Að tilheyra - Fjölmenningarþing Reykjavíkur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 6. maí 2024 19:01 Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins ,,Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku. Fjölmenningarþing er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að innflytjendur hafi áhrif á aðgerðir og stefnumótun samfélagsins til að auðvelda inngildingu þeirra í samfélagið. Innflytjendur sjálfir eru best til þess fallnir að segja hvaða áskorunum þeir mæta í samfélaginu og því er mikilvægt að við komum saman til að eiga samtal. Heimurinn hefur breyst með breyttum samgöngum og alþjóðavæðingu. Íslendingar búa og starfa erlendis og fólk af erlendum uppruna sest hér að. Því heyrir sú einsleitni sem áður var sögunni til. Samsetning íbúa í Reykjavík og á landinu öll hefur tekið miklum breytingum með fjölgun innflytjenda – það er þróun sem ég tel hafa jákvæð áhrif bæði á efnahagslíf og menningarlega fjölbreytni og hefur gert okkar tilveru litríkari, betri og skemmtilegri - en því hafa líka fylgt áskoranir og verkefni. Við höfum sem samfélag þurft að styðja við og vinna að inngildingu nýrra íbúa sem sumir hverjir koma frá ólíkum menningarsvæðum. Einnig höfum við þurft að styðja við móðurmálskennslu barna sem og íslenskukennslu allra. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í inngildingu og mikilvægt er að gera betur. Á síðustu árum hafa einmitt skapast tækifæri til að gera enn betur með nýrri tækni sem auðveldar fólki að læra íslensku. Ef við lítum til sögunar þá var fjöldi innflytjenda í Reykjavík 3,6% árið 2000 en í fyrra var þessi tala komin í 25%. Árið 2023 áttu 35.000 innflytjendur heima í Reykjavík - samanborið við 3935 árið 2000. Langflestir sem flytja hingað eru ungt fólk á aldrinum 20-40 ára og 25% hafa búið í Reykjavík í 11 ár eða lengur. Með öðrum orðum þá sest fólk hér að til langs tíma, og því er mikilvægt að styðja við það og stuðla að inngildingu þess. Þá búa 66,2% allra innflytjenda á Íslandi á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur verið leiðandi í þessum málaflokki og sett málefni innflytjenda á oddinn í sinni stefnumótun. Nýlega var samþykkt að búa til stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík og ég vona að sú vinna fari fljótt af stað. Þegar við hugleiðum staðreyndirnar um fjölmenningarborgina Reykjavík skulum við fagna jákvæðum áhrifum innflytjenda á borgina okkar. Innstreymi fjölbreyttra sjónarhorna, hæfileika og menningarauðgunar í Reykjavík gerir borgina líflegri, kraftmeiri og fjölþjóðlegri. Þó veldur sú skautun sem á sér stundum stað í umræðu um málefni innflytjenda vissum áhyggjum. Því er eitt af verkefnum okkar að vinna gegn fordómum í garð innflytjenda með aukinni fræðslu og þekkingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta, læra og fræðast eins og við gerum á fjölmenningarþingi. Ég sjálf var svo lánsöm að stunda nám í alþjóðlegum menntaskóla þar sem stunduðu nám 200 einstaklingar frá 95 löndum. Þó svo að við værum öll frá ólíkum löndum, ólíkum menningarsvæðum, töluðum ólík móðurmál og ástunduðum ólík trúarbrögð eða trúleysi - þá lærðist manni það fljótt að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Í allri umræðu um fjölmenningu þurfum við að muna að umfram allt erum við manneskjur og við þurfum að hafa mennskuna að leiðarljósi. Við þurfum öll að hafa það á tilfinningunni að það samfélag sem við búum í sé okkar samfélag. Okkur á að líða vel í samfélaginu okkar, vera stolt af því og upplifa að við höfum sömu tækifæri, óháð uppruna. Að finna að við tilheyrum samfélaginu okkar. Besta endurgjöfin sem ég fékk frá þinginu var frá ungum þinggesti sem sagði að loksins fékk hún hlustun frá fólki sem tengdi við hennar upplifun af því að vera tvítengd: „þarna voru einhverjir sem skildu mig.“ Takk fyrir frábært fjölmenningarþing! