Enok ákærður fyrir að fleygja manni niður tröppur og berja annan Árni Sæberg skrifar 7. maí 2024 17:03 Aðalmeðferð í máli Enoks fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enok hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna þess að hann er kærasti og barnsfaðir Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds. Vísir Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur verið ákærður fyrir tvær grófar líkamsárásir. Við framkvæmd annarrar þeirra henti hann brotaþola niður tröppur. Aðalmeðferð fór fram í máli Enoks Vatnars og annars manns í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar voru tekin fyrir tvö mál, annað á hendur þeim báðum og hitt á hendur Enoki einum. Tröðkuðu á höfði manns í félagi við óþekktan þriðja mann Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að mennirnir sæti ákæru fyrir að hafa í júlí árið 2022, fyrir utan veitingastað við Laugaveg, veist með ofbeldi að ónafngreindum manni. Þeir hafi veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, sparkað ítrekað í líkama brotaþola, Enok síðan fleygt honum niður tröppur og mennirnir báðir, auk óþekkta mannsins, í kjölfarið sparkað ítrekað í brotaþola og traðkað á höfði hans þar sem hann lá. Af þessu hafi brotaþoli hlotið viðbeinsbrot, skurð á eyrnasnepli sem náði í gegnum snepilinn, opið sár á höfði, yfirborðsáverka á höfði, roða og bólgu á víð og dreif um handleggi og mar og skrámur á hægra hné. Braut augntóttargólf með ítrekuðum höggum Hin ákæran er gegn Enoki fyrir líkamsárás í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistað við Austurstræti í Reykjavík, með því að veitast með ofbeldi að ónafngreindum manni og slá hann fjórum höggum í andlit. Afleiðingar þess hafi verið að brotaþoli hlaut augntóttargólfsbrot, auk verulegrar bólgu yfir hægra auga og höfuðverk. Bæði brot eru talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga um líkamsárás, sem varðar allt að þriggja ára fangelsi. Ákæruvaldið krefst því að báðir sakborningar verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá eru gerðar einkaréttarkröfur á hendur báðum mönnum fyrir hönd brotaþola í fyrra málinu. Þess er krafist að þeir greiði hvor um sig 1,5 milljón í miskabætur og að Enok greiði 28 þúsund krónur í skaðabætur. Brotaþoli í seinna málinu gerir kröfu um hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi Enoks. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 „Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í máli Enoks Vatnars og annars manns í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar voru tekin fyrir tvö mál, annað á hendur þeim báðum og hitt á hendur Enoki einum. Tröðkuðu á höfði manns í félagi við óþekktan þriðja mann Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að mennirnir sæti ákæru fyrir að hafa í júlí árið 2022, fyrir utan veitingastað við Laugaveg, veist með ofbeldi að ónafngreindum manni. Þeir hafi veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, sparkað ítrekað í líkama brotaþola, Enok síðan fleygt honum niður tröppur og mennirnir báðir, auk óþekkta mannsins, í kjölfarið sparkað ítrekað í brotaþola og traðkað á höfði hans þar sem hann lá. Af þessu hafi brotaþoli hlotið viðbeinsbrot, skurð á eyrnasnepli sem náði í gegnum snepilinn, opið sár á höfði, yfirborðsáverka á höfði, roða og bólgu á víð og dreif um handleggi og mar og skrámur á hægra hné. Braut augntóttargólf með ítrekuðum höggum Hin ákæran er gegn Enoki fyrir líkamsárás í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistað við Austurstræti í Reykjavík, með því að veitast með ofbeldi að ónafngreindum manni og slá hann fjórum höggum í andlit. Afleiðingar þess hafi verið að brotaþoli hlaut augntóttargólfsbrot, auk verulegrar bólgu yfir hægra auga og höfuðverk. Bæði brot eru talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga um líkamsárás, sem varðar allt að þriggja ára fangelsi. Ákæruvaldið krefst því að báðir sakborningar verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá eru gerðar einkaréttarkröfur á hendur báðum mönnum fyrir hönd brotaþola í fyrra málinu. Þess er krafist að þeir greiði hvor um sig 1,5 milljón í miskabætur og að Enok greiði 28 þúsund krónur í skaðabætur. Brotaþoli í seinna málinu gerir kröfu um hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi Enoks.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 „Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01
Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52
„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45