Háttsemi dómara ekki saknæm og Isavia fær því enga milljarða Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2024 16:36 Málið varðaði vél WOW Air sem félagið leigði frá ALC. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og bandarísku flugvélaleiguna ALC af milljarðakröfum Isavia. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að annarri niðurstöðu og taldi að dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefði komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Málið snýst um deilu Isavia og ALC um yfirráð á Airbus-þotu sem WOW Air leigði frá ALC. Isavia kyrrseti þotuna árið 2019 vegna skulda WOW sem varð gjaldþrota þetta sama ár. ALC vildi meina að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, WOW. Málið endaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem úrskurðaði að Isavia hefði aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna greiðslna sem tengdust umræddri vél en ekki vegna heildarskuldar WOW til Isavia. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að réttaráhrifin frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og Hæstaréttar. Því greiddi ALC gjöldin sem tengdust umræddri vél og flaug henni af landi brott. Isavia unni ekki þeirri ákvörðun og stefndi ALC og íslenska ríkinu og krafðist 2,2 milljarða króna í skaðabætur. Isavia vildi meina að dómarinn við Héraðsdóm Reykjaness hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við úrlausn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og komst síðan að þeirri niðurstöðu að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við og sýknaði ALC og íslenska ríkið. Líkt og áður segir hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm Í dómi Hæstaréttar segir að stöðvunarheimild Isavia hafi verið lögmæt en vegna þeirra gjalda sem stofnað hafði verið til vegna umræddrar vélar. Eftir að ALC greiddi þau gjöld hefði ekki verið heimild til að aftra áfram för þotunnar. Fréttir af flugi Dómsmál Dómstólar WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Málið snýst um deilu Isavia og ALC um yfirráð á Airbus-þotu sem WOW Air leigði frá ALC. Isavia kyrrseti þotuna árið 2019 vegna skulda WOW sem varð gjaldþrota þetta sama ár. ALC vildi meina að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, WOW. Málið endaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem úrskurðaði að Isavia hefði aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna greiðslna sem tengdust umræddri vél en ekki vegna heildarskuldar WOW til Isavia. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að réttaráhrifin frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og Hæstaréttar. Því greiddi ALC gjöldin sem tengdust umræddri vél og flaug henni af landi brott. Isavia unni ekki þeirri ákvörðun og stefndi ALC og íslenska ríkinu og krafðist 2,2 milljarða króna í skaðabætur. Isavia vildi meina að dómarinn við Héraðsdóm Reykjaness hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við úrlausn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og komst síðan að þeirri niðurstöðu að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við og sýknaði ALC og íslenska ríkið. Líkt og áður segir hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm Í dómi Hæstaréttar segir að stöðvunarheimild Isavia hafi verið lögmæt en vegna þeirra gjalda sem stofnað hafði verið til vegna umræddrar vélar. Eftir að ALC greiddi þau gjöld hefði ekki verið heimild til að aftra áfram för þotunnar.
Fréttir af flugi Dómsmál Dómstólar WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira