulega hefur gengið vel en það telur ekki þegar liðinu gengur ekki vel. Það er bara eins og það er.“ En er þetta skyldusigur í komandi verkefni? „Tja, auðvitað getum við ekki mætt værukærir í þetta. Við förum með það hugarfar að við séum með betra lið og vinnum þessa leiki. Ef við gerum það eigum við að fara áfram,“ segir Bjarki Már. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira