Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2024 12:06 David Pecker, félagi Donalds Trump til fjölda ára, keypti réttinn á frásögnum kvenna um Trump til þess eins að sitja á þeim fyrir forsetakosningarnar árið 2016. AP/Marion Curtis Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. David Pecker, fyrrverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer, bar vitni í sakamálinu um að hann hefði gert samkomulag við Trump og lögmann hans um að blaðið kæfði neikvæðar sögur um hann í fæðingu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Það gerði það með því að greiða fyrir réttinn á sögum kvenna sem sögðust hafa haldið við Trump til þess eins að koma í veg fyrir að þær yrðu birtar opinberlega. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu sem sagðist hafa stundað kynlíf með honum á sínum tíma skömmu fyrir kosningarnar fyrir átta árum. Sama dag og Pecker bar vitni barst staðardagblaði einu tölvupóstur frá manni sem kallaði sig „Jamal“ sem hélt því fram að hann hefði bundið konuna sína í kjallaranum og drepið elskhuga hennar. Sendandinn gaf upp heimilisfang Pecker í Greenwich í Connecticut. „Ég klúðraði rækilega. Geri það, hjálpið mér,“ sagði í töluvpóstinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan í Greenwich var þegar meðvituð um hvar Pecker byggi þegar henni barst ábending um póstinn vegna þess að hann bar þá vitni í dómsmálinu sem vakti heimsathygli. Eftirgrennslan leiddi í ljós að ekkert var hæft í tölvupóstinum. Líklegt væri að hann hafi verið tilraun til þess að sig vopnuðum lögreglumönnum á Pecker. Dæmi um að fórnarlömb gabbs hafi verið skotin til bana Falskar tilkynningar sem er ætlað að kalla á viðbrögð vopnaðra lögreglumanna með mögulega hættulegum afleiðingum hafa verið nefndar „swatting“ í Bandaríkjunum en það er vísun til sérsveitar lögreglunnar. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi skotið fórnarlömb slíkra gabbtilkynninga til bana. Pecker virðist ekki hafa verið heima þegar tilkynningin barst en ónefndur íbúi hússins var það samkvæmt atvikaskráningu lögreglunnar. Ekki var hægt að rekja slóð þess sem sendi tölvupóstinn. Trump hefur ítrekað vegið að dómaranum, dóttur hans, saksóknurum og vitnum í sakamálinu á hendur honum þrátt fyrir að hann megi ekki tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Dómarinn hefur ítrekað ávítt Trump fyrir að brjóta þau fyrirmæli. Í gær varaði dómarinn Trump við því að honum gæti verið varpað í fangelsi ef hann héldi áfram að vanvirða dóminn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
David Pecker, fyrrverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer, bar vitni í sakamálinu um að hann hefði gert samkomulag við Trump og lögmann hans um að blaðið kæfði neikvæðar sögur um hann í fæðingu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Það gerði það með því að greiða fyrir réttinn á sögum kvenna sem sögðust hafa haldið við Trump til þess eins að koma í veg fyrir að þær yrðu birtar opinberlega. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu sem sagðist hafa stundað kynlíf með honum á sínum tíma skömmu fyrir kosningarnar fyrir átta árum. Sama dag og Pecker bar vitni barst staðardagblaði einu tölvupóstur frá manni sem kallaði sig „Jamal“ sem hélt því fram að hann hefði bundið konuna sína í kjallaranum og drepið elskhuga hennar. Sendandinn gaf upp heimilisfang Pecker í Greenwich í Connecticut. „Ég klúðraði rækilega. Geri það, hjálpið mér,“ sagði í töluvpóstinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan í Greenwich var þegar meðvituð um hvar Pecker byggi þegar henni barst ábending um póstinn vegna þess að hann bar þá vitni í dómsmálinu sem vakti heimsathygli. Eftirgrennslan leiddi í ljós að ekkert var hæft í tölvupóstinum. Líklegt væri að hann hafi verið tilraun til þess að sig vopnuðum lögreglumönnum á Pecker. Dæmi um að fórnarlömb gabbs hafi verið skotin til bana Falskar tilkynningar sem er ætlað að kalla á viðbrögð vopnaðra lögreglumanna með mögulega hættulegum afleiðingum hafa verið nefndar „swatting“ í Bandaríkjunum en það er vísun til sérsveitar lögreglunnar. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi skotið fórnarlömb slíkra gabbtilkynninga til bana. Pecker virðist ekki hafa verið heima þegar tilkynningin barst en ónefndur íbúi hússins var það samkvæmt atvikaskráningu lögreglunnar. Ekki var hægt að rekja slóð þess sem sendi tölvupóstinn. Trump hefur ítrekað vegið að dómaranum, dóttur hans, saksóknurum og vitnum í sakamálinu á hendur honum þrátt fyrir að hann megi ekki tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Dómarinn hefur ítrekað ávítt Trump fyrir að brjóta þau fyrirmæli. Í gær varaði dómarinn Trump við því að honum gæti verið varpað í fangelsi ef hann héldi áfram að vanvirða dóminn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48
Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28
Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02