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Fjölmenning Borgarstjórn Íslensk tunga Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins ,,Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku. Fjölmenningarþing er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að innflytjendur hafi áhrif á aðgerðir og stefnumótun samfélagsins til að auðvelda inngildingu þeirra í samfélagið. Innflytjendur sjálfir eru best til þess fallnir að segja hvaða áskorunum þeir mæta í samfélaginu og því er mikilvægt að við komum saman til að eiga samtal. Heimurinn hefur breyst með breyttum samgöngum og alþjóðavæðingu. Íslendingar búa og starfa erlendis og fólk af erlendum uppruna sest hér að. Því heyrir sú einsleitni sem áður var sögunni til. Samsetning íbúa í Reykjavík og á landinu öll hefur tekið miklum breytingum með fjölgun innflytjenda – það er þróun sem ég tel hafa jákvæð áhrif bæði á efnahagslíf og menningarlega fjölbreytni og hefur gert okkar tilveru litríkari, betri og skemmtilegri - en því hafa líka fylgt áskoranir og verkefni. Við höfum sem samfélag þurft að styðja við og vinna að inngildingu nýrra íbúa sem sumir hverjir koma frá ólíkum menningarsvæðum. Einnig höfum við þurft að styðja við móðurmálskennslu barna sem og íslenskukennslu allra. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í inngildingu og mikilvægt er að gera betur. Á síðustu árum hafa einmitt skapast tækifæri til að gera enn betur með nýrri tækni sem auðveldar fólki að læra íslensku. Ef við lítum til sögunar þá var fjöldi innflytjenda í Reykjavík 3,6% árið 2000 en í fyrra var þessi tala komin í 25%. Árið 2023 áttu 35.000 innflytjendur heima í Reykjavík - samanborið við 3935 árið 2000. Langflestir sem flytja hingað eru ungt fólk á aldrinum 20-40 ára og 25% hafa búið í Reykjavík í 11 ár eða lengur. Með öðrum orðum þá sest fólk hér að til langs tíma, og því er mikilvægt að styðja við það og stuðla að inngildingu þess. Þá búa 66,2% allra innflytjenda á Íslandi á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur verið leiðandi í þessum málaflokki og sett málefni innflytjenda á oddinn í sinni stefnumótun. Nýlega var samþykkt að búa til stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík og ég vona að sú vinna fari fljótt af stað. Þegar við hugleiðum staðreyndirnar um fjölmenningarborgina Reykjavík skulum við fagna jákvæðum áhrifum innflytjenda á borgina okkar. Innstreymi fjölbreyttra sjónarhorna, hæfileika og menningarauðgunar í Reykjavík gerir borgina líflegri, kraftmeiri og fjölþjóðlegri. Þó veldur sú skautun sem á sér stundum stað í umræðu um málefni innflytjenda vissum áhyggjum. Því er eitt af verkefnum okkar að vinna gegn fordómum í garð innflytjenda með aukinni fræðslu og þekkingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta, læra og fræðast eins og við gerum á fjölmenningarþingi. Ég sjálf var svo lánsöm að stunda nám í alþjóðlegum menntaskóla þar sem stunduðu nám 200 einstaklingar frá 95 löndum. Þó svo að við værum öll frá ólíkum löndum, ólíkum menningarsvæðum, töluðum ólík móðurmál og ástunduðum ólík trúarbrögð eða trúleysi - þá lærðist manni það fljótt að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Í allri umræðu um fjölmenningu þurfum við að muna að umfram allt erum við manneskjur og við þurfum að hafa mennskuna að leiðarljósi. Við þurfum öll að hafa það á tilfinningunni að það samfélag sem við búum í sé okkar samfélag. Okkur á að líða vel í samfélaginu okkar, vera stolt af því og upplifa að við höfum sömu tækifæri, óháð uppruna. Að finna að við tilheyrum samfélaginu okkar. Besta endurgjöfin sem ég fékk frá þinginu var frá ungum þinggesti sem sagði að loksins fékk hún hlustun frá fólki sem tengdi við hennar upplifun af því að vera tvítengd: „þarna voru einhverjir sem skildu mig.“ Takk fyrir frábært fjölmenningarþing! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun